Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 223-6
223
Helga Dröfn Högnadóttir, Arthur Löve
GREINING LIFRARBÓLGUVEIRU A
ÁGRIP
Á þriggja ára tímabili frá apríl 1988 -
aprfl 1991 greindust aðeins 16 ný tilfelli af
lifrarbólguveiru A sýkingu á Rannsóknastofu
Háskólans í veirufræði. Er ljóst að nýgengi
þessarar sýkingar er nú mjög lágt. Til að
kanna algengi fyrri sýkinga af völdum
lifrarbólguveiru A voru heildarmótefni
gegn veirunni mæld í 1100 sýna úrtaki frá
einstaklingum á ýmsum aldri. I ljós kom að
algengi mótefna gegn veirunni er lágt (<5%)
í fólki yngra en 50 ára en fer síðan vaxandi
með hækkandi aldri og nær 67% í fólki eldra
en 75 ára. Þar sem lifrarbólguveira A smitast
saursmiti er ljóst að í kjölfar bætts hreinlætis
hefur nýsýkingum af völdum lifrarbólguveiru
A fækkað mjög á síðasta mannsaldri frá því
að vera algeng sýking í byrjun aldarinnar í
mjög fátíða sýkingu nú.
INNGANGUR
Lifrarbólguveira A (hepatitis A (HAV))
er af ætt enteroveira, sem er ein af ættum
Picornaviridae ættbálksins (1). Eins og aðrar
veirur af þessari ætt smitast hún einkum
saursmiti (fecal-oral) og fer útbreiðsla hennar
og þá algengi lifrarbólgu af hennar völdum
og mótefna gegn henni mjög eftir hreinlæti og
heilbrigðisaðstæðum á hverjum stað.
f vanþróuðum löndum þar sem hreinlæti er
bágborið hafa flestir myndað mótefni gegn
veirunni á unga aldri, hvort heldur er eftir
að hafa fengið lifrarbólgu eða aðeins smit
án veikinda sem er afar algengt, einkum
í börnum. Á Vesturlöndum hefur nýgengi
sýkinga af völdum lifrarbólguveiru A minnkað
undanfama áratugi, vafalítið vegna aukins
hreinlætis. Á Norðurlöndum er algengi
mótefna gegn lifrarbólguveiru A lægst í
heiminum og aðeins um þriðjungur fólks
Frá Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði. Bréfaskriftir,
fyrirspurnir: Arthur Löve, Rannsóknastofu Háskólans í
veirufræði, Ármúla 1 A, Pósthólf 8733, 128 Reykjavík.
fætt fyrir síðari heimsstyrjöld ber merki fyrri
sýkingar. í Bandaríkjunum er algengi nokkru
hærra en á Norðurlöndum (1).
Hérlendis er gula af völdum lifrarbólguveiru
A sjaldgæf og sjúkdómstilfelli oft tengd
utanlandsferðum (2). Hins vegar gengu
faraldrar af gulu á árum áður og er oft greint
frá gulufaröldrum í heilbrigðisskýrslum
frá því um aldamót. Vafalítið var þar um
lifrarbólguveiru A að ræða (2). Síðustu
gulufaraldrar, sem án efa voru af völdum
lifrarbólguveiru A, gengu 1951-1952 á
Húsavík og Þingeyri. Byrjuðu þeir haustið
1951 og stóðu í um eitt ár. Afar algengt er að
fullorðið fólk hérlendis muni eftir að gula hafi
skotið upp kollinum á sveitabæjum.
Tilgangur athugunar þessarar er í fyrsta lagi
að gera grein fyrir lifrarbólgu A greiningu
á Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði
og í öðru lagi að kanna algengi mótefna
gegn veirunni í hinum ýmsu aldurshópum
Islendinga.
EFNIVIÐUR
Fjöldi sýna berst til Rannsóknastofu
Háskólans í veirufræði til greiningar á
hugsanlegum lifrarbólgum. Oft er um að ræða
greiningu á gulu eða lifrarensímhækkunum, en
einnig er all oft farið fram á mótefnamælingar
með tilliti til ferðalaga erlendis, vegna
samneytis við gulusjúklinga og fleira. Oft er
ekki greint frá ástæðum rannsóknarinnar og
mörg sýni koma undir nafnleynd.
Til athugunar á algengi mótefna hjá hinum
ýmsu aldurshópum voru mæld alls 1100
sýni. Annars vegar voru fengin blóðsýni frá
Hjartavernd (758 sýni) en þangað kemur
fólk, venjulega hraust, til athugunar af
ýmsum ástæðum og hins vegar voru mæld
innsend sýni, send Rannsóknastofu Háskólans
í veirufræði (342 sýni), en öllum sýnum
þar sem meðfylgjandi upplýsingar gáfu til
kynna lifrarsjúkdóm var sleppt. Sýnin frá