Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1994, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.04.1994, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 137 Fig. 4. CMV retinitis, photograph taken at diagnosis. Left eye, patient 9. Sjónubólgan í sjúklingi 1 leiddi til blindu (innan við 3/60 á betra auga) og í sjúklingi 3 til alvarlegrar sjóndepru og sjónuloss. Má vera að léleg meðferðarheldni sjúklings 1, sem hætti að minnsta kosti fjórum sinnum á meðferð, og barksterameðferð hjá sjúklingi 3 vegna gruns um sjóntaugarbólgu skýri þetta að nokkru. Tuttugu til 26% alnæmissjúklinga með CMV sjónubólgu fá sjónulos samkvæmt erlendum rannsóknum (2,6). Aðgerðir á sjónulosi ná að setja sjónu aftur að í yfir 90% tilfella (7). Bati á sjón er hins vegar oft ekki í samræmi við tæknilegan árangur aðgerðar. Bestu niðurstöður sem við vitum um er nýleg rannsókn Freemans og samstarfsmanna (8) þar sem að meðaltali náðist 6/18 sjón eftir aðgerð. Tveir Islendingar fengu sjónulos. Annar þeirra gekkst undir aðgerð á báðum augum þess vegna. Aðgerðin varðveitti sjón sem gerði Table II. AIDS Patients with cytomegalovirus retinitis. Fig. 5. Same eye as on fig. 4, photograph taken one month later. Retinitis in remission after ganciclovir therapy. sjúklingnum kleift að fara ferða sinna, allt til dauðadags níu mánuðum síðar. Herpes simplex glœrubólga: Einn sjúklingur (númer 5) í rannsókninni hafði herpes simplex glærubólgu. I HlV-smituðum sjúklingum hagar herpes simplex hornhimnubólga sér ekki á dæmigerðan hátt (9). Sár á glæru eru randstæð en ekki miðlæg, bólgan svarar illa meðferð og blossar iðulega upp aftur. Islenski sjúklingurinn þurfti langvinna acyclovir meðferð, bæði smyrsl og töflur, til að vinna bug á sýkingunni. Sjóntaugarrýrnun: Átta af hundraði alnæmissjúklinga fá sjónbrauta- og augnhreyfingartruflanir. Orsakir eru HIV- sýking, tækifærissýkingar eða æxlisvöxtur í miðtaugakerfinu (10,11). Sjóntaugarrýrnun lýsir sér með minnkaðri aðgreiningarhæfni (contrast sensitivity), Patients’ Time from AIDS Time from retinitis Vision at last number to retinitis to death or 30/9 ’93 examination 1 12.5 months 12.5 months Hand movements OD Amaurosis OS 2 1.5 months 14 months 6/12 OD 6/6 OS 3 11.5 months 10 months 2/60 OD 3/60 OS 7 27 months 2 months 6/5 OD 6/5 OS 8 53.5 months 5 months 6/9 OD 6/6 OS 9 22 months 3 months 6/6 OD 6/5 OS Patients 1, 2, 3 and 7 had died prior to september 30th 1993, patients 8 and 9 were still alive.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.