Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1994, Page 23

Læknablaðið - 15.04.1994, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 145 Fig. 6. Pathways of purine rnetabolism. APRT = Adenine-phosphoribosyltransferase IMP = Inosine monophosphate HGPRT = Hypoxanthine-guanine-phosphoribosyltransferase prpp = s’-phosphoribosyl pyrophosphate AMP = Adenosine monophosphate sannaði að lokum samsetningu þeirra. Þá þegar tókst að sýna fram á ókynbundnar víkjandi erfðir í þessum sjúkdómi, með APRT mælingum í rauðum blóðkornum hjá ættingjum. Næstu þremur sjúklingunum, sem einnig voru á barnsaldri, var svo lýst skömmu síðar af Ann Simmonds og samstarfsmönnum í Lundúnum (10,11). Dr. Simmonds hefur síðan verið hvað atkvæðamest þeirra sem um þennan sjúkdóm hafa fjallað, en hún stýrir rannsóknastofu í púrínefnaskiptum við Guy’s Hospital í Lundúnum. Fig. 7. Brownish, round 2,8-dihydroxyadenine urine crystals showing darker outline. Original magnific. x 500. Fyrstu fullorðinstilfellin komu til sögunnar árið 1980 í Japan (12) og hafa Japanir einir allra þjóða, fundið aðra gerð sjúkdómsins, APRT*J skort, til viðbótar hinum hefðbundna, venjulegri APRT*Q0 skorti. Til þessa hefur aðeins verið lýst fjórum tilfellum í Bandaríkjunum (7,13,14) og engu á Norðurlöndunum utan á Islandi (6). Algengi: Erfitt hefur verið að áætla raunverulega tíðni þessa sjúkdóms. Fjórar mismunandi rannsóknir hafa metið algengi arfblendinna 0,4-1,1% (7). Út frá þessu hefur verið reiknað að arfhreinir sjúklingar gætu verið um það bil einn af hverjum 250.000- 33.000 íbúum, en beðið er eftir frekari staðfestingu eftir því sem greindum tilfellum fjölgar. Um síðustu áramót var alls vitað um 98 tilfelli af APRT*Q0 skorti í öllum heiminum. Þau skiptust nokkuð jafnt milli barna og fullorðinna (3). Þar af voru 68 frá þremur Fig. 8. Macroscopic 2,8- DHA stone appearance: gray or beige (dry), rough, breakable. löndum, það er 35 sjúklingar frá Japan, 21 frá Frakklandi og 12 frá íslandi. Þannig virðist algengi á Islandi mun hærra en annars staðar, eða nálægt einn af 22.000 íbúum, og eru þá örugglega ekki öll kurl komin til grafar ennþá, því að ekkert tilfelli hefur til þessa greinst utan höfuðborgarsvæðisins.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.