Læknablaðið - 15.08.1992, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 221-7
225
gallgöngum eða briskirtli, er aðeins mögulegt
að fá greiningu hjá 20-30% þessara sjúklinga
(16,17). I þessari rannsókn fékkst greining í
um það bil þriðjungi tilfella.
í 63 tilfellum var HRGB framkvæmd,
ef grunur var um æxli í eða við
briskirtilinn. Fyrir kemur að ómskoðun eða
tölvusneiðmyndun getur ekki gefið öruggt
svar hvort um æxli er að ræða í eða við
briskirtilinn, en í mörgum tilfellum gefur
HRGB þá frekari upplýsingar (18). Ennfremur
er mögulegt að segja til um tegund æxlis með
80-90% öryggi (19).
Um 1980 var byrjað að setja holpípu gegnum
þrengsli, sem orsakast t.d. af illkynja æxli,
og endist hver holpípa yfirleitt í tvo til þrjá
mánuð, en þá verður að skipta og setja
aðra nýja (7). Þessa aðferð má ráðleggja
í meðferð sjúklinga sem ekki er treyst í
viðameiri skurðaðgerðir (20). Aðferðin
virðist gefa svipaðan árangur og samgötun
gallblöðru eða gallpípu og mjógimis
(Cholecysto/Choledocho-Enterostomy) hjá
sjúklingum sem þola aðgerð (5). Isetning
holpípu gegnum þrengsli eftir langvinna
briskirtilbólgu hefur einnig gefið góðan
árangur (21,22).
Oft getur verið erfitt að meta hvort um er að
ræða þrengsli og/eða samdrátt í hringvöðva.
Mæling á samdrætti í hringvöðvanum
(sphincter of Oddi manometry) er nákvæmasta
rannsóknin, en hún er tæknilega flókin
og ekki fullkomin. Ekki var mögulegt að
framkvæma þessar mælingar hér á landi á
rannsóknartímabilinu, en í staðinn stuðst við
ónákvæmari aðferðir til að meta hvort um
þrengsli eða samdrátt var að ræða.
Aukakvillum af HRGB er lýst í 2-5%
tilfella, ef hún er einungis framkvæmd til
greiningar (9,10). Ef aðgerð er framkvæmd
er aukakvillum lýst í 8-20% tilfella (11,12).
Dauðsföllum sem afleiðingu af HSH er lýst
í 1,02-2,21% tilfella (23). Aukakvillar í
þessari rannsókn eru innan þeirra marka,
sem lýst er í þeim erlendu rannsóknum,
sem getið er hér að framan. Briskirtilbólga
er algengasti aukakvilli HRGB (10,11). I
þessari rannsókn var briskirtilbólga jafnframt
alvarlegasti aukakvillinn og kom fyrir hjá
fjórum sjúklingum (0,75%). Amylasi var ekki
mældur, nema klínísk einkenni gæfu tilefni
til slíkra mælinga. Sýnt hefur verið fram á
að amylasi hækkar í um það bil helmingi
sjúklinga eftir HRGB (24). Ástæða hækkaðs
amylasa getur verið hækkaður þrýstingur
í brispípu, þegar skuggaefni er sprautað.
Samdráttur í hringvöðvanum getur komið
fyrir við þræðingu og einnig geta bakteríur og
virkir briskirtilhvatar komist inn í kirtilvefinn.
Jafnframt myndast bólga í brisvef við brispípu
við endurteknar þræðingar. Þannig er talið
að hindra megi briskirtilbólgu með því að
gæta þess að valda ekki of miklum þrýstingi
í brispípu og láta eina þræðingu duga, ef þess
er nokkur kostur. Einnig er mjög mikilvægt að
vanda í hvívetna til hreinsunar á tækjum og
fylgihlutum sem notaðir eru. Þá má gefa lyf,
sem hugsanlega koma í veg fyrir samdrátt í
hringvöðvanum, og gefa sýklalyf þegar það á
við (25). Almennt er talið að gallvegasýking
sé hættulegasti aukakvilli HRGB (26),
en hún kemur helst fyrir ef um hindrun á
flæði er að ræða (8,9,20). Gallvegasýking
er einnig vel þekkt, ef holsjá hefur ekki
verið hreinsuð nógu vel (27). I þeim sex
tilfellum, sem um gallvegasýkingu var að
ræða í þessari rannsókn, var þó alltaf um
væga aukaverkun að ræða og aldrei ræktuðust
bakteríur í blóði. Ekki hefur verið sýnt fram
á minni sýkingarhættu með því að blanda
sýklalyfi í röntgenskuggaefni. Sýklalyfjum
var aldrei blandað í röntgenskuggaefnið
sem notað var við þessar rannsóknir. Fjöldi
gallvegasýkinga var minni en skráð er í
sambærilegum rannsóknum (28). I engu,
af þeim 20 tilvikum þar sem sýni voru
tekin af handahófi til ræktunar frá holsjá og
skolvökva, var marktækur vöxtur á bakteríum.
Hugsanlegt er að vatnið, sem notað er hér
sé minna mengað, en öllu líklegra er þó að
vönduð hreinsun tækja og fylgihluta skipti
hér mestu máli. Ráðlegt er að gefa sýklalyf
fyrir holsjárrannsókn (HRG) og aðgerðir, ef
um gallpípustíflu (vegna t.d. gallsteina eða
æxlis) er að ræða, þar til góð framveita á
gallinu hefur verið framkvæmd. Mikilvægt
er þá að velja réttu lyfin til meðferðar á þeim
bakteríum sem helst sýkja gallið.
í þeim þremur tilvikum (0,6%) sem um
blæðingu var að ræða, fengu sjúklingamir
blóðgjafir, en frekari aðgerða var ekki
þörf. Miklar blæðingar og dauðsföll vegna
þeirra geta komið fyrir eftir HSH, t.d. ef
hringvöðvaskurður er of langur, afbrigðilegar
æðar liggja við hringvöðvann og ef HSH er