Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
569
myndatöku varðandi það hvort hryggslagæðar
(AA.Vertebrales) væru opnar eða ekki. Ómrann-
sókn þesi er þannig mjög góð rannsóknaraðferð til
að greina flæðistruflanir í þeim hluta hálsslagæða
sem aðgengilegur er fyrir ómskoðun og staðfesta
flæði og stefnu þess í hryggslagæðum.
41. Skurðaðgerðir til varnar
slagi
Halldór Jóhannsson
Landspítalinn
Talið er að verulegur hluti heilablóðfalla orsakist
af reki frá hálsæðaþrengslum, það er að segja
þrengslum í arteria carotis interna og communis.
Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um meðferð, en nú
nýverið hafa birst áfanganiðurstöður úr tveimur
stórum rannsóknum (North American Symptomaic
Carotid Endarterectomy Trial — NASCED og Eur-
opean Carotid Surgery Trial — ECST). f þessum
rannsóknum er borinn saman árangur af lyfjameð-
ferð, með eða án skurðaðgerðar við hálsæðaþrengsl-
um hjá sjúklingum sem hafa haft einkenni frá tauga-
kerfi. Niðurstöður þessara rannsókna gefa ljóst til
kynna að beita skal skurðaðgerð hjá sjúklingum með
einkenni og stenosu sem er meiri en 70%.
Til er ágæt samantekt um skurðaðgerðir á hálsæð-
um, gerð af Daníel Daníelssyni og Páli Gíslasyni á
Landspítala 1968-78, því er könnuð tíðni aðgerða frá
þessum tíma til loka árs 1993. Samtals voru gerðar
aðgerðir á 43 sjúklingum þar af voru 26 karlar og 17
konur. Yngsti sjúklingurinn var42 ára, sá elsti 75 en
langflestir voru á aldrinum 60-69 ára. Af þessum
aðgerðum voru 35 gerðar í svæfingu og átta í deyf-
ingu. Notaður var arteriovenu-shunt hjá 15 sjúkling-
um og hjá 20 þeirra var mældur þrýstingur distalt við
loku fyrir aðgerð. Post op. blæðingar fengu tveir
sjúklingar, slag fengu sex og tveir dóu post op. Nið-
urstaðan af þessari samantekt er að tíðni aðgerða
vegna þrengsla á hálsæðum sé mjög lág á íslandi.
42. Skurðaðgerðir við
emphysema bullosum
Kristinn B. Jóhannsson*, Hörður Alfreðsson*,
Grétar Ólafsson*, Björn Magnússon**, Tryggvi Ás-
mundsson**
*Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans,
**lungnadeild Landspítalans og Reykjalundar
Emphysema pulmonum á mismunandi stigi er al-
gengur sjúkdómur, sem veldur vaxandi mæði. Loka-
stig þessa sjúkdóms er að sjúklingur getur ekki gert
algengustu hluti eins og klætt sig. Á síðustu tveimur
árum höfum við fengið fjóra sjúklinga með emphys-
ema bullosum. Þessir sjúklingar voru rannsakaðir og
í þjálfun á Reykjalundi. Röntgenmynd af lungum,
Astrup-mælingar, lungnaþolpróf, sneiðmynd af
lungum og nákvæm öndunarpróf voru gerð á öllum
þessum sjúklingum. Hjá öllum fjórum kom í ljós að
þeir voru með stórar blöðrur í brjóstholi sem þrýstu á
lungnavef. Ákveðið var að fjarlægja þessar blöðrur
og var það gert með sternotomiu. Árangur af að-
gerðunum var mjög góður.
43. Bráð hjartaaðgerð í
kjölfar kransæðaútvíkkunar
Sigríður Þ. Valtýsdóttir, Kristinn Jóhannsson, Krist-
ján Eyjólfsson, Einar Jónmundsson, Jónas Magnús-
son
Landspítalinn, læknadeild Háskóla íslands
Inngangur: Rúmlega 100 kransæðaútvíkkanir
(PTCA) eru gerðar árlega á Landspítalanum. Alvar-
legasti fylgikvilli þeirra er kransæðalokun. Bráð
hjartaaðgerð (CABG) er þá nauðsynleg. Tilgangur
rannsóknarinnar var að athuga fjölda bráðra CABG
eftir PTCA og afdrif þeirra sjúklinga.
Efniviður: 670 PTCA voru gerðar á tímabilinu maí
1987 til ársloka 1993. Kransæð lokaðist hjá 23 sjúkl-
ingum (3,4%) og þurftu þeir bráðrar hjartaaðgerðar
við.
Aðferð: Úr sjúkraskýrslum fékkst aldur, kyn,
NYHA stig fyrir og eftir aðgerð. Skráð var: Sjúk æð
og fjöldi þrengsla, tími frá lokun æðar til aðgerðar,
legutími, fjöldi græðlinga og notkun mamm.int., að-
gerðar-, svæfingar- og vélartími, hvatagildi og hvort
sjúklingar höfðu fengið kransæðastíflu fyrir aðgerð
eða eftir, fylgikvilli aðgerðar og skurðdauði. Haft
var samband við sjúklinga sem útskrifuðust, líðan
þeirra og vinnufærni skráð.
Niðurstöður: Karlar voru 20 og konur þrjár,
meðalaldur 59 ár. Öll höfðu einn eða fleiri áhættu-
þætti fyrir kransæðasjúkdóm. Fyrir PTCA höfðu
átta af 23 sjúklingum hvikula hjartaöng. Fyrri sögu
um MI höfðu sjö af 23 og sjö sjúklingar höfðu einnar
æðar sjúkdóm. LAD var oftast þrengd (15/23).
Meðalblóðþurrðartími var 74 mín. (std 29 mín).
„Reperfusions catheter" var notaður hjá átta sjúkl-
ingum. Notaðir voru 52 græðlingar (2,5 hjá einstakl-
ingi). Hjá átta sjúklingum var mamm.int. notuð.
Skurðdauði var 2/23. Fjórir sjúklingar fengu hjarta-
lost við þræðingu og voru hnoðaðir fyrir aðgerð og
létust tveir þeirra. Átta sjúklingar höfðu merki um
nýjan MI (Q bylgja). Haft varsamband viðsjúklinga
(náðist í 18) sem útskrifuðust og reyndist einn (1/18)
hafa hjartaöng. Af vinnufærum fyrir aðgerð fóru 14
af 17 til vinnu aftur. Ellefu sjúklingar höfðu aukin
lífsgæði, sex sjúklingar svipuð og einn sjúklingur var
verri.
Umræða: Tíðni bráðra CABG eftir PTCA (3,4%)
er sambærilegt við erlend uppgjör. Enginn sjúkling-
anna sem fengu „reperfusions catheter" lést. Fjórir