Læknablaðið - 15.08.1992, Qupperneq 46
254
LÆKNABLAÐIÐ
tímabil fer þeim nokkuð jafnt fækkandi fram
til september árið 1982. Niðurstöður sýna ekki
raunveruleg lok afbrotaferils, þvert á móti
liggur fyrir viss vitneskja um afbrot nokkurra
fanga eftir september árið 1982.
Árið 1974 hélt 31 fangi (77,5%) áfram að fá
dóma. Sextán fangar (40%) hlutu dóma eftir
1. janúar 1981. Meðal þeirra voru fimm er
flokkuðust undir ofbeldisafbrot.
UMRÆÐA
Hafa ber í huga að rannsóknin fjallar ekki
um alla fanga. Hún fjallar um fanga er
voru fyrir eða komu í fangelsin Litla-Hraun
og Kvíabryggju á tímabilinu 1.12.1964 til
31.10.1965 eða í alls 11 mánuði. Á þessu
tímabili voru í notkun önnur fangelsi svo sem
Hegningarhúsið, Skólavörðustíg 9 og fangelsið
í Sfðumúla 28. Almennt voru þeir er hlutu
lengri en þriggja mánaða fangelsisdóma fluttir
á Litla-Hraun eða Kvíabryggju.
Tæplega 56% fanga voru fæddir í Reykjavík
(tafla I). Samkvæmt manntali á íslandi
1. desember 1950 (2), eða 15 árum fyrir
athugunina, fæddust 23% Islendinga í
Reykjavík. Fyrir 1950 voru hlutfallslega enn
færri búsettir hvað þá fæddir í Reykjavík.
Niðurstöður sýna því að hlutfallslega fæddust
mun fleiri fangar í Reykjavík en annars staðar.
Er úrtak rannsóknar fór fram voru einnig fleiri
fangar búsettir í Reykjavík (tafla I) ef miðað
er við hlutfall landsmanna. Ymis atriði svo
sem meira eftirlit með afbrotum eða ríkari
tilhneiging til að leggja fram kæru í Reykjavík
geta vissulega haft áhrif á niðurstöður. Ætla
má þó að fæðing og búseta í Reykjavík auki
nokkuð á líkur þess að einstaklingar verði
afbrotamenn. Erlendar rannsóknir sýna einnig
að afbrot eru algengari meðal íbúa í stærri
borgum eða þéttbýli (3, 4).
Á tímabilinu frá 1964 til 1982 hafði
ríkisfangelsið á Litla-Hrauni verið stækkað
og því fleiri fangar farið um þá stofnun.
Við samanburð á afbrotaflokkum, er leiddu
til fangavistunar í upphafi rannsóknar, við
afbrotaflokka, er leiddu til fangavistunar 1982,
kemur fram óverulegur mismunur. í tölum
frá 1982 voru einnig taldir með fangar frá
Síðumúla og Skólavörðustíg. Sú aukning
kann að hafa áhrif á niðurstöður þrátt fyrir að
sumir þessara fanga voru á leið í hin fangelsin
er rannsóknin náði til. Líklegt má þó telja
Mynd 1. Fjöldi dóma á ári, sem safnast saman fram til
1964, hjá þeim 40 föngum sem voru athugaðir 1964 og
voru lifandi 1984.
Mynd 2. Fjöldi dóma á ári, sem dregur úrfrá 1964 til
1982, hjá þeim 40 föngum sem voru athugaðir 1964 og
voru lifandi 1982.
að innbyrðis skipting afbrota kunni að hafa
breyst lítið. Langflest afbrot eru sem áður
auðgunarbrot og áfengis- og fíkniefnabrot.
Margskonar breytingar í samfélaginu auk
ýmissa aðgerða í afbrotamálum virðast því
ekki breyta fjölda í afbrotaflokkunum.
Alls létust 12 fangar (30%) en svipaðar
niðurstöður hafa komið fram í erlendum
rannsóknum (3). Helmingur þeirra er dóu
létust af slysförum. Ef slysum er skipt annars
vegar í voveifleg slys eða slys er rekja má
til ástands og hegðunar hverju sinni og
hins vegar önnur slys sem orsakast af ytri
ástæðum, svo sem er skip sekkur, þá má rekja
fimm, eða 42% allra andláta, til voveiflegra
slysa. I samanburði við einstaklinga er leituðu
til geðlækna á Islandi í fyrsta skiptið árin
1966 og 1967 (5) kemur í ljós að tæplega 3%
andláta næstu sjö árin á eftir orsökuðust af
slysförum eða mun færri en meðal fanga.
Voveifleg slys íslenskra karla á svipuðum aldri
og svipuðum tíma voru tæp 20%. Láta mun
því nærri að voveifleg slys meðal fanga séu
meir en tvisvar sinnum tíðari. Á það hefur
verið bent að meginvandamál fanga, er eiga