Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1994, Side 27

Læknablaðið - 15.04.1994, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 1994; BO: 149-153 149 Hallgrímur Guöjónsson1*, Einar Oddsson1>, Sigurður Björnsson2>, Ólafur Gunnlaugsson3*, Ásgeir Theodórs2*, Tómas Árni Jónasson3*, Olaf Bonnevie4>, Bjarni Þjóðleifsson 1> MEÐFERÐ Á MELTINGARÓNOTUM MEÐ SÚKRALFATI Tvíblind rannsókn ÁGRIP Markmið rannsóknarinnar var að meta gagnsemi súkralfats í meðferð meltingarónota. Allir sjúklingarnir voru magaspeglaðir. Auk þess var ómun af kviðarholi og blóðrannsókn gerð hjá þeim sem ástæða þótti til. Sjúklingar með sögu um sár í maga eða skeifugörn voru ekki teknir með. Einkenni sjúklinganna voru metin bæði í upphafi og við lok rannsóknarinnar. Sjúklingarnir skráðu þau tvö einkenni sín sem voru mest áberandi, hvort þau voru betri, óbreytt eða verri við lok meðferðar, miðað við upphaf. Rannsóknin var tvíblind og var gefið ýmist lyfleysa eða súkralfat 1 g fjórum sinnum á dag í þrjár vikur. Alls voru 104 sjúklingar teknir inn í rannsóknina, 56 fengu súkralfat og 48 lyfleysu. Níu sjúklingar féllu út vegna slælegrar lyfjatöku eða aukaverkana, sex úr súkralfathópnum og þrír úr lyfleysuhópnum. Hóparnir voru í aðalatriðum sambærilegir. Mat á einkennum í lok meðferðar sýndi að í súkralfathópnum höfðu 34 (68%) hlotið bata, 11 voru óbreyttir og fimm verri. í lyfleysuhópnum hafði 31 (69%) hlotið bata, 11 voru óbreyttir og þremur hafði versnað. Enginn marktækur munur var á milli hópanna. Þessi þriggja vikna meðferð með súkralfati 1 g fjórum sinnum á dag hjá sjúklingum með meltingarónot gaf því ekki betri árangur en lyfleysa. INNGANGUR Oþægindi frá efri hluta meltingarvegar eru mjög algeng meðal vestrænna þjóða og er talið að 40% einstaklinga finni fyrir slíku á hverju sex mánaða tímabili (1,3). Fjórðungur þessa hóps leitar læknis og þarfnast rannsókna Frá 1>lyflækningadeild Landspítala, 2>lyflækningadeild Borgarspítala, 3>lyflækningadeild Landakotsspítala, 4>meitingarsjúkdómadeild Frederiksbergspítala í Kaupmannahöfn. Fyrirspurnir, bréfaskrittir: Bjarni Þjóðleifsson, lyflækningadeild Landspítalans, 101 Reykjavík. eða meðferðar (2). Vefrænar orsakir, einkum sár í maga og skeifugörn, skýra um 10% af þessum ónotum (1,2), en aðrar orsakir hafa verið nefndar meltingarónot án sára (non-ulcer dyspepsia) en í þessari grein verður eingöngu notað heitið meltingarónot. Þessi kvilli veldur sjúklingum verulegum óþægindum og þjóðfélaginu umtalsverðum kostnaði, beinum og óbeinum (4). í yfirliti yfir allar útgefnar greinar er varða lækningatilraunir á meltingarónotum var komist að þeirri niðurstöðu að engin meðferð hefði sannað gildi sitt (5). Þrátt fyrir þetta er mjög algengt að lyf séu gefin við meltingarónotum. í sænskri rannsókn fengu 92% sjúklinga með þennan kvilla lyfjameðferð í einhverju formi (6) og nýleg könnun á notkun magalyfja á Islandi sýndi, að að minnsta kosti 40% af öllum lyfjaávísunum voru við þessum kvilla (7). Sýrulækkandi lyf voru oftast notuð og sýndu fjórar tvíblindar rannsóknir enga gagnsemi (8-11), en fjöldi sjúklinga í hverri rannsókn var fremur lítill. í fimm öðrum stærri rannsóknum sýndu fjórar bata (12-16). Aðeins ein rannsókn hefur verið gerð með lyfinu súkralfat sem sýndi marktækan bata eftir fjögurra vikna meðferð (17). Súkralfat er slímuvemdandi (cytoprotective) lyf með margbrotinn verkunarmáta. Það hindrar skaðleg áhrif sýru, pepsíns og gallsalta með því að setjast eins og steypa í sárin eða festast við bólgna og jafnvel eðlilega slímhúð magans. Það hefur aðeins minni háttar bein áhrif gegn sýrunni sjálfri, en hins vegar hindrar það verkun pepsíns og gallsalta með því að bindast þeim efnum og gera þau óvirk. Súkralfat örvar framleiðslu og losun prostaglandín í maga og skeifugörn sem aftur leiðir til aukinnar framleiðslu á lút og slími sem hvort tveggja verndar magann (18). Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að súkralfat græðir sár í maga og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.