Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 221 statína við allháu kólesteróli í blóði. Það er þó enn álitamál hvað sé æskilegt viðmiðunarkólesterólgildi sem stefnt skuli að með slíkri meðferð. Hóprannsókn Hjartaverndar og fleiri rannsóknir hafa sýnt glögglega að því lægra sem kólesterólgildið er því minni sé áhættan á kransæðasjúkdómi (11,12). Þetta gildir bæði fyrir karla og konur, að minnsta kosti til sjötugs. Það getur þó ekki talist fýsilegt að allir sem hafa kólesterólgildi á bilinu 8-9 mmól/1 séu lækkaðir með lyfjum niður í 5 mmól/1 eða langt niður fyrir meðalgildi Islendinga sem er rúm 6 mmól/1 um fimmtugsaldur (12,13). Því væri eðlilegra að miða við að koma þessum einstaklingum niður að meðalgildinu. I þessum rannsóknarhópi náðist meira en helmingurinn niður fyrir 6,75 mmól/1 (260 mg/dl) með minnsta skammti af pravastatíni. Vert er að benda á að svörunin reyndist verulega mismunandi, eða 5-25%, sem einnig undirstrikar mikilvægi þess að reyna fyrst lægstu mögulega skammta. Hafi sjúklingur hins vegar þegar einkenni um kransæðasjúkdóm eða slagæðasjúkdóm má vel vera að ásetningarmörkin eigi að vera lægri (5 mmól/1) og þá þarf að sjálfsögðu stærri lyfjaskammta. Nokkur lækkun varð einnig á þríglýseríðum (20%), væntanlega vegna minni framleiðslu lifrar á VLDL (1). Ómarktæk breyting varð hins vegar á HDL. Hámarks kólesteróllækkun virtist vera náð eftir fimm vikna meðferð. I samanburði við aðrar rannsóknir þar sem notaðir voru stærri skammtar af pravastatíni sést að samband skammtastærðar og kólesteróllækkunar er ”log-linear”, það er 10 mg af pravastatín gefa nálægt 20% lækkun, 20 mg um 28% og 40 mg um 32% lækkun á heildarkólesterólgildi (1,14). Því fæst tiltölulega mest lækkun við lágskainmtameðferð. Svipað hefur einnig fundist með gjöf á gallsýrubindandi resinum (Questran) (15) og því mætti vænta mestrar lækkunar með samgjöf á lágum skömmtum þessara tveggja lyfjaflokka sem verka vel saman. Heildarlækkun á kólesteróli er meiri þegar saman fara sérfæði og statín heldur en með lyfinu einu saman, en breyting á kólesteróli sem hundraðshlutfall er sú sama hvort sem einstaklingurinn er á sérfæði eða ekki (16). Meðallækkun á kólesteróli sem fæst með mataræðinu einu er að jafnaði um 15% (17). Til að fá sem allra mesta kólesteróllækkun er því mikilvægt að viðkomandi einstaklingar haldi áfram á sérfæði samfara lyfjatökunni. Með lyfjagjöf einu sinni á dag fæst meiri verkun ef pravastatín er gefið að kvöldi, væntanlega vegna meiri kólesterólmyndunar í lifur að nóttu (14). Við hámarks skammtagjöf fæst þó meiri verkun með því að gefa lyfið að morgni og kvöldi og með því móti fæst einnig lægri lyfjaþéttni í blóði og því hugsanlega síður aukaverkanir (18). Pravastatín er vatnssækin sameind í samanburði við önnur statín (lovastatin, simvastatin) sem eru fitusækin. Sem vatnssækið lyf er pravastatín síður tekið upp af öðrum frumum en lifrarfrumum (19). Hvort þetta hefur áhrif í sambandi við hugsanlegar aukaverkanir er enn umdeilt, til dæmis hvort svefntruflanir séu algengari af völdum fitusækinna lyfja (1,14). Engar klínískar aukaverkanir komu fram í rannsóknarhópi okkar né heldur kom fram hækkun á lifrarensímum eða kreatínfosfókínasa sem lýst hefur verið við stærri skammta statína (1,14). Aukaverkanir eru að sjálfsögðu ólfklegri við lágskammtameðferð sem jafnframt er mun ódýrari ef viðunandi kólesteróllækkun fæst, sem þessi rannsókn bendir til að oft fáist, ef upphafsgildi kólesteróls liggja á bilinu 7,5-9,0 mmól/1. SUMMARY The effectiveness of low-dose (10 mg) of pravastatin (HMG-CoA reductase inhibitor) was tested in 20 women and 16 men with moderate hypercholesterolemia (7.5-9.0 mmol/1). The participants continued their modified fat diet during the seven weeks of treatment and fasting blood lipids were measured at five and seven weeks. The mean serum cholesterol fell from 8.3 mmol/1 to 6.6 mmol/1 or by 19.7%. The responsiveness varied from 5-25%. The mean LDL-cholesterol fell by 24%, triglycerides fell by 20%, but no significant effect on HDL-cholesterol was observed. The LDL/HDL ratio fell by 27%. It is concluded that a small dose of a pravastatin (10 mg daily) is often effective enough in moderate hypercholesterolemia when dietary regimen fails. ÞAKKIR Höfundar þakka Bristol-Myers Squibb á íslandi fyrir að hafa látið í té pravastatín til rannsóknarinnar. Rannsóknarstöð

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.