Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 149-153
151
Table I. Patienl characteristics.
Sucralfate Placebo
Number of patients ............ 50 45
Number of males/females........ 25/25 14/31
Median age (y) ................ 39.2 35.8
(18-71) (18-69)
Length of history (mo)......... 12.4 24.0
Duration of actual episode (mo) 3.5 3.1
Reported use of NSAID ......... 2 0
Reported use of alcohol ....... 18 21
Smokers ....................... 18 13
Table II. Pre-treatment symptom profile.
Sucralfate Placebo N=50 N=45
Symptom profile:
Epigastric pains only 11 13
One additionai Gl-symptom .. 18 17
Two additional Gl-symptoms . 21 15
Epigastric pains present daily .. 43 33
Nocturnal pains 34 24
Heartburn 24 22
Nausea 21 24
Vomiting 4 1
Meteorism 37 24
Irregular bowel movements .... 14 7
Table III. Therapeutic response in assessment of symptoms. relation to global
Improved Unchanged Worse
Sucralafate (%) 34(68) 11 5
Placebo (%) 31(69) 11 3
Table IV. Therapeutic response in relation to global
assessment of NUD according to sex.
Improved Unchanged Worse Total
Sucralfate:
M . 18(72%) 4 3 25
F . 16(64%) 7 2 25
Placebo:
M 7(50%) 6 1 14
F . 24(77%) 5 2 31
við einkennaheiti á lista í dagbók. Dagbækur
voru síðan metnar fyrir allt tímabilið og
sjúklingar flokkaðir sem betri, óbreyttir
eða verri, í samræmi við mat þeirra sjálfra
í dagbókinni. Sjúklingum var ráðlagt
að taka ekki sýrubindandi lyf meðan á
meðferðinni stóð. I lok rannsóknarinnar
afhentu sjúklingarnir það sem eftir var af
lyfjunum og voru þau talin. Ef sjúklingurinn
hafði tekið innan við 80% var hann ekki
tekinn með í úrvinnslu.
NIÐURSTÖÐUR
A tveimur árum tókst að finna 104 sjúklinga
sem uppfylltu öll skilyrði fyrir rannsóknina.
Fimmtíu og sex sjúklingar (27 karlar, 29
konur) fengu súkralfat en 48 (15 karlar, 33
konur) fengu lyfleysu. Allir sjúklingarnir
mættu til skoðunar að lokinni þriggja vikna
meðferð, en níu féllu út vegna þess að
þeir höfðu ekki fylgt settum reglum. Sex
þeirra voru úr súkralfathópnum (tveir vegna
aukaverkana og fjórir vegna slælegrar
lyfjatöku og illa útfylltrar dagbókar), en
þrír úr lyfleysuhópnum (slæleg lyfjataka,
vantaði dagbók). Helstu upplýsingar um
sjúklingahópana eru sýndar í töflu I.
Nothæfir sjúklingar til úrvinnslu voru 50 í
súkralfathópnum en 45 í lyfleysuhópnum.
Hlutfall karla og kvenna í súkralfathópnum
var 25/25 en 14/31 í lyfleysuhópnum. Tíminn
frá því að einkenni komu fyrst fram var lengri
í lyfleysuhópnum eða 24 mánuðir samanborið
við 12,4 í lyfleysuhópnum. Ekki var um
marktækan mun að ræða. Sjúklingahópamir
voru að öllu öðru leyti sambærilegir. I töflu II
eru sýnd sjúkdómseinkenni sjúklinga í hvorum
hópi. Þau dreifast jafnt milli súkralfat- og
lyfleysuhópsins. I töflu III sést heildarárangur
meðferðar sem sýnir að í súkralfathópnum
hafði 34 (68%) batnað, 11 voru óbreyttir og
fimm hafði versnað. I lyfleysuhópnum hafði
31 sjúklingi (69%) batnað, 11 voru óbreyttir
og þremur hafði versnað. Það var alls enginn
staðtölulegur munur milli þessara tveggja
hópa. 1 töflu IV er sýndur heildarárangur
meðferðarinnar eftir kyni. I súkralfathópnum
batnaði 72% karlanna en 64% kvennanna. í
lyfleysuhópnum batnaði 50% karlanna en 77%
kvennanna. Þessi munur var ekki marktækur.
UMRÆÐA
Sjúklingamir vom vandlega valdir samkvæmt
skilmerkjum sem áttu að gefa eins samstæðan
hóp og hægt var fyrir þennan flokk (20).
Samanburðarhópurinn var sambærilegur við
súkralfathópinn í öllu tilliti nema tvennu. í
lyfleysuhópnum voru fleiri konur og það var
lengri tími frá upphafi einkenna. Hvorugt var
þó staðtölulega marktækt og ólíklegt er að
það hafi áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar.
Það reyndist ekki mögulegt að ná þeim fjölda
sjúklinga sem ætlað var í upphafi, það er