Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1992, Side 25

Læknablaðið - 15.08.1992, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 233-6 233 LÆKNABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslandsog I[ |P| Læknafélag Reykjavíkur q|° 78. ÁRG. - ÁGÚST 1992 Hvert stefnir íslensk læknisfræði? INNGANGUR Sumarið 1943 að loknu stúdentsprófi fékk ég vinnu í grjótnámu í Eskihlíðinni, þar sem nú er stundað keiluspil. Þetta var heldur óvistlegur vinnustaður, vinnuöryggi í slakara lagi og engan sem í slagviðri bograði þar yfir grjóti óraði fyrir því að á toppi bersköllóttrar hæðarinnar myndi rísa musteri, ekki reist á bjargi heldur á heitu vatni. Ég lenti með fingur á milli tveggja steina og særðist nokkuð. Landspítalinn, háborg íslenskrar læknislistar, var ekki langt undan og þangað leituðu þeir sem urðu fyrir líkamlegum skakkaföllum í þann tíð. Ég fór með minn særða fingur og var vel tekið af ungum og glaðlegum lækni sem saumaði saman sárið og batt um. Við tókum tal saman og þegar hann frétti að ég hefði nýlokið stúdentsprófi spurði hann um áform mín um framhaldsnám. Ég sagðist hafa í hyggju að læra læknisfræði. Það þótti unga lækninum hið mesta óráð, sagði að þegar væri offjölgun í íslenskri læknastétt og engar líkur til að stöðum fjölgaði á næstunni. Helsta von um starf væri að gerast héraðslæknir, sem þó væri ekki heldur vænlegt, því að minnsta kosti allar sæmilegar héraðslæknisstöður væru nú setnar. Ibúar á Islandi voru þá þá 121.579 og læknar 610, eða einn á hverja 1100 íbúa. Ungi læknirinn, sem tók þama á móti mér og brá nokkmm skugga á bjartar vonir mínar um tækifæri til að líkna sjúkum á Islandi, hét Gunnar Cortes. Þremur árum áður hafði hann komið með svo kölluðum Petsamoförum heim frá námi og starfi á Norðurlöndum. I þeim hópi voru 11 læknar, en sex aðrir komu heim um svipað leyti eftir öðrum leiðum. Koma þessa unga hóps lækna olli nokkmm óróa hjá þeim sem fyrir voru og það svo, að ástæða þótti til að kalla saman fund í Læknafélagi Reykjavíkur til að ræða þann vanda, sem þessi mikla fjölgun í íslenskri læknastétt mundi valda. STRAUMHVÖRF í LÆKNISFRÆÐI Fullyrða má, að heimstyrjöldin síðari hafi valdið staumhvörfum í læknisfræði á Islandi, en þau straumhvörf urðu ekki eingöngu fyrir tilkomu hópsins, sem kom heim í byrjun styrjaldarinnar, heldur fóru íslenskir læknar einnig að sækja á ný mið til að afla sér menntunar, fyrst og fremst til Bretlands og Bandaríkjanna. Fræðilegur grunnur íslenskrar læknisfræði hefur breikkað jafnt og þétt síðan í styrjöldinni. Fyrir hana voru sérfræðingar fáir, flestir þeirra stunduðu ýmiss konar lækningar utan við sitt sérsvið og þótti ekkert óeðlilegt. í hópnum, sem kom heim 1940 og þar um kring, voru nokkrir sérfræðingar og stunduðu þeir sérfræðistörf að mestu leyti. Þessir sérmenntuðu menn nutu mikillar virðingar og fólk sem kaus sér heimilislækni vildi gjaman að hann væri líka sérfræðingur, og skipti þá ekki öllu máli í hverju sérhæfing hans var fólgin. Sérfræðistörf voru þá ekki betur launuð

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.