Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Síða 27

Læknablaðið - 15.08.1993, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 233-6 233 NABLAÐIÐ THE IC u THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL l.æknafclag íslands og l.æknafclag Rcykjavikur 79. ARG. - AGUST 1993 Smitandi lifrarbólgur á íslandi í þessu tölublaði Læknablaðsins birtast greinar um lifrarbólgu A (1) og B (2) á Islandi. Þetta eru sjúkdómar sem valdið geta langvinnum veikindum og jafnvel dauða. Þá er mikilvægt að greina vegna þess að hægt er að koma í veg fyrir útbreiðslu þeirra og í sumum tilvikum er hægt að lækna viðvarandi lifrarbólgu B. Danski læknirinn Peter Anton Schleisner var trúlega fyrstur manna til að lýsa gulufaraldri á íslandi sem gekk yfir árin 1837-1838 (3). Síðan var aftur lýst nokkrum slíkum faröldrum í lok síðustu aldar (4). Framan af þessari öld var gula tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda á nánast hverju ári og gekk hún í stórum faröldrum á um það bil 10 ára fresti. Faraldrarnir hurfu upp úr miðri öldinni og eftir það voru einungis fá tilfelli skráð á ári hverju. Þessi sjúkdómur fór ekki fram hjá íslenskum læknum. Guðmundur Hannesson skrifaði um icterus epidemicus árið 1919 (5). Þar segir hann frá gulufaraldri sem kom upp í Reykjavík 1914 og hvernig hans varð vart næstu árin víða á landinu. Lögðust heilu fjölskyldurnar í þessum kvilla. Vöru sumir allþungt haldnir, rúmfastir með talsverðan hita í eina til tvær vikur. Guðmundur kvartaði yfir sinnuleysi lækna í »þessum háskólabæ« (Reykjavík) við að rannsaka þennan sjúkdóm enda taldi hann að Islendingar gættu frætt aðra um sjúkdóminn. Arið eftir lýsti Ingólfur Gíslason, héraðslæknir, gulusótt sem gekk í Vopnafjarðarhéraði 1918 (6). Sennilega var Ingólfur meðal fyrstu manna til að fara nærri um meðgöngutíma sjúkdómsins enda voru skilyrðin í fámennum byggðarlögum landsins ákjósanleg til að fylgjast með gangi hans. Taldi hann meðgöngutímann oftast vera eina til tvær vikur en gæti verið allt að fjórar vikur. Hann veitti því einnig athygli að ung börn og roskið fólk virtust ekki taka sjúkdóminn. Arinu áður en Ingólfur birti athuganir sínar hafði Svíinn Folke Lindstedt, trúlega fyrstur manna, lýst meðgöngutíma sjúkdómsins af nákvæmni og talið hann vera tvær til fjórar vikur og hugsanlega geta verið allt að sex vikur (7). Umferðargulan, icterus epidemicus, var að öllum líkindum lifrarbólga A enda benda mótefnamælingar í mismunandi aldurshópum Islendinga til þess, en þær sýna að flestir Islendingar, sem fæddir eru fyrir 1930, hafa slík mótefni (1,8). Eins og Ingólfur Gíslason benti réttilega á veikjast ungabörn ekki af sjúkdómnum. Þess vegna er lifrarbólga A ekki sýnileg þar sem hreinlæti er verulega ábótavant og smit það útbreitt að flestir einstaklingar smitast þegar á unga aldri. Því er það mótsagnakennt að sjúkdómurinn verður sýnilegur þegar hreinlæti eykst og hættan á smiti verður minni þannig að líkurnar á sýkingu verða háðar tímanum og aukast eftir því sem einstaklingur verður eldri. Þó er ósennilegt að lifrarbólgan hafi alltaf verið útbreidd hérlendis vegna fámennis og einangrunar þjóðarinnar fyrr á öldum. Þeir einstaklingar, sem veiktust af lifrarbólgu framan af þessari öld, voru á ýmsum aldri (8). Það bendir til þess að margir þeir, sem fæddir voru á öldinni sem leið, höfðu ekki komist í kynni við sjúkdóminn og voru því óvarðir honum þegar hann tók að breiðast út á fslandi eftir aldamótin og landsmönnum fór fjölgandi. Þá fyrst varð sjúkdómurinn landlægur. Því má ætla að sjúkdómurinn hafi fyrst borist endrum og eins til landsins á síðustu öld. Astæðan fyrir því að faraldrarnir hurfu upp úr miðri þessari öld er trúlega stórbætt hreinlæti og hugsanlega hafa mænusóttarfaraldrar, sem menn óttuðust mjög, stuðlað að auknu hreinlæti eftir að mönnum varð ljóst að sá sjúkdómur smitaði með saurmengun eins og lifrarbólga A. Raunar er hliðstæðan við mænusóttina augljós. Ef smitlíkur færast til eldri aldurshópa aukast líkur á alvarlegum sjúkdómseinkennum með lömunum. A síðustu áratugum hefur vaxandi hluti

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.