Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 213-8 213 Sigurður Guðmundsson VARNARMEÐFERÐ MEÐ SÝKLALYFJUM VIÐ SKURÐAÐGERÐIR OG SLYS - RÁÐLEGGINGAR GAGN VARNARMEÐFERÐAR Varnarmeðferð með sýklalyfjum hefur rutt sér til rúms sem nauðsynlegur þáttur í undirbúningi og meðferð fyrir skurðaðgerðir, enda hafa viðamiklar og fjölmargar rannsóknir undanfarin 30 ár sýnt fram á gildi slíkrar meðferðar (1-3). Tíðni sýkinga eftir skurðaðgerðir er háð ýmsum þáttum (4- 6), en þar bera einna hæst tegund aðgerðar og lengd, ástand sjúklings og ónæmiskerfis hans, og hvort aðgerð er gerð á hreinu skurðsvæði (liða- og æðaaðgerðir, kviðslit), hreinu-menguðu (aðgerðir á meltingarfærum, öndunarfærum, þvagfærum, og svo framvegis) eða óhreinu svæði (sýkt aðgerðarsvæði, ígerð). Sýkingatíðni við hreinar aðgerðir er mjög lág, 1-2%, og hefur einungis verið unnt að sýna óyggjandi fram á gildi varnarmeðferðar við aðgerðir þar sem aðskotahlut (gerviloka, -liður, -æð og svo framvegis) er komið fyrir. Nýlegar athuganir á varnarmeðferð við brjósta- og kviðslitsaðgerðir benda þó til að gildi hennar sé víðtækara en að ofan greinir, en þær rannsóknir þurfa þó staðfestingar við (7). Varnarmeðferð með sýklalyfjum er ekki síður gagnleg við hreinar-mengaðar aðgerðir, þar sem notkun sýklalyfja fyrir aðgerð hefur dregið allt að tífalt úr tíðni sárasýkinga (úr ~10% í ~1%). Færri athuganir hafa verið gerðar á gildi varnarmeðferðar með sýklalyfjum við slys. Flestir eru þó sammála um að venjuleg sár beri ekki að meðhöndla, með þeim undantekningum þó sem getið er í leiðbeiningunum hér síðar í greininni um slys, til dæmis bitsár, jarðvegsmenguð sár, gömul sár og fleira (19,20). Enginn vafi leikur Frá lyflækningadeild Borgarspítala og læknadeild Háskóla ís- lands. hins vegar á gagni varnarmeðferðar við opna áverka á kviði og opin beinbrot (17,19,21). VAL SÝKLALYFS Val sýklalyfs til varnarmeðferðar er ýmsu háð, verkunarmáta, lyfferli og lyfhrifum, kostnaði, aukaverkunum, sýklaflóru og næmi á hverjum stað (8,9). Því er ljóst að ekkert lyf er hið eina rétta í þessu efni. I leiðbeiningum þeim sem hér fara á eftir er mælt með cefazólíni í velflestum tilvikum. Lyfið er cephalósporín af fyrstu kynslóð, með virkni gegn methícíllín- næmum klasakokkum (Staphylococcae), keðjukokkum (Streptococcae), algengum gram-neikvæðum stafbakteríum, til dæmis E. coli, K. pneumoniae og indol-neikvæðum Proteus. Lyfið hefur nokkra verkun gegn gram-jákvæðum loftfælnum sýklum. Líklega hefur ekkert lyf verið rannsakað jafn rækilega og cefazólín í þessu skyni og eru margar rannsóknir á öðrum lyfjum til vamar gegn skurðsýkingum miðaðar við cefazólín (2). Lyfið hefur lengri helmingunartíma en flest lyf önnur úr sama flokki, 1,5-1,8 klukkustundir. Að sjálfsögðu koma önnur lyf til greina í stað cefazólíns. Má þar fyrst nefna önnur fyrstu kynslóðar cephalósporín, til dæmis cefradín (Velosef ®), sem lengi hefur verið notað hérlendis. Enginn munur er á verkunarmynstri cefazólíns og cefradíns, en cefazólín hefur lengri helmingunartíma sem er augljós kostur, og reyndar forsenda einskömmtunar lyfsins í varnarskyni (sjá síðar). Ennfremur er ástæða til að benda sérstaklega á cloxacillín og skyld ísoxazólyl penicillínsambönd (reyndar er sjálfsagt að nota þau sem aðallyf við beina- og gangráðsaðgerðir þar sem aðrir sýklar en klasakokkar koma vart til greina). Til greina koma ennfremur clindamýcín (þar sem búast má við klasakokkasýkingum) eða jafnvel cotrímoxazól í sumum tilvikum og svo framvegis. I stað clindamýcíns gegn loftfælnum bakteríum má nota metrónídazól, í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.