Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 251 Tafla II. Hrotur og dagsyfja meðal 30-60 ára karla í Uppsalaléni í Svíþjóð (%)(I3). Aldurshópur (ár) 30-39 40-49 50-59 60-69 Hrotur stundum......... 24 31 36 34 aö staöaldri... 12 18 21 15 Dagsyfja stundum......... 20 17 15 12 að staðaldri... 7 6 5 4 Tafla III. Hrotur og dagsyfja meðal íslenskra kvenna (%) (14). Aldurshópur (ár) 40-44 45-49 50-54 55-59 Hrotur stundum......... 16 24 26 23 að staðaldri... 7 9 14 17 Dagsyfja stundum......... 41 34 39 36 að staðaldri... 6 8 9 11 Veruleg kæfisvefnseinkenni (hrotur og dagsyfju) höfðu alls 94 konur og af þeim komu 35 til næturrannsóknar. Fjórtán þeirra uppfylltu skilmerki fyrir kæfisvefni. Tíu af þessum 14 voru komnar fram yfir tíðahvörf og flestar voru á aldrinum 55-59 ára. Atta kvennanna voru of þungar (body mass index >29 kg/m2). Gera má ráð fyrir að lægsta tíðni kæfisvefns meðal kvenna á ofangreindum aldri sé 2,5% (standard error 0,5%). Flestar rannsóknir á kæfisvefni meðal barna hafa verið í tengslum við nefkirtla- eða hálskirtlaaðgerðir. Gerð hefur verið ein faraldsfræðikönnun meðal 554 barna í Garðabæ, á aldrinum sex mánaða til sex ára (15). Foreldrum þeirra var sendur spurningalisti, sem tæplega 82% svöruðu. Samanlagt höfðu 18 böm sögu um hrotur að staðaldri og/eða öndunarhlé í svefni. Ellefu þeirra komu til næturrannsóknar og reyndust átta uppfylla skilmerki fyrir kæfisvefni hjá bömum. Reyndist lægsta tíðni kæfisvefns meðal barna á ofangreindum aldri vera 2,9% (standard error 0,5%). AFLEIÐINGAR Vitað er að hverju einstöku öndunarhléi fylgir nokkur hækkun á blóðþrýstingi og 50- 75% kæfisvefnssjúklinga hafa háþrýsting að staðaldri. Af 50 sjúklingum með háþrýsting af óþekktum toga reyndust 30% hafa kæfisvefn, en enginn í samanburðarhópi sem hafði sömu kyn- og aldursdreifingu (16). Talsvert er þó deilt um það hvort háþrýstingurinn stafi aðallega af kæfisvefninum eða sé afleiðing þess að kæfisvefnssjúklingar eru oftast of feitir. Það hefur þó sýnt sig að þegar kæfisvefn er læknaður, án þess að þyngd breytist, verður blóðþrýstingur í mörgum tilfellum eðlilegur. Einnig hefur verið sýnt fram á í faraldsfræðikönnunum, að háþrýstingur er algengari meðal þeirra sem hafa sögu um hrotur að staðaldri, og er þessi aukning marktæk þó tekið sé tillit til bæði þyngdar og aldurs (14,17). Háþrýstingur reyndist um helmingi algengari meðal íslenskra kvenna sem hrutu, en hinna sem ekki hrutu (14). Hjartsláttartruflanir eru algengar við kæfisvefn. Af 400 kæfisvefnssjúklingum höfðu 103 hjartsláttartruflanir samhliða öndunarhléum (18). Gúlshlé (sinus rest) sem stóðu 2,5-13 sekúndur komu fyrir hjá 11%, gáttasleglarof II (AV block II) hjá 8%, gúlshægsláttur (sinus bradycardia) hjá 7% og gáttahraðtaktur (atrial tachycardia) hjá 7% (18). Rannsóknir sem gerðar hafa verið á lífslíkum kæfisvefnssjúklinga sýna verulega hækkaða dánartíðni aðallega úr hjarta- og æðasjúkdómum (19,20). Meðal 385 karla með kæfisvefn, var dánartíðni á átta árum 37% meðal þeirra sem höfðu að meðaltali yfir 20 öndunarhlé á klukkustund samanborið við 4% hjá hinum (19). Einnig hafa komið fram sterk tengsl við heilablæðingar (21). Af 101 sjúklingi með hjartaáföll reyndust 36% hafa kæfisvefn samanborið við 3,8% í samanburðarhópnum og voru líkur á hjartaáfalli við kæfisvefn auknar 23,3 sinnum, þegar tekið hafði verið tillit til aldurs, þyngdar, háþrýstings, reykinga og kólesteróls (22). Jafnframt má telja líklegt að dagsyfja og dagþreyta skerði lífslíkur kæfisvefnssjúklinga vegna meiri inöguleika á slysum. Það var því tímanna tákn þegar leiðarahöfundur tímaritsins Chest taldi hrotur meiriháttar heilsufarslegan áhættuþátt (23). SAMANTEKT Kæfisvefn er sjúkdómsástand sem einkennist af endurteknum (minnst 30) öndunarhléum yfir nóttina, háværum hrotum og dagsyfju.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.