Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 44
250
LÆKNABLAÐIÐ
um háværar hrotur, sem stafa af þrengslum
í efri loftvegum, oftast í hæð við mjúka
góminn. Lokist efri loftvegur alveg í svefni,
reynir sjúklingurinn árangurslaust áfrarn að
draga andann. Þessar öndunartilraunir verða
stöðugt kröftugri þar til viðkomandi vaknar
stutta stund, efri loftvegur opnast og um leið
dregur sjúklingurinn djúpt andann, oft með
mikilli hroturoku. Svefninn verður því óvær,
sjúklingurinn byltir sér mikið í rúminu og
svitnar. Hann veltir sér oft fram og til baka
og rúmföt eru þá í kuðli, þegar hann vaknar.
Næturþvaglát eru tíð því þvagútskilnaður
kæfisvefnssjúklinga er aukinn í svefni vegna
meiri framleiðslu á atríal natríuretik peptíð
(6). Ef öndunarhléin eru mjög mörg trufla þau
svefninn svo mikið að sjúklingurinn nær aldrei
djúpum svefni (stigum III og IV). Þrátt fyrir
að kæfisvefnssjúklingar vakni marg oft yfir
nóttina, er vökutíminn oftast svo stuttur í hvert
skipti, að þessir atburðir festast ekki í minni.
Að morgni finnst sjúklingnum jafnvel að hann
hafi sofið í einum dúr alla nóttina, en þrátt
fyrir það sé hann ekki úthvfldur. Stundum
vaknar sjúklingur þó undir lok öndunarhlésins
og er þá í andnauð. Fylgir því veruleg angist
og við slíkar aðstæður getur jafnvel liðið yfir
hann. Einstaka sinnum geta átökin við að
ná andanum verið svo mikil, að það leiði til
bakflæðis á magainnihaldi upp í vélinda og
jafnvel ásvelgingar (aspiration) með hósta og
berkjubólgu einkennum.
Afleiðingar truflaðs nætursvefns koma
fram að degi til sem syfja, þreyta og
almenn vanlíðan (tafla I). Dagsyfjan er
mismikil, allt frá því að dotta yfir lélegri
sjónvarpsdagskrá til þess að sofna undir
stýri og má rekja fjölmörg slys til syfju.
Þannig virðast umferðarslys vera margfallt
algengari meðal kæfisvefnssjúklinga heldur
en í samanburðarhópum (7). Aðstandendur
kæfisvefnssjúklinga kvarta stundum yfir
reiðiköstum þeirra og skorti á þolinmæði.
Sjúklingar sjálfir nefna oft minnkandi
einbeitingarhæfileika (8). Um fjórðungur
karlmanna með alvarlegan kæfisvefn kvartar
yfir getuleysi (8).
Kæfisvefn versnar við notkun áfengis og/eða
sumra svefnlyfja af benzódíazepamgerð (9,10).
Þessi efni verka lamandi á öndunarstöðvar,
jafnframt því sem vöðvakraftur í kok- og
tunguvöðvum minnkar. Afleiðingin verður
bæði aukin lengd og fjöldi öndunarhléa.
ORSAKIR
Segja má að allt það sem stuðlar að þrengingu
efri loftvega geti valdið kæfisvefni (1,2).
Offita er lang algengasta ástæðan, en 70-
80% sjúklinga með kæfisvefn eru of þungir.
Margt fleira getur stuðlað að þrengingu efri
loftvega svo sem nefskekkja, stórir hálskirtlar,
lítil haka, stór tunga og fleira.
Fleiri þættir fara oft saman. en oftast
eru aðalþrengslin í kokinu, frá mjúka
gómnum (úfnum) að tungurót. Einnig
eru kæfisvefnseinkenni áberandi við
efnaskiptasjúkdóma svo sem skjaldvakabrest
(hypothyrosis) (11) og heilkenni æsavaxtar
(acromegalia) (12).
ALGENGI
Faraldsfræði rannsóknir hafa verið gerðar víða
um heirn, þar sem leitað hefur verið svara við
því, hversu algengur kæfisvefn sé.
Spurningalistar um helstu einkenni kæfisvefns
voru sendir 4064 sænskum körlunt á aldrinum
30-60 ára í Uppsalaléni og fengust svör frá
80% þeirra (13). Höfðu 15,5% sögu um hrotur
að staðaldri en 30% hrutu stundum (13) og
5,8% höfðu veruleg óþægindi vegna dagsyfju
en 15% nokkur óþægindi (tafla II). Alls voru
rannsakaðir 61 þessara rnanna, sem höfðu
sögu bæði um hrotur að staðaldri og verulega
dagsyfju. Fimmtán þeirra uppfylltu skilmerki
fyrir kæfisvefni og voru átta (53%) á aldrinum
50-59 ára. Miðað við þessar forsendur er talið
að lægsta tíðni kæfisvefns í ofangreindum
hópi sé 1,3% (standard error 0,3%). Aftur á
móti eru fjórum sinnum fieiri með sögu um
veruleg kæfisvefnseinkenni, það er að segja
hrotur að staðaldri og verulega dagsytju.
Kæfisvefn hefur hingað til verið álitinn
sjaldgæfur meðal kvenna, einkum fyrir
tíðahvörf. Af 2016 konum á aldrinum 40-
59 ára búsettum á Stór-Reykjavíkursvæðinu,
svöruðu 75,5% heimsendum spurningalista
(14).
Alls hrutu 11,2% að staðaldri. Hrotur voru
þrisvar sinnum algengari meðal þeirra kvenna
sem voru of þungar (body mass index >29
kg/m2) en meðal hinna. Hrotur voru einnig
tvisvar sinnum algengari meðal þeirra sem
reyktu 20 eða fleiri sígarettur á dag en meðal
þeirra sem ekki reyktu. Þá höfðu 8,2% sögu
um verulega dagsyfju (tafla III).