Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1994, Side 35

Læknablaðið - 15.04.1994, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ 157 at bringe noget i forslag for den. Efter de gjeldende Begreber er Island ellers den eneste Del af Danmark hvor Localforholdene frembyde de fleste af de Betingelser, der fordres til Kurforsög paa Idioter og Kretins, og disse Sygdomsformer ere ogsaa der i overveiende Antal tilstede. I den nœrvœrende Del af Afhandlingen er Island helt igjennem behandlet sœrskilt og stillet op imod Danmark, for tydeligere at vise den store Differents”. Eins og sést af tilvitnuninni gerði Hiibertz sér og ljóst að hér á landi væru mjög góðir möguleikar til faraldsfræðilegra rannsókna. Oft hefur verið rætt um að tíðni geðsjúkdóma fari vaxandi, en erfitt hefur verið að finna þeirri fullyrðingu öruggan stað. Hér á landi voru framkvæmdar þrjár faraldsfræðilegar rannsóknir á árunum 1928-1967 (tafla III). í þessum rannsóknum var reiknað nýgengi geðsjúkdóma á grundvelli þeirra sem vitjuðu geðlæknis í fyrsta sinn. Rannsókn Helga Tómassonar byggði á fjölda sjúklinga sem vitjuðu geðlæknis í fyrsta sinn á árunum 1928-1936 (5). Rannsókn Tómasar Helgasonar byggði á fjölda sjúklinga sem leituðu læknis í fyrsta sinn á síðustu þremur mánuðum fyrir talningardaginn, 15. mars 1953 (6). Rannsókn Lárusar Helgasonar byggði á fjölda sjúklinga sem leituðu geðlæknis í fyrsta sinn á árunum 1966 og 1967 (9). Eins og sést á töflunni var nýgengið svipað í þessum þremur rannsóknum. Sigurjón Björnsson rannsakaði algengi geðtruflana hjá reykvískum börnum á aldrinum fimm til 15 ára. Samkvæmt niðurstöðum hans þurftu 19% barna á þessum aldri á aðstoð að halda vegna geðtruflana (8). Hallgrímur Magnússon fann með framskyggnri rannsókn á fólki sem náð hafði 74 ára aldri, að algengi geðsjúkdóma var 29,7% við 81 árs aldur og 43,2% við 87 ára aldur. Nýgengi elliglapa hækkaði úr 1% á ári við 74 ára aldur í 4% við 85 ára aldur, svipað fyrir karla og konur. Nýgengi geðlægðar var nokkurn veginn óbreytt frá 74-85 ára, 0,6% á ári fyrir karla og 1,1% fyrir konur (11). Til þess að gera sér betur grein fyrir því, hvort breyting hafi orðið á tíðni geðsjúkdóma á fyrri hluta aldarinnar, var ætlunin að rannsaka fæðingarárganginn 1931 með sama hætti og fæðingarárgangana 1895-1897. Því miður fékkst ekki leyfi Tölvunefndar til þess að Table III. Incidence of mental disorders as represented by the first consultation with psychiatrist during different periods. Age 15-69 years. Year of study Author Rate/year/100,000 1928-36 H. Tómasson (5) 848 1953 T. Helgason (6) 920 1966-67 L. Helgason (9) 833 Table IV. Lifetime prevalence (per cent) of mental disorders in two birth cohorts in lceland (7, 13*). Year of birfh 1895-7 1931 Age at study 60-62 56 Schizophrenic disorders .............. 0.7 0.3 Affective disorders .................. 7.8 8.7 Organic disorders .................... 1.6 4.2 Anxiety disorders ................... 10.2 22.6 Substance abuse disorders ............ 3.9 16.7 Other disorders ...................... 6.7 5.3 All mental disorders 30.9 57.8 * Höfundar (13) hafa endurflokkað niðurstöður sínar til samanburðar við (7). framkvæma rannsókn á fæðingarárganginum 1931 á sama hátt og eldri árgöngunum. Hann var þá rannsakaður með annarri aðferð en hinir eldri. Tekið var staðlað viðtal (DIS) (12) við annan hvern mann sem fæddur var 1931 og á lífi 1987 (13). Þessi aðferð er líkleg til þess að finna frekar ýmsa vægari kvilla. Því er ekki unnt að draga þær ályktanir af töflu IV, að lífsalgengi geðsjúkdóma hafi nærri tvöfaldast á síðari árum. Eins og sést af töflunni er lífsalgengi geðklofa og geðhvarfasjúkdóms, svo og ýmissa annarra truflana, svipað í báðum hópunum. Hins vegar er lífsalgengi kvíðatruflana og vímuefnamisnotkunar miklu hærra í yngri hópnum en þeim eldri. Geðheilbrigðisástand: Fyrir nokkrum árum var gerð skimleit meðal fólks á aldrinum 20- 59 ára. Rannsóknin byggði á slembiúrtaki fólks úr öllum kaupstöðum og sýslum landsins. Samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar reyndist algengi geðtruflana vera um 20%, er þar með talin misnotkun áfengis og annarra vímuefna. Þar til viðbótar má gera ráð fyrir að 0,6% dvelji á sjúkrahúsum eða hjúkrunarheimilum vegna geðtruflana og um 1% séu öryrkjar utan stofnana (tafla V) þannig að heildaralgengið var um 22% (14). Þetta er mjög svipuð niðurstaða og fékkst við rannsókn á öllum Islendingum, sem fæddir voru á árunum 1895-1897. Þegar þeir voru að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.