Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 40
246 LÆKNABLAÐIÐ milli reykinga, tannmissis og sjúklegs ástands í tannholdi. Þessi könnun rennir frekaii stoðum undir fyrri niðurstöður (1-3), að algjört tannleysi er algengara meðal reykingamanna af báðum kynjum. Munur þessi er þó ekki eins augljós meðal kvenna (mynd). Eins og sjá má á myndinni er nokkur munur milli kynjanna. Hugsanlegt er að skýring á því kunni að liggja í öðru reykingamynstri. Ef til vill eru reykingavenjur kvenna öðru vísi, til dæmis á öðrum tímum dags eða æviskeiðs. Þá má vel vera að konur reyki meira eða minna í senn og eins að þær sem hættar eru hafi reykt skemur en tilsvarandi hópur karla. Niðurstaðan kann einnig að benda til þess, að konur láti sér fremur annt um eigið útlit og séu því síður með fáar tennur á stangli en karlar, heldur leiti tannlæknishjálpar, láti fjarlægja brotin og fái sér gervitennur. Algjört tannleysi eykst með aldrinum og tönnum fækkar, svo sem vænta má. Þrátt fyrir þetta er tölfræðilega marktæk fylgni milli reykinga og tanntaps (tafla II). Eins og í mörgum fyrri rannsóknum var tíðni tannátu marktækt meiri meðal karla. Sú niðurstaða, að tannáta er tíðari meðal reykingafólks af báðum kynjum og að reykleysingjar hafa að meðaltali fleiri tennur fylltar, kann að benda til þess að tannátu verði að einhverju leyti um kennt. Þá má væntanlega kenna veiku tannholdi um hluta af tanntapi reykingamanna, eins og mismunurinn sem fannst við skráningu CPITN bendir lil (4-7,12,16): Hundraðstala reykleysingja af báðum kynjum, sem voru án tannholdssjúkdóma, reyndist vera helmingi hærri en reykingamanna, meðaltal sjöttunga án tannholdssjúkdóma marktækt hærri fyrir reykleysingja og þörf fyrir tannholdsmeðferð marktækt meiri meðal reykingamanna. Munur sá er fram kom milli kynja hvað fyrrverandi reykingamenn varðar gæti átt sínar skýringar í ólíku reykingamynstri og tímalengd, þar eð reykingar voru mun óalgengari á meðal kvenna fyrr á árum, auk þess sem heimavinnandi konur kynnu að hafa haft takmörkuð fjárráð. Hærri tíðni tannátu og sýkingar í tannholdi meðal reykingafólks styðja óneitanlega kenningar um kæruleysi og vanrækslu hvað munnhirðu varðar meðal þess. Til eru nokkrar Table VI. Treatment needs TN (CPITN). Treatnient needs expressed as percentage of dentate subjects, distributed according to the type of treatnient indicated TN. (TN 1-Oral hygiene instruction; TN 2=Prophylaxis; TN 3=Complex treatment). (Age standardized figures, 95% confidence limits in parenthesis). % TN1 TN 2 TN 3 Men Non-smokers 78.1 65.3 17.4 (72.7;84.0) (59.4;71.8) (12.9:23.4) Ex-smokers 89.1 78.7 24.1 (84.3;94.2) (72.2;85.8) (18.2;31.9) Smokers 88.7 77.8 19.0 (84.2:93.5) (72.0;84.0) (13.9;26.0) Women Non-smokers 74.2 61.1 11.5 (69.2;79.6) (55.5;67.2) (11.6;17.9) Ex-smokers 79.9 68.5 20.5 (72.6;88.0) (60.6:77.4) (16.1;26.1) Smokers 86.9 75.7 18.0 (82.2:91.9) (70.1;81.8) (14.5:22.4) rannsóknir sem hallast að þessari skýringu (3,8-13). Sú staðreynd að fólk reykir þrátt fyrir alla þekkingu, fræðslu og áróður um skaðsemi reykinga, bendir óneitanlega í sömu átt. Trúlega er skýringin þó ekki svo einföld og útilokar ekki aðra þætti, staðbundna í munni. Til dæmis hefur verið sýnt fram á að tóbaksreykur hefur bein áhrif á munnslímhúð og stoðbein tanna og gæti þannig leitt til tannholdssjúkdóma (8,17,28-31). Einnig er hugsanlegt að flóra inunnsins breytist við reykingar og að sú breyting leiði til tanntaps á einn eða annan hátt (8). Ekki er heldur rétt að einblína á munninn í þessu sambandi, þar eð vera kann að tanntapið sé aðeins afleiðing af áhrifum reykinga á líkamann í heild. Rannsóknir hafa sýnt fram á svo djúpstæð áhrif reykinga á mannslíkamann, að engan þarf í rauninni að undra þótt þau komi einnig fram í vistkerfi munnsins (8,28-37). SUMMARY A random sample from a group (code named MONICA), participating in a population survey at the Heart Preventive Clinic of the Icelandic Heart Association in Reykjavík Iceiand was examined. The sample consisted of 1544 people, men and women, born in the years 1914-1963 (25-74 years of age) from the Reykjavík area, and a farming area in Southern Iceland including both agricultural and fishing villages. The examination was canied out in 1989-90. The number of remaining teeth, total edentulousness, caries, number of fillings (DMFT)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.