Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 239 4. í London var bringubeininu um tíma lokað með silki (Mersilk®), polyglactin (Vicryl®), eða næloni, en lokun á undirlagi og húð var eins og hérlendis. Aukakvillar varðandi bringubeinið voru tvennskonar. Annars vegar að festing á bringubeini hafði gefið sig en húðin heil, það er að segja los var á beininu, og hins vegar að festing á bringubeini hafði gefið sig, húð opnast og sýking komist niður í bein og miðmæti. Þannig var opið niður í fremra miðmæti með mismunandi alvarlegri sýkingu í undirlagi, beini, miðmæti og ef til vill einnig sýkingu í blóði. Þegar um var að ræða sýkingu eftir aðgerð voru báðir þessir hópar (1 og 2) meðhöndlaðir á svipaðan hátt. Tekin var ræktun úr skurðsári og blóði (tafla II) og sjúklingar settir á sýklalyf. Val sýklalyfja fór eftir ræktun og næmisprófi. Síðan var skurðurinn alveg opnaður. Örvefur og sýktur vefur voru hreinsaðir af skurðfleti bringubeins og sýktur vefur fjarlægður úr miðmæti, eins vel og gerlegt var. Ræktunarsýni voru alltaf tekin í aðgerð. Miðmæti hafði lokast vel hjá öllum þessum sjúklingum, þannig að sýking náði ekki lengra niður en í fremra miðmæti. Sárkantar voru skornir að heilbrigðum vef, sárið skolað með saltvatni, grófir kerar (no. 28-32 F) settir undir bringubein og teknir út á húð fyrir neðan. Bringubeinið var síðan fest með grófum, sterkum vírum (no. 6) og tryggt að þeir hefðu góða festu og að beinið væri fast. Sárinu var síðan lokað í lögum. Val sýklalyfja áður en ræktun var komin fór eftir ástandi sjúklinga. Þeir sem voru með svæsna sýkingu og sýkingu í blóði, fengu allir kröftuga sýklalyfjameðferð fyrir aðgerð. Lyfin voru cefradín 1 gx4 (Velosef®) eða kloxasillín 1-2 gx4 (Orbenin®), gentamícín 80 mgx3 (Garamycin®), metrónídazól 400 mgx3 (Flagyl®) eða clindamýcín 600 mgx3 (Dalacin®) gefin í æð á sólarhring. Sýklalyfjum var síðan breytt eftir að ræktunarsvar var komið ef þörf var á. Sjúklingar voru frá fimm dögum upp í fjórar vikur á sýklalyfjagjöf í æð og þegar sjúklingur var orðinn hitalaus, sár gróin og bringubein fast var lyfjagjöf hætt. Ef grunur var um beinátu var sýklalyfjagjöf haldið áfram í nokkrar vikur og sjúklingnum fylgt eftir. Tegundir þeirra lyfja, sem notuð voru eftir að ræktunarsvar barst voru eftirfarandi: vankómýcín 500 mgx4 (Vancocin®) eða kloxacillín 500 mgx4 (Orbenin®), með eða án rífampísíns 400 mgx3 (Rimactane®). Kerar voru inni í mislangan tíma eftir aðgerð og fór það eftir sýkingu og hversu mikið kom í kerana. Þegar sjúklingur varð hitalaus og ekkert safnaðist fyrir, voru kerar fjarlægðir. Þetta gat verið frá fáum dögum allt upp í þrjár vikur. Þegar um los án sýkingar var að ræða var sárið opnað, sárkantar hreinsaðir og bringubeinið síðan vírað saman að nýju. Kerum var komið fyrir en sýklalyf voru ekki notuð eftir aðgerð ef ræktun var neikvæð. Tölfrceði: Kí-kvaðrat próf (Chi-square próf) var notað til að bera saman tíðni enduraðgerðarhópanna tveggja. P<0,05 var álitið tölfræðilega marktækt. NIÐURSTÖÐUR Hópur 1: Af 616 sjúklingum, sem skornir voru upp á Landspítala, fóru níu sjúklingar (1,5%) í enduraðgerð vegna sýkingar í bringubeini, en enginn vegna loss. Meðalaldur var 65 ár, aldursbil 51-72 ár (tafla III). Hjá fimm sjúklingum greru sárin á þremur vikum, hjá einum sjúklingi á tveimur mánuðum og hjá einum sjúklingi tók fulla 12 mánuði fyrir sárin að gróa til fulls. Tveir sjúklingar fengu hjartaáfall í aðgerð, síðar öndunarbilun, los og sýkingu í bringubein. Þeir voru endurvíraðir, en létust úr hjarta- og öndunarbilun 21 og 48 dögum eftir aðgerð. Legutími þeirra sjö sjúklinga sem lifðu var 10-36 dagar, meðaltal 24,7 dagar. Hópur 2: Af 481 sjúklingi sem skornir voru upp erlendis, fóru sex sjúklingar í enduraðgerð vegna loss á bringubeini og 19 sjúklingar vegna sýkingar í bringubeini eða miðmæti, samtals voru 25 sjúklingar endurskornir (5,1%). Meðalaldur þessara sjúklinga var 62 ár, aldursbil 44-75 ár (tafla III). Hjá þessum hópi voru legudagar eftir aðgerð 12 til 57, meðaltal 22,8 dagar. Af þeim 19 sjúklingum með sýkingu sem skomir voru erlendis, voru 14 sjúklingar grónir innan þriggja vikna. Þrír sjúklingar höfðu grunna sýkingu, sem greri innan 10 daga. Einn sjúklingur fékk beinátu í bringubeinið og var með útferð frá sárinu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.