Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1992, Qupperneq 53

Læknablaðið - 15.08.1992, Qupperneq 53
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 257-62 261 erlendis (5-7). Skýringar á þessari aukningu eru m.a. þær að farið var að nota ný og fullkomnari geðlyf. Jafnframt urðu ýmsar breytingar á rekstri geðdeildarinnar. Árið 1963 var til dæmis opnuð sérhæfð meðferðardeild fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Niðurstöður sýna, að á tímabilinu 1959- 1979 fjölgaði innlögnum á hvert sjúkrarúm nálega sjöfalt. Á árunum 1957 til 1972 fjölgaði innlögnum í Danmörku aðeins tvöfalt (8,9). Þáttur áfengis- og vímuefnasjúklinga í innlögnum var þar hlutfallslega miklu minni en hér á landi (10). Eftir árið 1964 urðu óverulegar breytingar á fjölda nýrra sjúklinga (sjá töflu). Geðdeildir voru opnaðar á Borgarspítalanum árið 1968 og á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri árið 1986. Þangað hafa einnig leitað nýir sjúklingar. Einnig er hugsanlegt að betri meðferð hafi dregið úr þörf á innlögnum. Fjölgun innlagðra sjúklinga á geðdeild Landspítala er því aðallega fólgin í fjölgun endurinnlagðra sjúklinga. Á árunum 1979 og 1984 helst fjöldi bæði nýrra og endurinnlagðra sjúklinga nokkuð svipaður. Þess ber að geta, að breytingar höfðu orðið á samsetningu nýrra sjúklinga eftir sjúkdómsgreiningum, þar sem m.a. sjúklingahópurinn aðrir fer stækkandi, en endurinnlagnarþörf þeirra er hlutfallslega minnst (mynd 4). Markvissari meðferð, opnun dagdeildar og fjölgun sambýla hefur væntanlega dregið að einhverju marki úr þörf á endurinnlögnum. Þegar litið er á einstaka geðsjúkdómaflokka (mynd 4) sést að fyrstu innlögnum sjúklinga er líða af geðklofa fer heldur fækkandi eftir 1964. Svipaðar niðurstöður koma fram í öðrum rannsóknum (8). Hérlendis stafar það meðal annars af því að nýir sjúklingar er líða af geðklofa hafa einnig lagst inn á geðdeildir Borgarspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Niðurstöður sýna, að á rannsóknartímabilinu hafa verulegar breytingar átt sér stað á innlögnum á geðdeildir Rfkisspítala. Fjölgun innlagna eftir árið 1964 er fyrst og fremst vegna aukinna endurinnlagna. Innlagnir karla eru fleiri en kvenna, einkum endurinnlagnir, en saman dregur með hópunum undir lok rannsóknartímabilsins. Meðalaldur breytist lítið eftir árið 1944. Samsetning sjúklingahópsins eftir sjúkdómsgreiningum hefur breyst og sjúklingar með ákveðna geðsjúkdóma þurfa fremur á endurinnlögnum að halda en aðrir. Rétt væri að huga sérstaklega að stuðningskerfi þeirra eftir útskrift, svo draga megi úr þörf á endurinnlögnum. Stofnunin þarf sífellt að aðlagast breyttum þörfum sjúklinga. SUMMARY The Department of Psychiatry at the National University Hospitals of Iceland was founded in the year of 1907. The aim of this survey was to study the changes in all admissions to the department during the period 1909- 1984. The number of first admissions, number of re-admissions and number of re- admitted patients are shown. The survey also includes comparison of gender, mean age and diagnostic groups. There were altogether 5734 admissions of 3224 patients. The number of males was 2039 and of females 1185. Males were admitted 3698 times and females 2036 times. The mean age of patients was rather constant after the year 1939, for males 41.0 years and for females 44.3 years. The number of admissions increased greatly after the year 1959. The number of first admitted patients was relatively constant after the year 1964. The number of re-admissions continued to increase until the year 1979. In this study the patients were divided into four diagnostic groups: Schizophrenia, manio- depressive psychosis, alcohol and drug abuse, and other mental disorders. The main increase was among patients in the group of alcohol and drug abuse. HEIMILDIR 1. Þorsteinsson GA. Athugun á innlagnartíðni og dvalartíma sjúklinga á Kleppsspítalanum 1951-1970. Læknablaðið 1974; 59; 197-204. 2. Helgason T. Stutt ágrip af sögu Kleppsspítalans. Læknablaðið-1983; Fylgirit 17: 3-7. 3. Heilbrigðisskýrslur 1914-1984. Reykjavík: Landlæknisembættið. 4. Jónsson V, Blöndal LH. Geðveikrahælið að Kleppi/ Kleppsspítali. Læknai á fslandi II. 2. útg. Reykjavík: Læknafélag fslands og ísafoldarprentsmiðja, 1970; 378-81. 5. Ödegard Ö. Utskrivningsmönsti'et fra norske psykiatriske sykehus för og etter den modeme medikamentbehandling. Nord Med 1963; 70: 961-5. 6. Shepherd M, Goodman N, Watt DC. The application of Hospital Statistics in the evaluation and

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.