Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 235 non-A, non-B). Þær hafa verið vandamál vegna smits við blóðgjafir. Nú hillir undir að oftast verði hægt að komast fyrir þá smitleið þar sem tekist hefur að greina veiru þá sem í flestum tilfellum veldur öðrum smitandi lifrarbólgum (22). Er veira þessi nefnd lifrarbólga C. Algengi mótefna gegn lifrarbólgu C meðal íslenskra blóðgjafa er um 0,07% og hefur verið lýst útbreiðslu smits við blóðgjafir hér á landi (23). Athugun bendir til að mótefni gegn veirunni sé að finna í öllum aldurshópum á Islandi þótt í minna mæli sé en hvað varðar mótefni gegn lifrarbólguveiru B (24). Því er vel hugsanlegt að sjúkdómurinn hafi verið landlægur á Islandi öldum saman þar sem einstaklingar geta verið smitberar áratugum saman. A síðasta ári greindust 20 einstaklingar með mótefni gegn lifrarbólguveiru C á rannsóknadeild Borgarspítalans (25). Langflestir þeirra höfðu sögu um fíkniefnaneyslu en einn var heilbrigðisstarfsmaður. Smitleið er óþekkt í því tilviki en stunguóhapp er líklegasta skýringin á smiti. Rannsókn á einstaklingum, sem leitað höfðu eftir mótefnamælingu gegn alnæmisveiru á Borgarspítalanum árin 1987 til 1992, leiddi í ljós að algengi gegn lifrarbólguveiru C var 2,8% í þeim hópi, en algengi mótefna gegn lifrarbólguveiru B reyndist vera 2% í sama hópi (26). Reyndust flestir þeirra sem höfðu inótefni gegn C veirunni hafa sögu um fíkniefnaneyslu. Lifrarbólga C getur verið skæður og lúmskur sjúkdómur. Hann veldur sjaldan bráðum einkennum en allt að 75% þeirra, sem smitast af honum, fá viðvarandi lifrarbólgu (27). Ætla má að 20-25% þeirra, sem fá viðvarandi lifrarbólgu fái skorpulifur og hluti þeirra lifrarfrumukrabbamein (28,29). Miklu skiptir að fylgst sé með sýktum einstaklingum á íslandi svo hægt sé að átta sig á horfum smitaðra en þær virðast breytilegar eftir löndum. Þá er einnig mikilvægt að hafa í huga að interferonmeðferð getur dregið úr einkennum sjúkdómsins þótt árangur hennar sé ekki jafn góður og gegn viðvarandi lifrarbólgu B (30). Um allangt skeið hefur verið vitað að önnur smitandi lifrarbólga getur einnig smitað með saurmengun (19). Fyrir fáeinum árum tókst að þróa mótefnamælingar gegn þeim orsakavaldi og hefur hann verið nefndur lifrarbólguveira E (31,32). Sjúkdómurinn minnir á lifrarbólgu A en er þó mun mannskæðari meðal þungaðra kvenna (33). Sjúkdóm þennan er helst að finna í þróunarlöndum og enn er margt á huldu um það með hvaða hætti veiran varðveitist í náttúrunni og veldur faröldrum. Rannsóknir frá Bandaríkjunum benda til þess að sjúkdómurinn sé sjaldgæfur meðal ferðalanga frá þróunarlöndum og ekki er vitað til þess að hann sé landlægur í Bandaríkjunum. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa þennan sjúkdóm í huga ef ferðalangur greinist með lifrarbólgu sem hvorki reynist A, B eða C. Eru þá öll kurl komin til grafar? Svo er áreiðanlega ekki. Um það bil 12% af lifrarbólgu sem berst með blóðgjöf í Bandaríkjunum orsakast hvorki af A, B, C, D eða E veirum (27). Sjúkdómar, sem hegða sér eins og lifrarbólga og hlutir sem líta út eins og veirur, hafa fundist í lifur sjúklinga sem ekki hafa sýkst af áðurnefndum veirum (34). Það má því telja víst að lifrarbólguveira F verði fljótlega afhjúpuð. Og kannski lifrarbólguveira G! Haraldur Briem Reykjavík, 3. júttí 1993 HEIMILDIR 1. Högnadóttir HD, Löve A. Greining lifrarbólgu A. Læknablaðið 1993; 79: 223-6. 2. Högnadóttir HD, Tyrfingsson Þ, Löve A. Greining lifrarbólguveiru B: Faraldur meðal fíkniefnaneytenda. Læknablaðið 1993; 79: 227-31. 3. Schleisner PA. Island undersögt fra et lægevidenskabligt Synspunkt. Kjöbenhavn: Kgl. Hofbogtrykker Bianco Luno, 1849. 4. Heilbrigðisskýslur landlæknisembættisins 1911-20. Reykjavík: Landlæknisembættið. 5. Hannesson G. Icterus epidemicus. Læknablaðið 1919; 5: 117-9. 6. Gíslason I. Icterus epidemicus. Læknablaðið 1920; 5: 49-50. 7. Lindstet F. Beitrag zur Kenntnis des Icterus catarrhalis mit besonderer Riicksicht auf die Incubationszeit dessen epidemischen Formen. Arkiv för Inre Medicin (Nord Med Arkiv Avd II) 1919; 51: 583-610. 8. Briem H, Weiland O, Fridriksson I, Berg R. Prevalence of antibody to hepatitis A in Iceland in relation to age, sex, and number of notified cases of hepatitis. Am J Epidemiol 1982; 116: 451-5. 9. Briem H. Declining prevalence of antibodies to hepatitis A virus infection in Iceland. Scand J Infect Dis 1991; 23: 135-8. 10. Jónsdóttir Ó, Einarsson E, Guðmundsson S, Briem H. Smitandi lifrarbólgur A og B greindar á Borgarspítalanum 1986-1989 og tengsl þeirra við fíkniefnaneyslu. Læknablaðið 1991; 77: 127-30.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.