Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 32
238 LÆKNABLAÐIÐ upp erlendis, en komu til enduraðgerðar á Landspítala (hópur 2). Hópur 1, sjúklingar skornir upp á Landspítala: A tímabilinu 14. júní 1986 til ársloka 1991 voru gerðar 616 aðgerðir á Landspítala, þar sem hjarta- og lungnavél var notuð, 556 kransæðaaðgerðir, 47 hjartalokuskipti og í sumum tilvikum aðrar aðgerðir einnig, 11 lokanir á opi milli framhólfa og tvær aðgerðir vegna gúls á meginslagæð (tafla I). Hópur 2, sjúklingar skornir upp erlendis: Á tímabilinu 1. janúar 1983 til 31. desember 1986 gekkst 481 Islendingur undir opnar hjartaaðgerðir erlendis, börn eru ekki talin með. Kransæðaaðgerðir voru gerðar á 410 sjúklingum, lokuaðgerðir og aðrar aðgerðir voru gerðar á 71 sjúklingi (tafla I). Þessir sjúklingar voru lang flestir skornir upp í London, flestir þeirra á Brompton sjúkrahúsinu en einnig nokkrir á St. Thomas og Guy’s sjúkrahúsunum en fáir á öðrum. Til Bandaríkjanna fór eitthvað af sjúklingum til aðgerðar en þeir voru ekki margir vegna kostnaðarmunar, en kostnaður var meiri þar en í Englandi. Sjúklingar skornir upp erlendis komu til Islands venjulega 10 til 14 dögum eftir aðgerð og voru þá lagðir inn á hjartadeildir sjúkrahúsanna í nokkra daga. AÐFERÐIR Hópur 1: Á Landspítala fóru allir sjúklingar í klórhexidín bað (Hibiscrub® 4%), kvöldið fyrir aðgerð og einnig að morgni aðgerðardags. Aðgerðarsvæði var rakað að morgni fyrir aðgerð í fyrstu, en í ársbyrjun 1990 var farið að gera það að kvöldi. Framan af fengu sjúklingar í lyfjaforgjöf kloxacillín 1,5 g (Orbenin®) gefið í æð og eftir innleiðslu svæfingar voru þeir þvegnir með povidon-iodine lausn (Betadine®, surgical scrub 7,5%), síðan var þerrað með povidon-iodine alkóhóllausn (Betadine®, alcoholic solution 10%). í ársbyrjun 1990 var þessu breytt og farið að þvo húð með klórhexidínspritti 5 mg/ml. Umgangur um skurðstofu var hafður sem minnstur. Allar hjartaaðgerðirnar voru gerðar með því að kljúfa bringubein eftir endilöngu, þess var gætt að vera í miðlínu og fara varlega með beinið. í lok aðgerðar var bringubeinið síðan vírað saman með sex sterkum stálvírum Tafla I. Fjöldi hjartaaðgerða hérlendis frá 1986-1991 (hópur 1). Fjöldi hjartaaðgerða erlendis 1. janúar 1983 - 31 desember 1986 (hópur 2). Aðgerðir Fjöldi Meðalaldur Aldursbil Hópur 1: Kransæöaaðgerö . . 556 59,0 31-78 Lokuaðgerð og aðrar .. 47 63,9 31-77 Op milli framhólfa 11 43,8 22-65 Gúlar á meginslagæð í brjóstholi 2 62,5 51-75 Alls 616 Hópur 2: Kransæðaaðgerð . . 410 59,9 34-78 Lokuaðgerð og aðrar .. 71 58,0 16-76 Alls 481 Tafla II. Sýklar sem rœktuðust frá sárum og bióði. Hópur 1 Hópur 2 Staphylococcus aureus.............. 1 11 Staphylococcus kóagúlasa neikvæður 3 5 Corynebacterium sp................ 1 Corynebacterium sp. og S. aureus .. 1 Klebsiella oxytoca................. 1 Ræktun neikvæð..................... 4 1 Samtals. 9 19 Tafla III. Fjöldi enduraðgerða vegna loss eða sýkingar. Hópur 1 Hópur 2 Fjöldi sjúklinga ... 616 481 Enduraðgerðir 9(1,5%) 25 (5,1%)* vegna loss 0 6 vegna sýkingar 9 19 * kí-kvaðrat = 12,544, p< 0,001, áhætta (risk ratio) 3,7 [95% vissumörk (confidence limit) 1,8-7,6] (Surgical Steel no. 6, Ethicon, Edinborg, Skotland) en hjá stórum, þungum sjúklingum og hjá sjúklingum nteð lélegt bringubein voru settir viðbótarvírar. Sárinu var lokað í lögum með 0 polyglactin (Vicryl®) í undirlag, og nr. 000 polyglactin (Vicryl®) í húð (intracutan). Hópur 2: Sjúklingar, sem voru skornir erlendis komu til Islands 10-14 dögum eftir aðgerð og voru lagðir inn á hjartadeildir spítalanna. Undirbúningur aðgerða hjá þessum sjúklingahópi var mismunandi á þessu tímabili, bæði hvað varðar þvott, sýklalyf og rakstur á skurðsvæði, en erfitt var að fá nákvæmar upplýsingar um hvemig að var staðið. Bringubeininu var venjulega lokað með grennri vímm en notaður var hérlendis eða nr.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.