Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 48
254 LÆKNABLAÐIÐ 1B 1D Mynd. Heilciblóðflœði með »bolus-aðferð«. A: Slagœðafasi. Jafnhliða (symmetriskt) flœði í carolis œðum og heilaslagœðum heilbrigðs einstaklings sex til níu sekúndum eftir inngjöf 99mTc- perteknetats. B: Sama í einstaklingi með heiladauða. Ekkerl flœði ofar en í neðsta hluta carotis œða. C: Venufasi. Jafnhliða flœði i heilbrigða einstaklingnum 24-27 sekúndum eftir inngjöf. Sinus sagittalis er mest áberandi. D: Sama í heiladauða einstaklingnum. Ekkert flœði í heila, eingöngu bakgrunnsgeislun og flœði í húð. 24-27 sekúndum eftir inngjöf geislavirka efnisins. Það sést að engin geislavirkni kemst lengra en rétt upp í neðsta hluta arteria carotis communis, og samrýmist það heilabjúg og þrýstingshækkun innan höfuðkúpu. Til samanburðar er eðlilegt flæði sýnt á mynd 1A og 1C. Það virðist nú orðið mjög algengt í Bandaríkjunum að ísótópaaðferð sé beitt til greiningar heiladauða (3). Við tölvuleit fundust 27 greinar um þetta efni frá árunum 1985 til 1992, þar af þrjár frá árinu 1992. Greinahöfundum ber að jafnaði saman um að ísótópaaðferð sé einföld og örugg til greiningar heiladauða. í þessum greinum er raunar ýmist fjallað um þá aðferð, sem lýst er hér að ofan, eða aðra aðferð sem rutt hefur sér til rúms á síðustu árum, en hún felst í því að gefið er inn geislavirkt, fituleysanlegt efni, sem fer yfir blóð-heila þröskuldinn (BBB) og binst heilafrumum, til dæmis 123-I-amphetamine og 99mTc- HMPAO. Þessi efni eru hin sömu og notuð eru við ísótópa-sneiðmyndarannsókn (SPECT) af heilablóðflæði, meðal annars til mismunagreiningar á vitglöpum. Þessi aðferð hefur það fram yfir fyrrnefndu aðferðina til greiningar heiladauða, að ekki þarf að hafa gammamyndavél yfir höfði sjúklingsins þegar efninu er sprautað í æð, heldur má taka kyrrmyndir af geislavirkni í heilanum einhvern tíma á næstu klukkustundum eftir inngjöf. Eftir tvær mínútur frá inngjöf hafa um 5% efnisins bundist heilafrumunum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.