Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1994, Page 6

Læknablaðið - 15.12.1994, Page 6
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 518-9 518 Ritstjórnargrein Hvernig unnið er með fræðilegar greinar sem berast Læknablaðinu Pessi pistill lýsir ritstjórnarferli greina sem berast Læknablaðinu og er ætlaður til upplýs- ingar fyrir lesendur og verðandi höfunda. Ég geng út frá því að klókir höfundar kynni sér Leiðbeiningar til höfunda um ritun og frágang frœðilegra greina í Lœknablaðið sem birtist í Fréttabréfi lækna 7. tölublaði 12. árgangs, 1994, bls. 12-16. Efni þessara leiðbeininga verður ekki endurtekið hér, heldur gengið út frá því að þær hafi verið lesnar. Síðustu mánuði hafa þrír starfmenn unnið við Læknablaðið og ritstjórn heldur mánaðar- lega fundi. Milli funda er náið samstarf rit- stjórnarfulltrúa og ritstjórnar. Þegar handrit berst Læknablaðinu les rit- stjórnarfulltrúi það þegar í stað og ef því er mjög ábótavant hvað varðar frágang eða með tilliti til ofannefndra leiðbeininga er það sent höfundi aftur með beiðni um lagfæringar. Venjulega þarf ekki að vísa handritum til höf- unda á þessu stigi heldur velur ritstjórnarfull- trúi tvo ritstjórnarmenn, að nokkru með hlið- sjón af efni greinarinnar, til að lesa yfir hand- ritið og annar þeirra tekur að sér að vísa handritinu til yfirferðar og gagnrýni hjá einum eða fleiri ritrýnum. Þegar hér er komið sögu hafa liðið einn eða tveir dagar. Að fá ritdóma frá hæfum og viljugum ritrýn- um þarf ekki að vera auðvelt eða fljótgert verk. Þess er farið á leit við ritrýna að þeir ljúki gagnrýni sinni og skili til ritstjórnar á tveimur til þremur vikum. Að meðaltali tekur þetta um 30 daga, getur farið niður í 10 daga en tekur því miður stundum allt upp í 90 daga. Ritstjórn velur ritrýna sérstaklega fyrir hvert handrit og er leitast við að fá til þess lækna eða aðra aðila, sem hæfastir þykja á því sviði sem um er fjall- að. Reynsla hefur fengist af mörgum íslenskum læknum til þessa starfa, þeir sem illa reynast eru ekki beðnir aftur urn ritrýni. Bestir gefast ritrýnar sem sjálfir hafa skrifað í ritdæmd læknatímarit, Læknablaðið eða önnur blöð, þeir hafa fengið gagnrýni á eigin verk, en auk þess eru margir íslenskir læknar ritrýnar fyrir erlend læknatímarit og því vanir starfinu. I síð- asta Læknablaði birtist listi yfir ritrýna blaðsins undanfarin sex ár og er þeim hér með þakkað fyrir veitta aðstoð. Þegar ritdómur hefur borist fer viðkomandi ritstjórnarmaður og ritstjórnarfulltrúi yfir handritið aftur. Oft er höfundi síðan sendur ritdómurinn óbreyttur, en stundum eftir nokkra endurskoðun ritnefndar og einnig gerir ritstjórnarmaður stundum frekari athugasemd- ir eða ritstjórnarfulltrúi og eru þær athuga- semdir oftast tæknilegs eðlis og varða frágang, uppsetningu og fleira. Sumir ritdómar þykja ekki nógu góðir að mati ritstjórnar og er þá handritið sent til nýs ritrýnis. Eftir að ritdómur berst ritstjórn líða að jafnaði einn til sjö dagar þar til höfundi er sendur ritdómur og athuga- semdir, nema að sjálfsögðu þegar ritdómur er ófullnægjandi. Það kemur auðvitað fyrir að efni greina sé svo áhugavert og framsetning svo lýtalaus að handrit er birt án athugasemda, en flestar greinar fara þó aftur til höfunda með tilmælum um lagfæringar samkvæmt ritdómi og athuga- semdum ritstjórnar. Það tekur höfunda mjög mislangan tíma að skoða og mæta þeim at- hugasemdum sem þeir fá í ritdómi eða frá rit- stjórn, frá 10 dögum upp í 365 daga, svo gefin séu næstum því ystu mörk. Þegar handrit berst aftur frá höfundi fara ritstjórn og ritstjórnarfulltrúi enn yfir greinina, bera saman eldri textann, ritdóm og nýja text- ann. Þetta tekur einn til sjö daga. Ef höfundur hefur ekki tekið tillit til athugasemda og til- mæla á fullnægjandi hátt er hann enn beðinn að gera bót þar á. Ekki ber svo að skilja að höf- undar þurfi að hlýða í blindni tilmælum sem berast frá ritstjórn, en fari þeir ekki eftir til- mælunum verða þeir að hafa veigamikil rök og útskýringar af hverju þeim sýnist á annan hátt. Ritstjórn er ljóst að höfundar fræðilegra greina kunna manna best skil á því efni sem þeir skrifa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.