Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 34
240 LÆKNABLAÐIÐ í marga mánuði. Einn sýktur sjúklingur var sendur utan til enduraðgerðar. Nema þurfti burtu bringubeinið og geislunga og beita síðan flipaflulningi, sárið greri og sjúklingur náði sér að lokum. Sex sjúklingar, sem eingöngu voru með los á bringubeini eftir aðgerð erlendis, greru eftir enduraðgerð án aukakvilla. Ekki er vitað hve margir þeirra, sem létust í Englandi, voru einnig með laus bringubein eða sýkingar í miðmæti. UMRÆÐA Margar ástæður eru fyrir því að sýking kemst í skurðsár sjúklinga, sem gangast undir hjartaaðgerðir. Það getur gerst í aðgerð, eftir aðgerð, og jafnvel getur eitthvert óþekkt ígerðarhreiður verið til staðar fyrir aðgerð, sem síðar veldur sýkingu í bringubeini (4). Sjúklingar, sem fara í hjartaaðgerð eru viðkvæmari fyrir ígerðum en sjúklingar, sem fara í aðrar skurðaðgerðir. Astæður þessa geta verið margar. I þessum aðgerðum er notuð hjarta- og lungnavél þar sem vélræn dæling blóðs fer fram. Löng dæling blóðsins með vélinni veikir mótstöðu sjúklinganna gegn sýkingu og eitilfrumum (bæði T og B) í blóðrás fækkar. Mótefni og þættir í hjástoðar- (komplíment) kerfi líkamans minnka, en þau eru mikilvæg í vörnum gegn sýkingum (6,7). Tíðni sýkinga er einnig aukin hjá sjúklingum sem fara í enduraðgerð vegna blæðinga, og eins þeim sem fengið hafa hjarta- eða öndunarbilun eftir aðgerð og af þeim sökum þuift að vera lengi í öndunarvél. Þá skiptir heildarlengd aðgerðar máli, styrkleiki bringubeinsins og að beinið sé sagað sundur í miðlínu. Fara þarf varlega með bringubeinið svo það brotni ekki (8) og mikilvægt er að það sé endurfest með sverum stálvírum, sem halda því stöðugu og skerast síður í gegn um það, en grannir vírar gera það frekar. Tíðni enduraðgerða vegna loss og sýkinga var 5,1% hjá sjúklingum, sem skornir voru erlendis en 1,5% hjá sjúklingum, sem skomir voru hérlendis. I grein frá Brompton sjúkrahúsinu í London (9), er þess getið að tíðni sýkinga í miðmæti sé á bilinu 1-5%, en þess er reyndar ekki getið hver hún er á því sjúkrahúsi. I grein frá National Heart sjúkrahúsinu í London (10) er sýkingartíðni 1,4% (29 sjúklingar af 2031). Þrátt fyrir tölvuleit höfum við ekki fundið fleiri heimildir um sýkingar og bringubeinslos, frá sjúkrahúsunum í London sem talin voru upp í kaflanum um efnivið, en það hefði vitaskuld auðveldað tilraunir til að skýra þennan mun. En hver er líklegasta skýringin á þessum mun á sýkingum hérlendis og erlendis? Þeir þættir sem em frábrugðnir í hópi 1 og 2 em eftirfarandi: - Aðgerðir á sjúklingum í hópunum vom ekki gerðar á sömu árum. - Um mismunandi sjúkrahús var að ræða. - Erfið ferðalög hjá hópi 2. - Hópur 2 var fyrst meðhöndlaður af erlendum skurðlæknum, en síðan tóku íslenskir læknar við meðferðinni. - Einungis íslenskir skurðlæknar meðhöndluðu hóp 1. - Tækni við aðgerðirnar var mismunandi. Það er talið farsælast að viðkomandi skurðlæknir meðhöndli einnig þá aukakvilla er upp kunna að koma eftir aðgerð, en svo var ekki hjá sjúklingum í hópi 2. Þetta getur ef til vill átt sinn þátt í að los og sýkingar uppgötvuðust seinna en ella hefði orðið. Margar umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi áhættuþætti. Ottino og félagar (4) benda á eftirfarandi atriði: Staðsetning á skurðstofu og tímalengd frá innlögn til aðgerðar, enduraðgerð fljótlega eftir hjartaaðgerð, sem þá er oftast vegna blæðingar, blóðgjafir og enduraðgerð vegna bringubeinsloss. Höfundar þeirrar greinar leggja jafnframt sérstaka áherslu á sjúkrahúsumhverfið sem áhættuþátt. Loop og félagar (3) benda á eftirfarandi áhættuþætti: Langan aðgerðartíma, offitu og magn blóðs sem sjúklingur fékk í aðgerð. I báðurn þessum heimildum var um mjög stóra hópa að ræða, hjá þeim fyrrnefndu 2579 sjúklinga og þar var sýkingatíðni 1,86%, en hjá þeim síðarnefndu 6504 sjúklinga en þar var tíðnin 1,1%. í báðum þessum rannsóknum var bein- og mergbólga sjaldgæf. Til að greina hana voru röntgenmyndir af bringubeini og rifjum ekki gagnlegar í fyrstu. Los á bringubeini er fremur klínísk en röntgengreining. Tölvusneiðmyndir af brjóstholi eru aftur á móti gagnlegar til að sýna fram á sýkingu í miðmæti (11). Ef við hyggjum að áhættuþáttum með tilliti til efniviðs okkar, þá voru hóparnir meðhöndlaðir í mismunandi umhverfi og aðgerðimar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.