Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 18
226 LÆKNABLAÐIÐ neyslu á eiturlyfjum sem smyglað var til landsins í gúmmíverjum innvortis, þar sem lyfin höfðu mengast af lifrarbólguveirunni og valdið sjúkdómi í neytendunum (4,6,7). Algengi heildarmótefna gegn lifrarbólguveiru A meðal Islendinga bendir til að sýkingar af völdum veirunnar séu nú og hafi verið fátíðar frá því um 1940. Fólk fætt fyrir þann tíma hefur mjög vaxandi algengi mótefna gegn lifrarbólguveiru A eftir aldri og þeir sem eru 75 ára og eldri hafa mjög margir (>65%) mótefni gegn veirunni. Túlka má þessar niðurstöður þannig að hreinlæti hafi tekið stórstígum framförum á árunum milli heimsstyrjaldanna. Vafalaust á þar stóran þátt að vatnssalerni voru víða tekin í notkun, hreinlæti við vatn jókst til muna einkum við að það var leitt í hús og brunnum sem ausið var úr fækkaði. Athyglisvert er að þessi breyting á nýgengi HAV sýkinga, það er frá algengri í fátíða sýkingu, gerist fyrr hérlendis (um það bil 10 árum) en annars staðar í Evrópu, þar með talið á Norðurlöndum og Norður-Ameríku (8-10). Vera má að í Evrópu megi rekja þennan mun til afleiðinga síðari heimsstyrjaldarinnar þar sem allmörg ár tók að koma hreinlætisástandi í samt lag. Vel er þekkt að í styrjöldum hafi gengið faraldrar af HAV og má nefna að fimm til 10 milljónir Þjóðverja munu hafa sýkst meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð. Einnig var fjöldi gulutilfella meðal bandarískra hermanna í Kóreu- og Víetnamstríðunum (1). Ljóst er að lifrarbólguveiru A sýkingum á íslandi hefur snarfækkað á síðasta mannsaldri og er nú orðin næsta fátíð sýking og helst tengd utanlandsferðum (4). Allmikil hætta er á sýkingum við ferðir einstaklinga frá lágtíðnisvæðum, svo sem Islandi, til hátíðnisvæða og ber því að árétta nauðsyn gammaglóbúlíngjafar fyrir ferðalög til vissra landa eða bólusetningar þegar bóluefni kemur á markað, væntanlega á næstu misserum. SUMMARY In a three year period from April 1988 to April 1991 there were only 16 cases of hepatitis A identified at the Department of Medical Virology, University of Iceland. Clearly new cases of hepatitis A are uncommon. To study the frequency of previous hepatitis A infection antibodies against the virus were measured in serum samples from i 100 individuals of various ages. The results show low prevalence of antibodies (<5%) in people younger than 50 years of age. In older people there is a rise in prevalence to 67% in the age group of 75 years of age and older. Due to improved sanitary conditions in Iceland during this century the incidence of hepatitis A infection has been reduced from a common to a rare infection. ÞAKKIR Höfundar vilja þakka Dr. Nikulási Sigfússyni, yfirlækni Hjartaverndar og Eddu Emilsdóttur fyrir veitta aðstoð við söfnun sýna, Ralph Tiedemann fyrir aðstoð við tölfræðiútreikninga og Kristínu M. Þorvaldsdóttur fyrir tölvuvinnslu. HEIMILDIR 1. Frösner G. Hepatitis A virus. In: Belshe RB. ed. Textbook of Human Virology. 2nd ed. St. Louis: Mosby Year Book, 1991; 498-516. 2. Briem H, Weiland O, Friðriksson I, Berg R. Prevalence of antibody to hepatitis A in Iceland in relation to age, sex, and number of notified cases of hepatitis. Am J Epidemiol 1982; 116: 451-5. 3. Sokal RR, Rohlf FJ. Biometry. 2nd ed. New York: W.H. Freeman and Company, 1981. 4. Jónsdóttir Ó, Einarsson E, Guðmundsson S, Briem H. Smitandi lifrarbólgur A og B greindar á Borgarspítalanum 1986-1989 og tengsl þeirra við fíkniefnaneyslu. Læknablaðið 1991; 77: 127-30. 5. Briem H. Declining prevalence of antibodies to hepatitis A virus infection in Iceland. Scand J Infect Dis 1991; 23: 135-8. 6. Sundquist T. Johansson B. Widell A. Rectum carried drugs may spread hepatitis A among drug addicts. Scand J Infect Dis 1985; 17: 1-4. 7. Centers for Disease Control. Hepatitis A among drug abusers. MMWR 1988; 37: 297-305. 8. Frösner GG, Papaevangelou G. Biitler R, et al. Antibodies against hepatitis A in different European countries. 1. Comparison of prevalence data in different age groups. Am J Epidemiol 1979; 110: 70- 6. 9. Szmuness W, Dienstag JL, Purcell RH, et al. Distribution of anlibody to hepatitis A antigen in urban adult populations. N Engl J Med 1976; 295: 755-9. 10. Dienstag JL. Hepatitis A virus. Identification, characterization and epidemiologic investigations. In: Popper H, Schaffner F, eds. Progress in Liver Disease. New York: Grune & Stratton, 1979. Vol 6; 343-70.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.