Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 221-7 221 Ásgeir TheodórsIUK Hannes Hrafnkelsson21 HOLSJÁRRÖNTGENMYNDUN AF GALLGÖNGUM OG BRISPÍPU. Rannsóknir og aðgerðir framkvæmdar á Borgarspítalanum 1981-1990 ÁGRIP Á síðustu árum hefur verið sýnt fram á mikilvægi holsjárröntgenmyndunar af gallgöngum og brispípu (HRGB) og aðgerða tengdum rannsókninni í greiningu og meðferð sjúkdóma í gallgöngum og briskirtli. Tilgangur þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um ábendingar. niðurstöður og helstu aukakvilla HRGB og tengdra aðgerða, sem gerðar voru á Borgarspítalanum á árunum 1981 -1990. Gerð var afturskyggn athugun á holsjárröntgenmyndun af gallgöngunt og brispípu (HRGB) á 388 sjúklingum. Konur voru 255 (65,7%), en karlar 133 (34,3%). Framkvæmdar voru 535 skoðanir og aðgerðir. Rannsókn og aðgerð tókst fullkomlega í 454 tilvikum (84,9%). Meginábendingar fyrir rannsóknum og/eða aðgerðum voru: Grunur um steina í gallpípu í 275 tilvikum (51,4%), grunur um sjúkdóm í briskirtli í 73 tilvikum (13,6%), óljósir kviðverkir í 65 (12,2%) og grunur um æxli í eða við briskirtil í 63 tilvikum (11,8%). í 59 tilvikum (11,0%) var rannsóknin framkvæmd af öðrum ástæðum. Aðgerðir í kjölfar HRGB voru framkvæmdar í 152 tilvikum, oftast, eða í 95 skipti (62.5%), vegna steina í gallpípu og vegna þrengsla og/eða samdráttar í hringvöðva (sphincter of Oddi) í 33 tilvikum (21,7%). Holsjárskurður á hringvöðva (HSH) var algengasta aðgerðin gerð í samtals 134 tilvikum (88,2%). Steinar (einn eða fleiri) voru fjarlægðir í 57 tilvikum (37,5%). Rannsókn og aðgerð tókst fullkomlega í 454 tilvikum (84,9%). Aukakvillar komu fyrir í 15 (9,9%) af 152 aðgerðum, en í 17 (4,4%) af 383 rannsóknum. Algengustu aukakvillamir voru briskirtilbólga Frá Myflækningadeild Borgarspítalans, "’lyflækningadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfiröi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ásgeir Theodórs. (4,3%), gallgangabólga (1,1%) og blæðing (0,6%). Alvarlegir aukakvillar komu fyrir hjá fimm sjúklingum eða í sex tilvikum (1,1%). Andlát eins sjúklings (0,3%) telst óbein afleiðing HRGB og HSH. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í megindráttum í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. HRGB er nákvæm og gagnleg rannsókn við greiningu sjúkdóma í gallgöngum og brispípu. HSH og brottnám steina úr gallgöngum er oft góður kostur fyrir sjúklinga. Aukakvillar eru ekki tíðir og vægir í flestum tilvikum. Alvarlegir aukakvillar koma fyrir. INNGANGUR Ríflega 20 ár eru liðin frá því að byrjað var að gera holsjárröntgenmyndun af gallgöngum og brispípu (HRGB=ERCP-(Endoscopic Retrograde Cholangiopancreatography)) (1). Þá var álitið, að komin væri fram rannsókn sem hjálpað gæti til við að finna æxli í briskirtli á byrjunarstigi. Gallsteinn var fyrst fjarlægður úr gallgöngum 1973 (2) og 1974 var gerður holsjárskurður á hringvöðva (HSH=ES-(Endoscopic Sphincterotomy), skorið í sphincter of Oddi) með aðstoð holsjár (3). Það hefur aukið notagildi rannsóknarinnar að mögulegt er að gera aðgerðir í kjölfar hennar og komast þannig hjá viðameiri skurðaðgerðum. Slíkar aðgerðir eru algengastar ef um stein(a) er að ræða í gallgöngum (4). Jafnframt getur verið ástæða til að skera í hringvöðvann ef um er að ræða þrengsli eða krampa í honum. Frá 1980 hefur holsjártækni verið notuð til að koma legg (nasobiliary catheter) eða holpípu (stent, endoprosthesis) gegnum þrengsli, til dæmis illkynja æxli í gallgöngum eða brispípu, ef um óskurðtækt æxli er að ræða (5). Árangur þessarar aðgerðar er talinn sambærilegur við fróunarskurðaðgerð (6). Gera má ráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.