Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1994, Síða 28

Læknablaðið - 15.04.1994, Síða 28
150 LÆKNABLAÐIÐ skeifugörn og hindrar einnig endurkomu þeirra ef viðhaldsmeðferð er gefin. Orsök meltingarónota er óþekkt. Lækningatilraunir hafa fram að þessu ekki stutt þá hugmynd að magasýran komi þar mikið við sögu. Súkralfat er mjög áhugavert lyf og verkunarmáti þess lofar góðu í meðferð á þessutn kvilla og verðskuldar frekari skoðun. Sú rannsókn sem hér er sagt frá hefur það að markmiði að kanna gagnsemi súkralfats í meðferð á vandlega völdum hópi með meltingarónot. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Sjúklingarnir í þessari rannsókn voru valdir af sjö reyndum meltingarsérfræðingum á tveggja ára tímabili. Vegna reynslu sinnar á þessu sviði var Olaf Bonnevie fenginn til ráðgjafar um rannsóknaráætlun og framkvæmd. Sjúklingarnir komu beint eða var vísað til sérfræðinga vegna þrálátra einkenna frá meltingarfærum, sem voru talin nægjanleg til að réttlæta rannsókn og meðferð. Greiningu á meltingarónotum er eingöngu hægt að gera með útilokunaraðferð. Vefrænar orsakir fyrir óþægindunum voru útilokaðar með speglun í öllum tilfellum og ómskoðun og blóðrannsóknum þar sem það þótti við hæfi. Skilyrði fyrir inntöku í rannsóknina voru eftirfarandi: 1. Oþægindi takmörkuð við efri hluta kviðarhols og undir bringubeini. Oþægindin voru tengd fæðutöku þannig að þau annað hvort bötnuðu eða versnuðu við fæðu eða drykki. 2. Óþægindin þurftu að hafa staðið í að minnsta kosti einn mánuð og vera til staðar á þeim tíma sem sjúklingurinn var tekinn inn í rannsóknina. 3. Allir sjúklingar þurftu að fara í speglun á efri hluta meltingarvegar. Ef vefrænir sjúkdómar fundust var sjúklingurinn ekki tekinn inn í rannsóknina (bólga í vélinda, gr. II-IV, krabbamein, sár í maga eða skeifugörn). Útilokunaratriði: 1. Aldur innan við 18 ár. 2. Sjúklingar sem taka gigtarlyf eða acetýlsalicýlsýru. 3. Fyrri saga um maga- eða skeifugamarsár. 4. Saga um skurðaðgerðir á vélinda, maga eða skeifugörn, eða skurðaðgerðir á kviðarholi fyrir minna en þremur mánuðum. 5. Grunur um ^allsteina eða fyrri saga um gallaðgerðir. Ómskoðun var framkvæmd í vafatilfellum. 6. Klínískur grunur eða óeðlilegar blóðrannsóknir sem bentu til sjúkdóms í lifur, gallvegunt eða briskirtli. 7. Saga um kransæðasjúkdóm. 8. Saga eða klínískur grunur um sjúkdóma í öðrum líffærakerfum. 9. Meðferð með magalyfjum eða sýrubindandi lyfjum vikuna fyrir inntöku í rannsóknina. Staðtöluaðferðir: Kí-rótar (x2) próf var notað til að meta staðtölulegan mun og P gildi minna en 0,05 var talið marktækt. Aðferð Young og samstaifsmanna (19) var notuð til að reikna út nauðsynlegan fjölda sjúklinga og betagildi. Uppsetning rannsóknar: Rannsókninni var ætlað að greina 20% mun eða meira milli lyfleysu og súkralfats. Gert var ráð fyrir að lyfleysumeðferðin gæfi um 55% árangur. Gengið var út frá skekkju af gerð I (alfa) að 0,05 og af gerð II (beta) að 0,2. Reiknað út frá þessum forsendum þurfti 60 sjúklinga í hvorn hóp. Aætlað var að ná þessum fjölda á tveimur árum. Framkvœmd rannsóknar: Innan tveggja daga frá magaspeglun var sjúklingi úthlutað af handahófi annað hvort súkralfati (Antepsin, Farmos, Finnland) 1 g, sem átti að takast fjórum sinnum á dag klukkutíma fyrir máltíðir og fyrir svefn, eða lyfleysutöflum sem litu nákvæmlega eins út. Meðferðin stóð í þrjár vikur, en þá var sjúklingurinn aftur tekinn til viðtals og mats. Öll óþægindi frá efri hluta meltingarvegar voru skráð og flokkuð í upphaflegri skoðun. Mat einkenna var síðan framkvæmt af sjúklingi sjálfum með hjálp dagbókar. Tvenns konar meltingaróþægindi voru valin til skráningar, þau sem sjúklingur áleit ntest ríkjandi. Meðan á meðferð stóð skráði sjúklingur daglega hvort einkennin væru betri, óbreytt eða verri með tilliti til ástands fyrir meðferð. Sjúklingar notuðu ekki eigin orð til að lýsa breytingum heldur merktu

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.