Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1994, Side 11

Læknablaðið - 15.04.1994, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 133-139 133 Guðmundur Kr. Klemenzson1', Ingimundur Gíslason’), Einar Stefánsson 1>, Haraldur Briem2) AUGNSJÚKDÓMAR í ALNÆMI ÁGRIP Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi augnfylgikvilla alnæmis á Islandi, lífshorfur sjúklinga eftir að þeir hafa fengið augnsjúkdóma og fötlun þeirra. Tólf HIV (Human Immunodeficiency Virus) -jákvæðir sjúklingar komu til skoðunar á augndeild Landakotsspítala fram til 30. september 1993. Níu þeirra höfðu augnfylgikvilla (átta af þeim með alnæmi). Fjórir höfðu látist 30. september 1993. Sex sjúklingar voru með cýtómegalóveiru (CMV) sjónubólgu, einn með sjóntaugarrýmun, einn með langvinna herpes simplex glærubólgu og sex með æðasjúkdóma í augnbotni. Lífshorfur eftir að CMV sjónusýking greindist voru tveir, 10, 12,5 og 14 mánuðir. Tveir sjúklingar urðu blindir (innan við 3/60 á betra auga). Tveir fengu sjónulos og annar þeirra fór í skurðaðgerð þess vegna. Augnfylgikvillar alnæmis valda alvarlegri fötlun. Horfur eru á að þeir verði vaxandi vandamál eftir því sem alnæmissjúklingum fjölgar og þeir lifa lengur með betri meðferð. INNGANGUR Augnfylgikvillar alnæmis eru algengir. Talið er að 60-75% (1) alnæmissjúklinga fái augnfylgikvilla. Fylgikvillum er skipt í fjóra flokka: Æðabreytingar í augnbotni, tækifærissýkingar, æxli, sjónbrauta- og augnhreyfingartruflanir. Æðabreytingar (microvasculopathy) í augnbotni eru algengustu augnfylgikvillarnir en trufla ekki sjón. Tækifærissýkingar hrjá 20-30% (1,2) alnæmissjúklinga og er CMV sjónubólga algengust þeirra. Frá 1)augndeild Landakotsspítala, 2)lyflaekningadeild Borgarspítala. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ingimundur Gíslason, augndeild Landakotsspítala, 101 Reykjavík. Æxli í og við augu em sjaldgæf. Sjónbrauta- og augnhreyfingartruflanir finnast hjá 8% alnæmissjúklinga (1). Rannsókn þessi er afturskyggn. Farið var yfir gögn og augnbotnamyndir alnæmissjúklinga sem komu á augndeild Landakotsspítala frá 12. október 1989, þegar fyrsti alnæmissjúklingurinn kom til skoðunar, fram til 30. september 1993. SJÚKRASÖGUR Sjúklingahópurinn er 11 karlar og ein kona á aldrinum 20-50 ára. Níu þeirra fengu augnsjúkdóma. Sjúklingur 1: Sjúklingur greindist með alnæmi tæpum fjórum árum eftir að hann greindist HlV-jákvæður. Við augnskoðun þremur mánuðum eftir greiningu alnæmis sáust fífublettir (cotton-wool spots) í báðum augnbotnum og örfín blæðing í sjónu vinstra auga. Sjón var þá 6/6 á hægra og 6/9 á vinstra auga. Sjúklingurinn kom næst í skoðun níu mánuðum seinna, þá sást CMV sjónubólga í vinstra auga en fífublettir í því hægra. Sjón var óbreytt og sjúklingurinn settur á ganciclovir meðferð. Níu dögum síðar hafði sjónubólgan aukist í vinstra auga og lithimnubólga (iridocyclitis) bæst við. Fimm dögum síðar hafði skipt um og fór sýkingin batnandi sem var staðfest með annarri skoðun skömmu seinna. I framhaldi var hætt við ganciclovir meðferðina. Rúmum mánuði síðar hafði sjónubólgan blossað upp og var komin í bæði augu með glerhlaupsbólgu í því vinstra. Aftur var hafin meðferð með ganciclovir. Hálfum mánuði seinna hafði sjúkdómurinn batnað en við skoðun mánuði síðar hafði sjónubólgan breiðst út í hægra auga en var óbreytt í því vinstra. Meðferð hafði fallið niður skömmu áður á meðan sjúklingurinn var erlendis í viku.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.