Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 253-6 253 Eysteinn Pétursson, Davíö Davíösson BRÉF TIL BLAÐSINS: ísótóparannsóknir og heiladauði Fyrir skömmu birtist grein í Læknablaðinu, Greining heiladauða (1), eftir Christian Kruse-Larsen og Elínu Jónasdóttur Sörensen. Þar er fullyrt, að »...ísótópamyndatökur af heila...(hafi) reynst bœði tímafrekar og erfiðar íframkvœmd«. Eina heimildin sem höfundar gefa fyrir þessari fullyrðingu er grein frá árinu 1969 eftir Goodman JM og fleiri í JAMA (2). 1 þessari grein Goodmans og samverkamanna hans, sem er sú fyrsta sem birtist um þetta efni, er sagt frá blóðflæðiathugunum með ísótópum og gammamyndavél á rúmlega 500 einstaklingum. Blóðflæði sást vel í heilaæðum og venusínusum í öllum einstaklingunum, nema þremur, þar sem ekkert blóðflæði sást. Þessir þrír einstaklingar voru þeir einu í hópnum sem höfðu verið greindir klínískt með heiladauða. Þeir voru í dái og með útvíkkuð, viðbragðslaus ljósop, háðir öndunarvél og með flatt (isoelectric) heilarit. Við krufningu fundust miklar »autolytískar« breytingar í heila þessara sjúklinga, og samrýmdust því sem þá var kallað »respirator brain«. Hvergi í grein þeirra Goodmans og félaga er sagt að rannsóknin sé tímafrek eða erfið í framkvæmd. Þvert á móti er hún talin »...simple technique for detecting impairment of cerebral perfusion (and) should become more generally available«. Rannsóknin tók aðeins eina mínútu frá því að geislavirka efninu var sprautað í æð, og undirbúningur var ekki annar en flutningur sjúklings á ísótópastofu. Þar var höfuð sjúklinganna sett undir skynjara gammamyndavélar og 15 mCi 99mTc-perteknetat síðan gefið sem »bolus« í bláæð. A bilinu fimm til 24 sekúndum eftir inngjöf voru svo teknar átta þriggja sekúndna myndir á Polaroid filmu og tvær fimm sekúndna myndir á 8”xl0” röntgenfilmu með fimm sekúndna millibili. A þeim rúmlega 20 árum sem liðin eru síðan Frá (sótópastofu Landspítalans. þessi tímaritsgrein birtist, hefur að sjálfsögðu áunnist aukin reynsla á aðferðinni, og er hún orðin enn einfaldari og öruggari. Þannig þarf ekki lengur að toga Polaroid myndir úr hylki á fárra sekúndna fresti, heldur er geislavirknin nú skráð á tölvudisk. Getur sú skráning farið fram með miklum hraða, allt að 100 myndir/sek. Síðan má meðhöndla þessar upplýsingar með ýmsum hætti, búa til myndir með hvaða tímalengd sem er og beita tölulegum aðferðum. Tölva sem þessi var sett upp á Landspítalanum árið 1979. A mörgum sjúkrahúsum eru færanlegar tölvutengdar gammamyndavélar, sem hægt er að fara með á sjúkradeildir, þar með talin gjörgæsludeild. ísótópaaðferð hefur einu sinni verið beitt til greiningar heiladauða á Landspítalanum. Það var árið 1980 á tveggja ára gömlu barni með þindarslit og sprunginn maga. Barnið fór í bráðaaðgerð. Meðan á aðgerðinni stóð, stöðvaðist hjarta barnsins og þrátt fyrir að því er virtist giftusamlega endurlífgun fylgdu ýmis vandamál í kjölfarið. Rúmum hálfum sólarhring eftir að barnið var komið með útvíkkuð stjörf ljósop var gerð ísótóparannsókn og samrýmdist niðurstaða hennar heiladauða, ekkert blóðflæði sást til heila. Fáeinum klukkustundum síðar var tekið heilarit, en það var talið »gjörsamlega ófullnægjandi rit, en gæti verið ísóelektrískt«. Ritið var endurtekið tæpum sólarhring síðar og var þá talið »að öllum líkindum ísóelektrískt«. »Riðstraumsartefaktar« og truflanir frá EKG sáust í ritinu, en engin virkni, sem líklegt var talið að stafaði frá heila. Sama dag var gerð fjögurra æða myndataka með skuggaefni á röntgendeild og var niðurstaða þeirrar rannsóknar »engin cirkúlation intracranielt, RD: mors cerebri.« Við rannsóknina á Isótópastofu Landspítalans voru bæði teknar Polaroid myndir og lesið inn í tölvu. Mynd 1B og 1D sýna ástandið annars vegar sex til níu sekúndum og hins vegar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.