Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1994, Qupperneq 8

Læknablaðið - 15.04.1994, Qupperneq 8
130 LÆKNABLAÐIÐ (14) sem kannaði ónæmi fyrir nitróimídasól. Tíðni metrónídasólónæmis í flestum þróuðum löndum er í kringum 25% (15,16). Fimm af sex sjúklingum með ónæma stofna höfðu fengið CBS+M og enginn þeirra hafði losnað við sýkinguna. Þrír sjúklingar sem voru H. pylori neikvæðir eftir 12 vikur voru jákvæðir við' 26 vikna skoðun. Þetta er ef til vill vegna endursýkingar sem þýddi 23% endursýkingartíðni á tímabilinu milli 12. og 26. viku. Tfðni endursýkinga virðist vera mjög breytileg, allt frá 3% til 35% á ári hjá fullorðnum (10,17-19) að 25% á sex mánaða tímabili hjá börnum (20). Endursýkingartíðnin er sennilega tengd tíðni H. pylori sýkingar í þýðinu sem sjúklingahópurinn er úr. Bráðabirgðarannsóknir benda til þess að H. polori sýkingar séu algengari á íslandi heldur en í öðrum skandínavískum löndum (21). Ahrif meðferðar á einkenni við fjögurra vikna skoðun var góð hjá báðum meðferðarhópum. Meira en 90% hafði annað hvort batnað verulega eða voru laus við einkennin. Við 26 vikna skoðun höfðu hins vegar fimm sjúklingar sem fengu CBS+M og sjö sem fengu CBS+L fengið upphafseinkenni að nýju. Erfitt hefur verið að túlka árangur skammtíma meðferðartilrauna hjá sjúklingum með meltingarónot vegna mjög hárrar svörunar við lyfleysumeðferð, sem er á bilinu frá 50-60% (22,23). Nýleg íslensk rannsókn sýndi góða svörun hjá 67% sjúklinga eftir þriggja vikna meðferð með lyfleysu (24). I okkar rannsókn fengu báðir hópar meðferð í formi CBS sem er virkt slímuverjandi lyf. Áhugaverðast í okkar rannsókn er áhrif upprætingar á H. pylori á meltingarónot samanborið við hópinn sem var áfram H. pylori jákvæður. Við 12 vikna skoðun virtist vera betri svörun hjá hópnum sem var H. pylori neikvæður en munurinn var ekki marktækur. Við 26 vikna skoðun var hins vegar marktækt betri árangur hjá þeim sem voru H. pylori neikvæðir. Einkennin fóru versnandi hjá hópnum sem var H. pylori jákvæður en héldu áfram að batna hjá hópnum sem var H. pylori neikvæður. Þessi svörun bendir til að áhrif lyfieysu eða slímuverjandi áhrif CBS séu ríkjandi fyrstu vikurnar eftir meðferð, en þegar þessi áhrif hverfa koma hin raunverulegu læknandi áhrif af upprætingu á H. pylori í ljós. Ekki er ljóst hvernig H. pylori sýking í magaslímhúð getur valdið meltingarónotum. Hins vegar er þekkt að viðvarandi magabólga af gerð B, sem H. pylori sýking veldur, tekur marga mánuði að læknast eftir að sýklinum er útrýmt (25). Það er vel mögulegt að áhrif af upprætingu á H. pylori sýkingu á einkenni í meltingarónotum taki álíka langan tíma að koma fram. SUMMARY The long-term effect of treatment with colloidal bismuth subcitrate tablets and placebo (CBS+P) and with metronidazole (CBS+M) was investigated in 69 patients with non-ulcer dyspepsia and Helicobacter pylorí infection. The main objective was to assess the long-term effect of H. pylori eradication on the dyspeptic symptoms, but the effect of medication on the symptoms was also assessed. Patients presented with chronic upper dyspeptic symptoms lasting at least 4 weeks, but no other history of gastrointestinal disease. H. pylori infection was confirmed by urease testing and culture or histology. The patients were randomized to receive CBS 240 mg bid for 4 weeks and placebo tid for 10 days or CBS 240 mg bid for 4 weeks and metronidazole 400 mg tid for 10 days. They recorded their symptoms (no symptoms, improved or unchanged/worse) daily during the 4 weeks of treatment and weekly during the 12-week follow-up. H. pylori status was reassessed at 12 and 26 weeks. The H. pylori eradication achieved at 12 weeks was 37% (11/30) for the CBS+M group and 6% (2/32) for the CBS+P group (p<0.05). The symptomatic response to the medications was good for both regimes at 4 weeks with 93% and 90% improved or symptomfree for the CBS+M and CBS+P groups respectively. The good symptom response, however, deteriorated with time to 77% and 60% respectively (N.S.) at 26 weeks. The symptomatic response to H. pylori eradication showed a non-significant trend in favour of the eradicated group at 12 weeks and this trend became highly significant (p<0.00005) at 26 weeks. The patients in the eradicated group tended to improve with time.but patients with persistent H. pylori infection tended to relapse with time. It is concluded that eradication of H. pylori has a favourable long-term effect on symptoms in patients with non-ulcer dyspepsia. HEIMILDIR I. Veldhuyzen van Zanten SJ, Tytgat KMAJ, Jalali S, Goodacre RL, Hunt RH. Can gastritis symptoms be

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.