Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 227-31 227 Helga Dröfn Högnadóttir, Þórarinn Tyrfingsson, Arthur Löve GREINING LIFRARBÓLGUVEIRU B: FARALDUR MEÐAL FÍKNIEFNANEYTENDA ÁGRIP Á Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði tók áhætturannsóknadeild til starfa í apríl 1988. Fyrstu þrjú starfsár deildarinnar greindust 85 ný tilfelli lifrarbólguveiru B sýkingar. Flestir hinna nýsýktu voru á aldrinum 15-40 ára og voru fíkniefnaneytendur sem höfðu sprautað sig í æð og notað sameiginlegar sprautur. Til að kanna algengi fyrri lifrarbólguveiru B sýkinga voru kjarnamótefni mæld í úrtaki sýna frá 1100 einstaklingum á ýmsum aldri. Engir innan 15 ára aldurs höfðu kjarnamótefni en algengi þeirra fór síðan vaxandi með hækkandi aldri og meðal 64 ára og eldri reyndist algengið 6,5%. Einnig var athugað algengi fyrri sýkinga hjá hópi einstaklinga sem hafði sögu um nýlega fíkniefnaneyslu í æð. Af 34 einstaklingum reyndust 11 (32%) með kjarnamótefni gegn lifrarbólguveiru B. Er ljóst að lifrarbólguveiru B sýking hefur breiðst mjög hratt út meðal sprautufíkla hérlendis. INNGANGUR Lifrarbólguveira B (hepatitis B) er DNA veira af Hepadnaviridae ættbálki (1). Hún er eina þekkta mannaveiran af þessunt ættbálki en skyldar veirur eru til í nokkrum dýrategundum. Þessar veirur eru búnar þeim eiginleikum að geta í sumum tilfellum valdið þrálátum (chronic) sýkingum. Sýking af völdum lifrarbólguveiru B er algeng víða í þriðja heiminum, einkum í Suðaustur-Asíu þar sem sýking verður oftast kringum fæðingu og leiðir í mörgum tilfellum til þrálátrar sýkingar (2-5). Á Vesturlöndum er hins vegar lifrarbólguveiru B sýking að jafnaði mun sjaldgæfari nema þá helst í nokkrum áhættuhópum svo sem hjá sprautufíklum og samkynhneigðum þar sem veiran berst með blóði eða við kynmök (6,7). Fyrir tíma Frá Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði og SÁÁ að Vogi. Bréfaskriftir, fyrirspumir: Arthur Löve, Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði, Ármúla 1a, Pósthólf 8733, 128 Reykjavík skimunar fyrir veirunni í blóðbönkum barst hún oft með blóðgjöfum en nú er þessi smitleið sjaldgæf. Þrálátar sýkingar eru fátíðar á Vesturlöndum þar sem sýking verður oftast á fullorðinsárum miðað við lönd þriðja heimsins. Greining lifrarbólguveiru B fer fram á áhætturannsóknadeild Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði, á rannsóknadeild Borgarspítalans og í Blóðbankanum, þar sem skimað er fyrir veirunni í blóðgjöfum. Hér verður gerð grein fyrir lifrarbólguveiru B greiningu á Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði fyrstu þrjú starfsár áhætturannsóknadeildar. AÐFERÐIR OG EFNIVIÐUR Við athuganir á lifrarbólguveiru B smiti er einkum mælt HB.Ag, sem er yfirborðshluti veirunnar og merki um nýja eða þráláta sýkingu og and- HBC sem eru mótefni gegn kjarnaprótínum veirunnar og merki fyrri sýkingar. Einnig er hægt að mæla and- HB, sem er notað til að kanna afturbata eftir lifrarbólgu og til að meta árangur bólusetninga og HBL.Ag ásamt and- HBC sem eru taldar mælistikur á smithættu. Til þessara mælinga voru notuð efni (kit) frá Organon-Teknika (Turnhaut, Belgíu). Til Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði berast sýni frá læknum hinna ýmsu sjúkrastofnana og heilsugæslustöðva. Ástæður fyrir beiðni um rannsókn fyrir lifrarbólguveiru B eru ýmsar og má helstar nefna: gulu eða hækkuð lifrarensím af óþekktum orsökum þar sem lifrarbólguveirur gætu átt hlut að máli, skimun til dæmis heilbrigðisstarfsfólks, blóðskilunarsjúklinga, áfengis- og fíkniefnasjúklinga, undirbúningur fyrir gervifrjóvgun eða líffæraflutninga og athugun á ónæmi eftir bólusetningu. Því miður eru oft ekki tilgreindar ástæður rannsóknar á beiðni um lifrarbólgupróf. Oft

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.