Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Síða 49

Læknablaðið - 15.08.1993, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ 255 Síðan á frekari binding sér ekki stað, en bindingin er mjög stöðug og losnar óverulegur hluti efnisins frá frumunum á næstu klukkustundum. Með þessari aðferð er hægt að kortleggja blóðflæði innan heilavefsins nákvæmar en með þeirri aðferð að gefa stórt lyfber, sér í lagi ef beitt er sneiðmyndatækni (SPECT), og skera þannig úr um hvort mikilvægir hlutar heilans séu óstarfhæfir (4,5). Það er svo aftur siðfræðilegt og lögfræðilegt vandamál hve mikill hluti heilans þarf að vera óstarfhæfur til þess að um heiladauða teljist vera að ræða (6). Með ísótópaaðferðum má þannig sýna með óyggjandi hætti hvort blóðflæði til heila hafi stöðvast fyrir fullt og allt, þegar klínískur grunur er um heiladauða. Telst aðferðin miklu öruggari en heilarit (7,12). Notkun ísótópaaðferða getur stytt þann tíma sem fylgjast þarf með sjúklingi áður en hann er tekinn úr öndunarvél og er það tvímælalaust til bóta, ekki síst þegar líffæraflutningur kemur til greina (5,14). Annar kostur aðferðarinnar er, að myndir sem hún gefur af ástandinu er auðvelt að skýra fyrir aðstandendum, sem og fyrir rétti sé þess þörf (7). Aðferðin getur haft afgerandi þýðingu, þegar ástæða fyrir dái sjúklings er óviss, til dæmis grunur um lyfjaeitrun. í slíkum tilvikum getur ísótópaskann, dæmigert um heiladauða, flýtt mjög greiningu og gert umfangsmikla rannsókn á hugsanlegri lyfjaeitrun ónauðsynlega (8). I þeim tilvikum þegar beitt hefur verið meðferð gegn skaðlegum áhrifum heilabjúgs, svo sem kælingu eða svefnlyfjagjöf, eru bæði klínísk (physical) skoðun og heilarit gagnslaus. ísótópaskannið hefur þá afgerandi þýðingu til að meta hvort átt hafi sér stað það tjón á heila að ekki verði aftur snúið til lífs (9,14). I leiðbeiningum nefndar á vegum bandarísku stjórnsýslunnar frá árinu 1981 er bent á blóðflæðirannsókn með ísótópa-bolus og gammamyndavél sem örugga aðferð til staðfestingar á klínískri greiningu heiladauða (10). Að sömu niðurstöðu, þó með fyrirvara varðandi börn yngri en tveggja mánaða, komst nefnd á vegum þriggja bandarískra læknasamtaka árið 1987 (11). Þrátt fyrir þennan fyrirvara bendir flest til að ísótóparannsóknir séu áreiðanlegri en heilarit og aðrar tauga-lífeðlisfræðilegar aðferðir til að meta heiladauða nýbura (5,10,11). í grein frá 1985, þar sem fjallað er um 204 einstaklinga, komast Goodman, Heck og Moore að þeirri niðurstöðu, að ísótópa-æðarannsókn sé mikilvægasta aðferðin til greiningar heiladauða (12). Fáist ákveðin vísbending um heiladauða úr slíkri rannsókn, telja höfundar að óþarfi sé að endurtaka heilarit eða fylgjast frekar með sjúklingi, jafnvel þótt einhver virkni sjáist á heilariti. Aðrir ráðleggja í slíkum tilvikum 12 klukkustunda athugunartíma, enda þótt enginn þeirra einstaklinga, sem þeir greindu með heiladauða samkvæmt ísótóparannsóknrannsókn, hafi haldið lífi (7). Fullyrða má að aðferðin sé eins áreiðanleg og æðamyndataka með röntgen-skuggaefni (9,13) og hún hefur í för með sér mun minna inngrip og er algjörlega hættulaus. Hana má endurtaka með stuttu millibili, sýni fyrsta rannsókn blóðflæði til heila, en klínískur grunur er ennþá um heiladauða (12). Reid og meðhöfundar (14) skýra frá þremur sjúklingum sem voru taldir heiladauðir samkvæmt klínískri skoðun, en reyndust með tiltölulega eðlilegt blóðflæði þrátt fyrir mikla höfuðáverka og hækkaðan þrýsting í höfuðkúpu. Tveir þessara sjúklinga lifðu af, en sá þriðji dó úr lungnabólgu. Einnig greina Goodman og félagar (12) frá þremur tilvikum, þar sem ísótóparannsókn var eðlileg í einstaklingum sem fengið höfðu klíníska greiningu heiladauða. Eftir að ísótóparannsóknin hafði verið gerð kom í ljós að klíníska greiningin var röng. í tveimur tilvikum hafði óreyndur læknir framkvæmt greininguna. Þrátt fyrir fulla gjörgæslu voru sjúklingamir áfram í dái og létust báðir að nokkram dögum liðnum. I þriðja tilvikinu var greiningin gerð af taugaskurðlækni og virtist sjúklingurinn sýna öll klínísk merki um heiladauða. Eftir að sýnt hafði verið fram á eðlilegt blóðflæði til heila með ísótóparannsókn kom í ljós að um var að ræða barbiturat-eitran. Sá sjúklingur náði bata. LOKAORÐ Grein þeirra Christians og Elínar í Læknablaðinu, sem orðið hefur tilefni til þessara athugasemdá, er hin fróðlegasta og fjallar um efni sem er mikillar athygli vert. Að undanskildu því atriði, sem hér hefur verið gagnrýnt, eru undirritaðir sammála höfundunum um flest það sem sagt er í

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.