Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79; 243-8 243 Einar Ragnarsson, Sigfús Þór Elíasson, Sigurjón H. Ólafsson TANNHEILSA OG TÓBAKSREYKINGAR: Tannmissir, tannáta og tannholdssjúkdómar eru algengari meöal reykingafólks INNGANGUR Fyrri rannsóknir benda til þess, að reykingamönnum sé hættara við tannmissi en öðrum (1-7). Samkvæmt ntörgum rannsóknum eru tannholdsbólgur algengari, meira af tannsýkli og tannsteini, auk þess sem munnhirða almennt er verri meðal reykingamanna (3,8-13). Margar rannsóknir sýna hlutfallslega meira tap á kjálkabeini umhverfis tennur reykingamanna (4-7,12- 16). Loks hefur verið sýnt frarn á samband reykinga, einkum sígarettureykinga, og sjúklegs ástands tannholds (4-20). Markmið þessarar faraldsfræðirannsóknar var að kanna hvernig fullorðnir Islendingar væru tenntir og bera þær niðurstöður saman við reykingavenjur þeirra. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR I úrtakinu voru 722 karlar og 822 konur úr Reykjavík og Arnessýslu (tafla I). Fólkið var úr úrtakshópi (MONICA) hjá Rannsóknarstöð Hjartaverndar í Reykjavík, fætt á árunum 1914-1963 og búsett í viðkomandi sveitarfélagi 1. desember 1981. Skráning, ásamt klínískum skoðunum, var framkvæmd 1989 ogl990 á vegum Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar. Tannfræðingur, sem hlotið hafði sérstaka þjálfun til verksins, framkvæmdi munnskoðun með munnspegli og tannsondu. Skráð var DMFT (Decayed Missing and Filled Teeth) (21) og CPITN (Community Periodontal Index of Treatment Needs) (22-24). CPITN skráning er aðferð sem ráðlögð er af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) til þess að meta ástand tannholds hjá stórum þjóðfélagshópum. Munninum er skipt niður í sjöttunga, tvö framtannasvæði og fjögur jaxlasvæði. Tannholdið er kannað innan Frá tannlæknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti; Einar Ragnarsson, tannlæknadeild Háskóla íslands, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. hvers sjöttungs með sérstakri tannholdssondu og sjöttungnum gefin einkunn samkvæmt eftirfarandi kerfi: 0 = heilbrigt tannhold 1 = blæðing er sést strax eða með spegli að könnun lokinni 2 = tannsteinn finnst við könnun með sondunni 3 = tannholdspokar 4-5 mm 4 = tannholdspokar > 6mm X = sjöttungi sleppt vegna tannleysis, eða þess að tanndráttur er eini meðferðarntöguleikinn. Meðal þeirra gagna sem aflað var hjá Hjartavernd með spurningalista eru upplýsingar um reykingavenjur (25). Þær niðurstöður voru bornar saman við tannleysi, fjölda eftirstandandi tanna, tíðni tannátu, fjölda fyllinga og ástand tannholds. Þörf fyrir tannholdsmeðferð, sem byggð er á CPITN skráningu er metin þannig, að allar einkunnir yfir 0, sem er heilbrigt ástand, benda til þess að eitthvað sé athugavert, og því ineir, sem skorir eru hærri. Hærri skorir (1-4) benda til meiri þarfar fyrir meðferð. Urtakið var flokkað í reykleysingja (aldrei reykt), fyrrum reykingamenn, og reykingamenn (sent reyktu þegar skoðun fór fram). Hvorki var tekið tillit til þess hve lengi hver einstaklingur hafði reykt, né hve mikið (fjöldi sígaretta á dag). Þar eð um slembiúrtak (vegna hjartasjúkdóma) var að ræða, var gerð Table I. Tlie sample. Age Men Women Total 25-34 .................... 106 147 253 35-44 .................... 141 166 307 45-54 .................... 165 165 330 55-64 .................... 151 177 328 65-74 .................... 159 167 326 Total 722 822 1544

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.