Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 48
556 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 10. Mat á árangri Nissen- aðgerðar við bakflæði í vélinda Kristján Guðmundsson1', Tómas Kristjánssoir’, Jónas Magnússon1) ‘jBorgarspítalinn, 2)stud.med., 3)Landspítalinn Sjúklingar með mikið bakflæði í vélinda eiga kost á ævilangri lyfjameðferð eða aðgerð. Arangur að- gerðar er yfirleitt góður en lyfjameðferð dugir ekki alltaf og er dýr. Greining með 24 klst. pH mælingu og meðfylgjandi þrýstimæling í vélinda er venjulega undanfari aðgerðar. Mælingarnar sýna lengd og þrýsting í neðri hringvöðva vélinda og nákvæmt mynstur bakflæðis og tengsl þess við einkenni. Við rannsóknina eru einkenni metin og reynt að gefa þeim tölugildi. Sextán sjúklingar (10 konur og sex karlar) sem gengist hafa undir Nissen fundoplication á þremur sjúkrahúsum voru mældir fyrir og eftir aðgerð. Meðalaldur var 44 ár (20-70 ár) og það liðu að meðaltali 7,9 mán. (2-18 mán.) frá aðgerð til mæl- ingar. Varðandi einkenni varð verulegur og marktækur munur til hins betra á brjóstsviða (p=0,0013) og regurgitation (p=0,0004) en ekki marktækur bati á dysphagiu og brjóstverkjum. Þrýstingur í neðri hringvöðva vélindans var óbreyttur en lengdin marktækt meiri (p=0,027). Intraabdominal hluti hringvöðvans lengdist marktækt (p=0,006). Mark- tæk breyting til hins betra varð á heildartíma með pH <4 (p=0,003). (Wilcoxon Signed Rank Test). 11. Afdrif sjúklinga sem hljóta mjaðmarbrot Bent Áge Rolandsen, Brynjólfur Mogensen Bæklunarlækningadeild Borgarspítalans Inngangur: Sjúklingar sem hljóta mjaðmarbrot eru langflestir aldraðir og margir orðnir mjög las- burða. Fyrir þessa sjúklinga getur mjaðmarbrotið orðið afdrifaríkt. Efniviður: Skoðaðar voru sjúkraskýrslur sjúkl- inga sem hlutu mjaðmarbrot árið 1990 og voru með- höndlaðir á Bæklunarlækningadeild Borgarspítal- ans. Kannaður var meðalaldur, brot og aðgerðarteg- und, hvaðan sjúklingarnir komu og hve margir voru lifandi í mars 1994. Niðurstöður: Árið 1990 komu 68 sjúklingar með mjaðmarbrot til meðferðar á Bæklunarlækninga- deild Borgarspítalans. Meðalaldur var 74,6 ár (32- 100). Brot á lærleggshálsi hlutu 31 (25 konur, sex karlar), lærhnútubrot 34 (23 konur, 11 karlar) og brot neðan lærhnútu þrjú (tvær konur, einn karl). Lærleggshálsbrotin voru negld með tveimur nöglum að ætti Hansons í 29 tilvikum en tvisvar sinnum var settur í hálfliður. Lærhnútubrot og brot neðan lær- hnútu voru öll negld með renniskrúfu og spöng utan eitt sem var fest með AO-spöng.Gera þurfti nýja aðgerð hjá 10 sjúklingum með lærleggshálsbrot (fimm hálfliðir, fimm naglatökur) en hjá tveimur lærhnútusjúklinganna (renniskrúfa og spöng tekin). Fjörutíu og einn sjúklingur kom að heiman en 27 af ýmiss konar öldrunarstofnunum. Tuttugu sjúklingar fóru beint heim aftur, níu fóru á endurhæfingadeild en 37 sjúklingar útskrifuðust á ýmis konar öldrunar- stofnanir. Meðallegutími sjúklinga á Bæklunarlækn- ingadeild var 10,1 (1-43) dagur en á endurhæfingar- deild 53 (17-126) dagar. í mars 1994 voru 26 af 68 sjúklingum látnir, þar af létust 17 eða 25% á fyrsta ári. Af þeim 20 sjúklingum sem komu að heiman og fóru beint heim aftur voru aðeins tveir látnir. Engir sjúklingar sem þurfti að gera á nýja aðgerð á voru látnir við eftirlit í mars 1994. Ályktun: Sjúklingar sem hljóta mjaðmarbrot eru orðnir aldraðir og lasburða. Þeir sem koma að heim- an farnast mun betur en þeim sem koma af öldrunar- stofnunum. Lífslíkur þeirra sem koma að heiman eru mun meiri en þeirra sem koma af stofnunum. 12. Árangur skálaraukaaðgerða vegna liðhlaups eftir gerviliðaaðgerð í mjöðm Þórgunnur Ársælsdóttir, Ásbjörn Jónsson*, Brynj- ólfur Jónsson, Brynjólfur Mogensen Bæklunarlækninga- og röntgendeild* Borgarspítal- ans Inngangur: Liðhlaup kemur fyrir hjá um 2-5% sjúklinga eftir gerviliðaaðgerð í mjöðm. Hjá þriðj- ungi þessara sjúklinga þarf að gera nýja aðgerð til þess að fyrirbyggja endurtekin liðhlaup. Árangur er þó ótryggur og aukaverkanir algengar. Við segjum hér frá reynslu af skálaraukaaðgerðum vegna lið- hlaups eftir gerviliðaaðgerð. Efniviður: Sjúkraskýrslur og röntgenmyndir allra sjúklinga sem fengu skálarauka frá september 1984 til desember 1991 voru skoðaðar. í skálaraukaað- gerð er tekinn geiri úr liðskál og skrúfaður fastur á skálina sem fyrir er á þann stað sem liðhlaupið á sér stað. Niðurstöður: Alls fengu 20 sjúklingar skálarauka á tímabilinu. Hjá 19 þeirra var skálaraukinn settur vegna endurtekins liðhlaups eftir gerviliðaaðgerð og hjá einum var hann settur strax í gerviliðaaðgerðinni þar sem skurðlækninum fannst mjöðmin óstöðug. Skálaraukinn var oftast settur vegna aftara lið- hlaups, eða í 19 tilvikum, og hjá einum vegna fremra liðhlaups. Meðaltími frá gerviliðaaðgerð að skálar- aukaaðgerð var 16 mánuðir (14 dagar upp í fimm ár). Sjúkdómsgreining fyrir gerviliðaaðgerðina var slit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.