Læknablaðið - 15.04.1994, Side 40
162
LÆKNABLAÐIÐ
niðurstöður þeirra á að hægt er að finna
hópa af börnum sem eiga á hættu að verða
misnotkuninni að bráð. Forvamir gætu verið
fólgnar í að sinna þessum hópum sérstaklega í
fræðslu og uppeldi í skóla.
Loks má nefna rannsókn á syfju og
áfengismisnotkun hjá ökumönnum sem lentu í
slysum (32). Niðurstöður þessarar rannsóknar
sýndu meðal annars, að bílstjórar innan við
tvítugt, sem lentu í slysum, höfðu rúmlega
fjórum sinnum oftar einkenni sem bentu til
áfengismisnotkunar en samanburðarhópurinn.
Þennan áhættuhóp er hægt að finna nteð
tiltölulega einföldum aðferðum, veita honunt
aðstoð til að hætta misnotkuninni og koma
þannig í veg fyrir slys.
LOKAORÐ
Eins og sjá má af framansögðu eru not
faraldsfræðilegra rannsókna til að auka við
þekkingarforða margvísleg. Þær em mjög
hagnýtar til þess að skipuleggja þjónustu
og forvarnir, þó að oft gangi erfiðlega að
fá rétta aðila til að nýta sér niðurstöður
rannsóknanna. Faraldsfræðilegar rannsóknir
eru einnig nauðsynlegar til að meta árangur
heilbrigðisþjónustunnar.
Table X. Scores aí final examination in elementary
school among abstainers, non-problem drinkers and
problem drinkers (30).
Scores Abstainers (N = 92) % Non-problem drinkers (N = 887) % Problem drinkers (N = 134) %
0-59 13 15 30
60- 11 19 22
70- 25 30 21
80- . 42 30 22
90- 9 6 4
Total 100 100 99
Average score 75 74 68
Chi-square = 34.06, df = 8, P< 0.001.
Hér að framan hafa verið tekin dæmi af
faraldsfræðilegum rannsóknum á geðtruflunum
til að sýna notkunarsvið faraldsfræðinnar. Að
breyttu breytanda er hægt að beita svipuðum
faraldsfræðilegum aðferðum við rannsókn
annarra truflana til að fylla í sjúkdómsmyndir
meðal þjóðarinnar.
Forsendur faraldsfræðilegra rannsókna eru
aðferðafræðileg þekking og greiður aðgangur
að gögnum sem hafa verið varðveitt og
verða varðveitt áfram. Þessi gögn verður
að vera hægt að tengja við persónur til þess
að þau koiui að fullum notum. Starfandi
læknar verða að geta gefið kollegum sínum
sem em að fást við vísindalegar rannsóknir,
upplýsingar um sjúklinga sína, eins og þeir
gefa öðrum kollegum sem sinna meðferð
þeirra. Einnig verða þeir sem fást við
vísindalegar rannsóknir að geta fengið
upplýsingar úr gagnasöfnum sem til eru,
eins og dánarvottorðum, krabbameinsskrám,
sjúkraskrám sjúkrahúsa, örorkuvottorðum
Tryggingastofnunar ríkisins, skrám landlæknis
um misnotendur deyfilyfja, skrá um alnæmis-
sjúklinga og svo framvegis. Við úrvinnslu
faraldsfræðilegra rannsókna koma upplýsingar
um einstakar persónur aldrei fram. Við slíkar
rannsóknir er og hefur verið gætt fyllsta
trúnaðar og ekki vitað til að upplýsingar úr
þeim hafi verið misnotaðar.
Hubertz (4) gerði sér Ijóst fyrir hálfri
annarri öld að á Islandi væru mjög góðar
aðstæður til faraldsfræðilegra rannsókna,
þó að hann talaði fyrst og fremst um
rannsóknir á geðtruflunum. Enn í dag er
Island gósenland fyrir faraldsfræðilegar
rannsóknir á sjúkdómum sem ekki eru mjög
sjaldgæfir. A síðustu árum hefur löggjöf um
skráningu og meðferð persónuupplýsinga (33)
og framkvæmd hennar orðið til að hindra
slíkar rannsóknir. Það ætti að vera verðugt
verkefni fyrir stjórn Læknafélags Islands að
Table XI. Antisocial behaviour abnormalities in childhood (31).
Abusers
Controls
n % n % Chi-square p
Truancy.................................... 40 57.1 9 12.9 30.17 <0.001
Police intervention ....................... 35 50.0 10 14.3 20.47 <0.001
Lying ..................................... 29 41.4 11 15.7 11.34 <0.001
Fighting ................................ 25 35.7 14 20.0 4.30 <0.05
Pilfering ............................... 22 31.4 14 20.0 2.39 NS