Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 16
224 LÆKNABLAÐIÐ Hjartavernd voru frá einstaklingum sem komu til rannsóknar á nokkurra vikna tímabili. Hluti þeirra var úr slembiúrtaki sem notað hefur verið til faraldsfræðilegra rannsókna á sjúkdómum meðal íslendinga (89 sýni) (tafla I). Öll þau sýni voru frá einstaklingum eldri en 55 ára en önnur sýni frá Hjartavernd voru frá fólki á ýmsum aldri sem komu til rannsóknar af eigin hvötum eða vegna ábendingar læknis. Til mótefnamælinganna voru notuð efni (kit) frá Organon-Teknika (Turnhout, Belgíu). Annars vegar voru mæld heildar (total) mótefni gegn lifrarbólguveiru A og hins vegar mótefni af IgM gerð, sem gefa til kynna nýlega sýkingu. Mælingarnar byggjast á ELISA aðferð (enzyme-linked- immunosorbent-assay). Til staðtölulegs mats á hinum ýmsu hópum var beitt kí-kvaðratprófi (3). NIÐURSTÖÐUR Mynd 1 sýnir fjölda innsendra sýna sem á voru gerðar mælingar á mótefnum gegn lifrarbólguveiru A á tímabilinu apríl 1988- aprfl 1991. A mynd 2 er sýndur fjöldi einstaklinga sem reyndust hafa nýja eða mjög nýlega sýkingu, það er jákvætt IgM. Er þar aðeins um að ræða 16 sjúklinga á þremur árum. Ekki voru til nákvæmar upplýsingar um alla, en vitað var um þrjá sem sýkst höfðu á ferðum erlendis auk eins erlends ferðamanns. Hægt var að rekja eitt tilfelli til sambands við utanlandsfara sem veiktist. Vitað var um fjóra sem misnotuðu áfengi eða vímuefni, þar af voru tveir sprautufíklar. Mynd 3 og tafla II sýna algengi mótefna miðað við aldur, í fyrrgreindu úrtaki frá Hjartavernd og Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði. Marktækur munur var á algengi mótefna eftir aldri einstaklinga (P< 0,001). Aukning algengis er mest hjá fólki sem fætt er í byrjun seinni heimsstyrjaldar, það er að segja fólki sem er 50-54 ára nú. Ekki reyndist marktækur munur milli kynja á algengi heildarmótefna gegn lifrarbólguveiru A (P> 0,05) og ekki var heldur marktækur munur milli slembiúrtaks Hjartaverndar og annarra sýna frá Hjartavernd og Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði (tafla I). Tafla I. Sanianburður á slembiúríaki Hjartaverndar annars vegar og öðrum sýnum frá Hjartavernd og Rannsóknastofu Háskólans í veirufrœði hins vegar með tilliti til fjölda einstaklinga með heildarmótefni gegn lifrarbólguveiru A. Ekki reyndist marktœkur munur milli hópanna. Úrtak án slembiúrtaks Hjartaverndar Slembiútrak Hjartaverndar Aldur Einstak- lingar Einstakl með mótefni (%) Mótefni Einstak- lingar Einstakl. með (%) mótefni Mótefni 55-59 .. 63 10 (15,9) 22 4 (18,2) 60-64 . 69 24 (34,8) 9 2 (22,2) 65-69 . 58 22 (37,9) 6 1 (16,7) 70-74 . 39 19 (48,7) 25 13 (52,0) >75.. . 61 39 (63,9) 27 20 (74,1) Tafla II. Fjöldi einstaklinga í úrtaki og algengi heildarmótefna gegn lifrarbólguveiru A. Munur milli kynja var ekki marktœkur. Með mótefni Aldur Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls (%) 15-19 39 33 72 0 1 1 (1,4) 20-24 32 51 83 0 0 0 (0,0) 25-29 51 67 118 0 2 2 (1,7) 30-34 39 45 84 0 0 0 (0,0) 35-39 67 33 100 3 0 3 (3,0) 40-44 60 44 104 3 0 3 (2,9) 45-49 61 33 94 2 2 4 (4,3) 50-54 36 30 66 6 5 11 (16,7) 55-59 31 54 85 5 9 14 (16,5) 60-64 32 46 78 12 14 26 (33,3) 65-69 24 40 64 7 16 23 (35,9) 70-74 35 29 64 18 14 32 (50,0) >75. 35 53 88 21 38 59 (67,0) Alls 542 558 1100 77 101 178 (16,2) UMRÆÐA A rannsóknartímabilinu greindust aðeins 16 tilfelli bráðrar sýkingar af völdum lifrarbólguveiru A. Er þetta lága nýgengi í samræmi við heilbrigðisskýrslur síðustu áratuga, þar sem oftast er aðeins greint frá örfáum tilfellum lifrarbólgu A (icterus epidemicus) árlega og einnig fytxi athugunum á veirugulu sem fram hafa farið hérlendis (2,4,5). Þess ber að geta að einnig fer fram greining á lifrarbólgu A á Borgarspítalanum í Reykjavík. Þótt ekki sé hægt að fullyrða um uppruna smits í öllum þessum 16 tilfellum vegna skorts á upplýsingum eru nokkur þeirra tengd utanlandsferðum. Einnig kom upp tilgáta um óvenjulega smitleið, það er eftir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.