Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 50
256 LÆKNABLAÐIÐ greininni. Það hefur hinsvegar vakið furðu okkar, að þeir skuli afgreiða ísótópaaðferðir til greiningar heiladauða svo léttvægar og vitna ranglega í 23 ára gamla grein. í ljósi þess hve ísótópa-rannsóknirnar gefa afdráttarlaust svar, verður að telja það mjög villandi og beinlínis rangt að afgreiða þær einungis sem »tímafrekar og erfiðar í framkvæmd«. I eina skiptið sem ísótópaaðferð hefur verið notuð til greiningar heiladauða á Landspítalanum, sýndi sú aðferð ótvíræð merki um heiladauða rúmum sólarhring áður en fullnægjandi heilarit fékkst og gerð var fjögurra æða röntgenæðamyndataka með sömu niðurstöðu og fékkst úr ísótóparannsókninni. Af lestri greinar Goodmans og félaga sem og seinni greina, þar sem fjallað er um sama efni, verður ekki annað séð en að með ísótóparannsóknum megi á einfaldan hátt sjá, hvort um heiladauða er að ræða, þegar sjúklingar sýna klínísk merki um hann. Notkun þessarar aðferðar getur flýtt fyrir endanlegri greiningu heiladauða og jafnvel í stöku tilvikum komið í veg fyrir ranga greiningu hans. Með notkun 99mTc-HMPAO eða tilsvarandi efnasambanda má jafnvel hugsa sér að hægt sé að flýta greiningunni enn frekar með því að sýna fram á að »krítískir« eða »vital« hlutar heilans séu óstarfhæfir. Með tilliti til líffæragjafar er slíkt að sjálfsögðu afar mikilvæg spurning. Samkvæmt núgildandi íslenskum lögum á þó öll heilastarfsemi að vera hætt til þess að um heiladauða teljist vera að ræða. ÞAKKIR Páli Asmundssyni er þakkaður yfirlestur þessa bréfs og góðar ábendingar. HEIMILDIR 1. Kruse-Larsen C, Jónasdóttir E. Greining heiladauða. Læknablaðið 1992; 78: 151-4. 2. Goodman JM, Mishkin FS, Dyken M. Determination of brain death by isotope angiography. JAMA 1969; 209: 1869-72. 3. Kotlyarov EV, Sauter MK, Johnston GS, Sorandes T. Technetium-99m ceretec brain scan for assessment of brain death. J Nucl Med 1992; 33: 970 (abstract). 4. de la Riva A, González FM, Llamas-Elvira JM, et al. Diagnosis of brain death: Superiority of perfusion studies with 99Tcm-HMPAO over conventional radionuclide cerebral angiography. Br J Radiol 1992; 65: 289-94. 5. Galaske RG. Schober O. Bestimmung des Himtodes bei Kindern: 99mTc-HMPAO und 123J-Amphetamin- Szintigraphie als neue, nichtinvasive Methode. Wiener Klin Wochenschr 1988; 100: 555-61. 6. Pia HW. Brain death. Acta Neurochir (Wien) 1986; 82: 1-6. 7. Berlit P, Wetzel E. HM-PAO-Himblutfluðszinigraphie in der Manifestationsphase des Hirntodes. Nervenarzt 1992; 63: 101-4. 8. Abdel-Dayem HM. Bahar RH, Sigurðsson GH, Sadek S, Olivecrona H, Ali AM. The hollow skull: A sign of brain death in Tc-99m-HMPAO brain scintigraphy. Clin Nucl Med 1989; 14: 912-6. 9. Scwartz JA, Baxter J, Brill DR. Diagnosis of brain death by radionuclide cerebral imaging. Pediatrics 1984; 73:14-8. 10. Guidelines for the determination of death. Report of the medical consultants on the diagnosis of death to the president’s commission for the study of ethical problems in medicine and biomedical behavioral research. JAMA 1981; 246: 2184-6. 11. Guidelines for the determination of brain death in children. Task force for the determination of brain death in children: Pediatr Neurol 1987; 3: 242-3. 12. Goodman JM, Heck LL, Moore BD. Confirmation of brain death with portable isotope angiography: A review of 204 consecutive cases. Neurosurgery 1985; 16: 492-7. 13. Scwartz JA, Baxter J, Brill D, Burns R. Radionuclide cerebral imaging confirming brain death. JAMA 1983; 249: 246-7. 14. Reid RH. Gulenchyn KY, Ballinger JR. Clinical use of technetium-99m HMPAO for determination of brain death. J Nucl Med 1989; 30: 1621-6.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.