Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 219-22 219 Gunnar Sigurðsson 1), Svanur Kristjánsson 2) LÁGSKAMMTAMEÐFERÐ STATÍNA VIÐ ALLHÁU KÓLESTERÓLI í BLÓÐI ÁGRIP Virkni lágskammtameðferðar pravastatíns (HMG-CoA hemill, sérlyf Lipostat®) til lækkunar kólesteróls í blóði var reynd í 20 konum og 16 körlum sem höfðu allhátt kólesteról (7,5-9,0 mmól/1) þrátt fyrir að hafa fylgt matarráðgjöf um þriggja mánaða skeið. Meðalgildi kólesteróls lækkaði úr 8,3 í 6,6 mmól/1, eða um 19,7% við 10 mg af pravastatíni að kvöldi. Meðalgildi LDL- kólesteróls féll um 24%, þríglýseríðar lækkuðu um 20% en HDL-kólesteról breyttist ekki marktækt. LDL/HDL-hlutfall lækkaði um 27%. Alyktun: Meðferð með litlum skömmtum af pravastatíni (10 mg daglega) er oft nægileg fyrir einstaklinga með allhátt kólesteról, þegar mataræðið eitt nægir ekki. INNGANGUR 3-hydroxy, 3-methylglutaryl co-enzyme A (HMG-CoA) redúktasa hemlar hafa verið í klínískri notkun frá 1987 (1,2). Þessi lyf (samheiti statín) hafa reynst kröftugri til lækkunar kólesteróls en fyrri lyfjaflokkar og jafnframt fylgikvillalítil. Aðalverkunarmáti þeirra er fólginn í því að minnka kólesterólmyndun lifrarfrumna með því að minnka virkni þess ensíms sem er hraðaákvarðandi í kólesterólmynduninni. Þetta leiðir aftur til þess að lifrarfrumurnar taka upp meira af LDL-kólesteróli úr millifrumuvökvanum til myndunar gallsýra (3). Afleiðingin er því aðallega lækkun á LDL-kólesteróli í blóði. Enda þótt fjölmargar rannsóknir hafi sýnt að hámarksskammtar þessara lyfja lækki LDL-kólesteról um nær 40% (1,2) hafa áhrif minni skammta lítið verið könnuð, Frá 1) lyflækningadeild Borgarspítalans og læknadeild H.Í., 2) göngudeild Landspítalans fyrir blóðfitumælingar. Fyrirspurnir, bréfaskipti; Gunnar Sigurðsson, lyflækningadeild Borgarspítalans, 108 Reykjavík. einkanlega í einstaklingum með væga hækkun á kólesteróli. I þessu skyni höfum við kannað áhrif pravastatín (Lipostat®) 10 mg að kvöldi (hámarks dagskammtur 40 mg) meðal 16 karla og 20 kvenna. Þessir einstaklingar höfðu fyrst verið á kólesteróllækkandi fæði í meira en þrjá mánuði. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Þrjátíu og sex einstaklingar, 20 konur og 16 karlar á aldrinum 24-67 ára, tóku þátt í rannsókninni. Allir þessir einstaklingar höfðu fyrst verið á kólesteróllækkandi fæði í meira en þrjá mánuði en höfðu þrátt fyrir það allverulega hækkun á kólesteróli, á bilinu 7,5- 9,0 mmól/1 eða 290-348 mg/dl (endurtekið). Þeim var ráðlagt að halda áfram sama mataræði og jafnframt að taka pravastatín- töflu (10 mg) að kvöldi (sjá mynd). Blóðfitur voru mældar eftir fimm og sjö vikna meðferð, fastandi að morgni. Meðferð var síðan stöðvuð og blóðfitur mældar að nýju fimm vikum síðar. Þátttakendur voru ekki á öðrum blóðfitulækkandi lyfjum. Mœlingar: Heildarkólesteról og þríglýseríðar voru mæld í sermi með vélvæddri ensím- lithvarfs aðferð (Cobas Mira, Roche) á Rannsóknarstöð Hjartaverndar. HDL-kólesteról var mælt eftir útfellingu annarra fituprótína með fosfótungstatsýru/magnesíum. LDL- kólesteról var reiknað út frá jöfnu Friedewalds (4). LDL-kólesteról = heildarkólesteról 4- HDL- kólesteról 4- (þríglýseríðar/2,17). Þyngd var mæld fyrir og eftir sjö vikna meðferð. Samþykki allra einstaklinga lá fyrir áður en rannsókn var hafin. Tölfrœði: Við samanburð var notað parað stúdents t-test. NIÐURSTAÐA Enginn marktækur munur var á meðalgildum eftir fimm og sjö vikna meðferð og því var

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.