Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Síða 13

Læknablaðið - 15.08.1992, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 221-7 221 Ásgeir TheodórsIUK Hannes Hrafnkelsson21 HOLSJÁRRÖNTGENMYNDUN AF GALLGÖNGUM OG BRISPÍPU. Rannsóknir og aðgerðir framkvæmdar á Borgarspítalanum 1981-1990 ÁGRIP Á síðustu árum hefur verið sýnt fram á mikilvægi holsjárröntgenmyndunar af gallgöngum og brispípu (HRGB) og aðgerða tengdum rannsókninni í greiningu og meðferð sjúkdóma í gallgöngum og briskirtli. Tilgangur þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um ábendingar. niðurstöður og helstu aukakvilla HRGB og tengdra aðgerða, sem gerðar voru á Borgarspítalanum á árunum 1981 -1990. Gerð var afturskyggn athugun á holsjárröntgenmyndun af gallgöngunt og brispípu (HRGB) á 388 sjúklingum. Konur voru 255 (65,7%), en karlar 133 (34,3%). Framkvæmdar voru 535 skoðanir og aðgerðir. Rannsókn og aðgerð tókst fullkomlega í 454 tilvikum (84,9%). Meginábendingar fyrir rannsóknum og/eða aðgerðum voru: Grunur um steina í gallpípu í 275 tilvikum (51,4%), grunur um sjúkdóm í briskirtli í 73 tilvikum (13,6%), óljósir kviðverkir í 65 (12,2%) og grunur um æxli í eða við briskirtil í 63 tilvikum (11,8%). í 59 tilvikum (11,0%) var rannsóknin framkvæmd af öðrum ástæðum. Aðgerðir í kjölfar HRGB voru framkvæmdar í 152 tilvikum, oftast, eða í 95 skipti (62.5%), vegna steina í gallpípu og vegna þrengsla og/eða samdráttar í hringvöðva (sphincter of Oddi) í 33 tilvikum (21,7%). Holsjárskurður á hringvöðva (HSH) var algengasta aðgerðin gerð í samtals 134 tilvikum (88,2%). Steinar (einn eða fleiri) voru fjarlægðir í 57 tilvikum (37,5%). Rannsókn og aðgerð tókst fullkomlega í 454 tilvikum (84,9%). Aukakvillar komu fyrir í 15 (9,9%) af 152 aðgerðum, en í 17 (4,4%) af 383 rannsóknum. Algengustu aukakvillamir voru briskirtilbólga Frá Myflækningadeild Borgarspítalans, "’lyflækningadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfiröi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ásgeir Theodórs. (4,3%), gallgangabólga (1,1%) og blæðing (0,6%). Alvarlegir aukakvillar komu fyrir hjá fimm sjúklingum eða í sex tilvikum (1,1%). Andlát eins sjúklings (0,3%) telst óbein afleiðing HRGB og HSH. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í megindráttum í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. HRGB er nákvæm og gagnleg rannsókn við greiningu sjúkdóma í gallgöngum og brispípu. HSH og brottnám steina úr gallgöngum er oft góður kostur fyrir sjúklinga. Aukakvillar eru ekki tíðir og vægir í flestum tilvikum. Alvarlegir aukakvillar koma fyrir. INNGANGUR Ríflega 20 ár eru liðin frá því að byrjað var að gera holsjárröntgenmyndun af gallgöngum og brispípu (HRGB=ERCP-(Endoscopic Retrograde Cholangiopancreatography)) (1). Þá var álitið, að komin væri fram rannsókn sem hjálpað gæti til við að finna æxli í briskirtli á byrjunarstigi. Gallsteinn var fyrst fjarlægður úr gallgöngum 1973 (2) og 1974 var gerður holsjárskurður á hringvöðva (HSH=ES-(Endoscopic Sphincterotomy), skorið í sphincter of Oddi) með aðstoð holsjár (3). Það hefur aukið notagildi rannsóknarinnar að mögulegt er að gera aðgerðir í kjölfar hennar og komast þannig hjá viðameiri skurðaðgerðum. Slíkar aðgerðir eru algengastar ef um stein(a) er að ræða í gallgöngum (4). Jafnframt getur verið ástæða til að skera í hringvöðvann ef um er að ræða þrengsli eða krampa í honum. Frá 1980 hefur holsjártækni verið notuð til að koma legg (nasobiliary catheter) eða holpípu (stent, endoprosthesis) gegnum þrengsli, til dæmis illkynja æxli í gallgöngum eða brispípu, ef um óskurðtækt æxli er að ræða (5). Árangur þessarar aðgerðar er talinn sambærilegur við fróunarskurðaðgerð (6). Gera má ráð

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.