Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 249-52
249
Þórarinn Gíslason '), Bryndís Benediktsdóttir 2)
KÆFISVEFN:
Einkenni, orsakir, algengi og afleiðingar
INNGANGUR
Stjórn öndunar í svefni er frábrugðin því
sem gerist í vöku. Við vissar aðstæður geta
alvarlegar öndunartruflanir komið fram í
svefni (1,2). Lang algengast er að öndunin
hætti alfarið í 10 sekúndur eða lengur og
er þá talað um öndunarhlé (apnea). Ef
öndunarhléin eru án samhliða aukningar á
öndunarvinnu (central apnea) er ástæðan
yfirleitt truflun í miðtaugakerfi. Oftast fer þó
öndunarvinna sívaxandi eftir því sem líður
á hléið (obstructive apnea) og er ástæðan
oftast þrengsli í efri öndunarvegum. Hér á
eftir verður eingöngu fjallað um þessa tegund
öndunarhléa. Ef öndunarhléin eru 30 eða fleiri
að nóttu og önnur sjúkdómseinkenni einnig
fyrir hendi, er ástandið kallað kæfisvefn (sleep
apnea syndrome) (1). Kæfisvefn getur verið á
mjög mismunandi háu stigi, allt frá nokkrum
tugum öndunarhléa upp í fleiri hundruð yfir
nóttina. Ondunarhléin leiða meðal annars til
röskunar á svefni og geta þannig haft víðtæk
áhrif að degi til.
Ondunartruflanir í svefni voru til skamms
tíma taldar fátíðar, en samhliða bættum
möguleikum til greiningar og meðferðar ásamt
aukinni þekkingu á afleiðingum þeirra hefur
komið í ljós, að kæfisvefn er meðal algengustu
langvinnra sjúkdóma. Hér á eftir er ætlunin að
lýsa helstu einkennum, orsökum, algengi og
afleiðingum kæfisvefns.
SÖGULEGT YFIRLIT
Þótt kæfisvefn hafi verið lítt þekktur þar til
fyrir 25 árum, er að finna í Lancet frá 1877
lýsingu á sjúkratilfelli þar sem sjúklingurinn
hraut gífurlega og hafði endurtekin öndunarhlé
(3). I sama riti 12 árum síðar er lýst tveimur
verulega syfjuðum einstaklingum, sem
hættu að anda, þegar þeir sváfu (4). Þessi
Frá 1) lungnadeild Vifilsstaðaspítala og 2) Heilsugæslunni
í Garðabæ. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Þórarinn Gíslason,
lungnadeild Vífilsstaðaspítala, 210 Garðabær.
sjúkdómsmynd þótti minna rnjög á litríka
lýsingu Charles Dickens á feita stráknum
Joe í Ævintýrum Pickwicks frá 1837 og
var sjúkdómsástandið því almennt kallað
Pickwickian syndrome fram á sjöunda
áratuginn. Nú orðið telja flestir nafngift
þessa nokkuð óheppilega og sé hún notuð,
eigi hún eingöngu við sjúklinga sem eru;
gífurlega feitir, syfjaðir að deginum, með
cor pulmonale og hækkun á koltvísýringi að
degi til. I bókmenntum má finna lýsingar á
fólki sem mjög sennilega höfðu kæfisvefn
(4) . Snorri Sturluson (d. 1241) lýsir í Snorra-
Eddu ferð Þórs til Útgarða-Loka. Þar segir
að Þór verði ekki svefnsamt vegna Skrýmis
sem hraut svo gífurlega að dunaði í skóginum
(5) . Það bendir hugsanlega á aukna syfju, að
þegar Þór slær hann í höfuðið með hamrinum
Mjölni, spyr Skrýmir aðeins hvort laufblað
hafi fallið í höfuð sér. I fornsögunum eru það
yfirleitt tröllskessur og lítilsigldar persónur,
sem hrjóta, en aftur á móti er ýtarlega lýst
draumum, því að söguhetjurnar dreymir oft
fyrir daglátum.
EINKENNI
Einkennum kæfisvefns má skipta í tvennt.
Annars vegar þau sem koma fram í svefni
og hins vegar þau sem koma fram að degi til
(tafla I).
Kæfisvefnssjúklingar hafa langflestir sögu
Tafla I. Helslu einkenni kœfisvefns.
Einkenni í svefni: Háværar hrotur
Öndunarhlé
Óvær svefn - vaknar - martraöir
Tíð næturþvaglát
Nætursviti
Bakfiæöi upp í vélinda
Einkenni í vöku: Dagsyfja
Þreyta
Einbeitingarskortur og óþolinmæöi
Kynlífsvandamál - getuleysi hjá '/3
karla