Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
215
notkun sýklalyfja í varnarskyni og byggja
hana á þeirri þekkingu sem til reiðu er á
hverjum tíma, enda mikilvægt ef unnt væri
að fækka skurðsýkingum enn frekar. Þá má
minna á að um fjórðungur lyfjakostnaðar
sjúkrahúsa hérlendis fer til sýklalyfjakaupa
og þar af má gera ráð fyrir að um 30% séu í
varnarskyni.
LEIÐBEININGAR
Aðgerðir Líklegir sýklar Lyf
HJARTA- OG ÆÐAR (1,2,7,11) Hjarta Gervilokur, kransæðar, aðrar opnar hjartaaðgerðir S. aureus, S. epidermidis, Corynebacteriae, gram-neikvæðar stafbakteríur Cefazólín 1 g i.v.x3 í 1-2 d.
Gangráðir S. aureus, S. epidermidis Cefazólín 1 g i.v. X1
Æðar Kviðarhluti ósæðar, gerviæð, aðgerðir í nára S. aureus, S. epidermidis, gram-neikvæðar stafbakteríur Cefazólín 1 g i.v. X3 í 1-2 d.
BEIN OG ÚTLIMIR (1,2,11,12) Gerviliður, innri spenging eða negling brota, hryggspenging S. aureus, S. epidermidis Cefazólín 1 g i.v. X1-3 (+ gentamícín-cement, þar sem það á við)
Aflimun vegna dreps S. aureus, gram-neikvæðar stafbakteríur, Clostridiae Cefazólín 1 g i.v. X3 í 1-2 d.
HEILI-TAUGAR-AUGU (1,2,10,13,14) Kúpuopnun (craniotomia) S. aureus, S. epidermidis Cefazólín 1 g i.v.xl-3 (a.m.k. við enduraðgerðir og aðgerðir með smásjá)
Samveita (CSF shunt) Ekki sýnt fram á óyggjandi árangur varnarmeðferðar
Brjósklos Varnarmeðferð þarflaus
Augnaðgerðir S. aureus, S. epidermidis, keðjukokkar, gram-neikvæðar stafbakteríur, þ.m.t. Pseudomonas Gentamícín eða framýcetín (Soframycin®) augndropar í 2-24 klst. fyrir aðgerð
HÖFUÐ OG HÁLS (1,2,10,14) Háls- og nefkokseitlar, nef og miðnesi (rhinoplasty) Varnarmeðferð óþörf
Munnhol, kok opnað, (einkum krabbameinsaðgerðir), barkaskurður (tracheostomia) S. aureus, keðjukokkar, loftfælnar bakterfur Cefazólín 2 gxl eða clindamýcín 600 mgx1
BRJÓSTHOL (7) Brottnám lunga (pneumonectomia, lobectomia) S. aureus, keðjukokkar, loftfælnar bakteríur Cefazólín 1 gxl-3
Brjóstholskeri (thoraxdren) Varnarmeðferð óþörf
Brjóstaaðgerð (mastectomia) Varnarmeðferð líklega óþörf
KVIÐARHOL Magi/smáþarmar (1,2,10) Blæðandi magasár, magakrabbamein, langvarandi H^-hemlameðferð, magagat (gastrostomia) gert gegnum húð með speglun Gram-neikvæðar stafbakteríur, gram-jákvæðir kokkar Cefazólín 1 gx1-3