Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Síða 5

Læknablaðið - 15.12.1992, Síða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78 : 395-404 395 Lárus Jónasson11, Jónas Hallgrímsson11, Helgi Sigvaldason21, Guóríður Ólafsdóttir21, Hrafn Tulinius21 MAGAKRABBAMEIN í ÍSLENDINGUM 1955- 1984: Afturskyggn rannsókn á melngerö og staðsetningu æxla í mögum teknum meö skurðaðgerð ÁGRIP Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna meingerð og staðsetningu magakrabbameina í mögum sem teknir voru með skurðaðgerð á íslandi á tímabilinu 1955-1984. Þessi efniviður þykir áreiðanlegri til mats á vefjagerð og staðsetningu æxlis en efniviður fenginn við krufningu og magaspeglun. Efniviður var fenginn úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands og frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Gengust 1034 íslendingar undir skurðaðgerð með brottnámi magans vegna magakrabbameins á rannsóknartímabilinu. Vefjasýni úr þeim voru endurmetin með smásjárskoðun og æxlunum skipt í tvær meingerðir. annars vegar garnafrumukrabbamein (carcinoma intestinale) og hins vegar dreifkrabbamein (carcinoma diffusum). Endanlegur fjöldi æxla til rannsóknar var 1018. Lækkun tíðni magakrabbameina teknum með skurðaðgerð var meiri vegna fækkunar garnafrumukrabbameina en dreifkrabbameina. Hjá körlunt lækkaði tíðni dreifkrabbameina hlutfallslega jafn mikið og garnafrumukrabbameina, en hjá konunt lækkaði eingöngu tíðni gamafrumukrabbameina. Tíðni æxla í nærhluta ntagans (cardia) hjá körlum jókst á síðari hluta rannsóknartímabilsins á meðan hún lækkaði stöðugt á öðrum svæðum magans. Aukningin í nærhluta var öll vegna gamafrumukrabbameina hjá báðum kynjum. Æxli í nærhluta hjá konum voru fá og öll af garnafrumugerð. Frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræðiI, og Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands2*. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Jónas Hallgrímsson, pósthólf 1465, 121 Reykjavík. Dánarlíkur sjúklinga með magakrabbamein jukust með hækkandi aldri. Dánarlíkur vegna æxla í nærhluta magans voru 56% hærri en vegna æxla á öðrum svæðum magans. Lifun sjúklinga eftir magaskurðaðgerð batnaði um 37% á rannsóknartímabilinu. Þótt mismunandi tíðni og útbreiðsla garnafrumukrabbameina «og dreifkrabbameina í maga hafi almennt verið talin benda til ólíkra orsaka er ýmislegt í okkar niðurstöðum sem samræmist ekki þeirri skoðun. Hugsanlega er aðeins um að ræða mismunandi viðbrögð magaslímhúðar við sömu áreitum. Slímhúðarbólga og kyn kunna að leiða til ólíkra viðbragða og þannig til mismunandi meingerða æxla. Síðustu áratugi hefur nýgengi magakrabbameins lækkað stöðugt bæði hjá þjóðum með hátt og tneð lágt nýgengi. Lækkunin hefur verið töluvert meiri hjá þjóðum með hátt nýgengi og þar á meðal hjá Islendingum. Niðurstöður erlendra rannsókna og nýlega birtrar íslenskrar rannsóknar á óvöldum efniviði hafa sýnt að þessa lækkun á nýgengi megi helst rekja til fækkunar á garnafrumukrabbameinum og síður til fækkunar dreifkrabbameina. Sama niðurstaða hefur orðið úr þessari rannsókn sem gerð var á sérstaklega völdum efniviði. INNGANGUR Lengi hefur verið kunnugt að íslendingar hafa verið meðal þjóða sem hafa hæst nýgengi krabbameina í meltingarfærum og þar á meðal magakrabbameins (1,2). Síðustu áratugi hefur nýgengi magakrabbameins lækkað stöðugt, bæði hjá þjóðurn með hátt og með lágt nýgengi (3). Lækkunin hefur þó verið töluvert meiri hjá þjóðum með hátt nýgengi og þar á meðal hjá Islendingum (4,5). Nýgengi á Islandi hjá körlum lækkaði

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.