Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 565 ferð, og stig sjúkdómsins voru könnuð í aftur- skyggnri rannsókn sem tók til áranna 1982-1992 á skurðlækningadeild Borgarspítala. Tímabilinu var skipt í tvennt, og talið að áhrifa kembileitar gætti frá og með árinu 1988. Stuðst var við sjúkraskrár, vefja- greiningar, og gögn frá röntgendeild Krabbameins- félagsins. Á árunum 1982-1987 voru gerðar 62 að- gerðir vegna brjóstakrabbameins og 129 aðgerðir ár- in 1988-1992. Miðaldur við greiningu var 63 ár fyrra tímabilið en 61 ár hið síðara. Meinið fannst við sjálf- skoðun hjá 66% kvenna fyrra tímabilið en 40% á þvf síðara, og á því tímabili fundust 47% meinanna við kembileit. Brjóstabrottnámi var beitt í 74% tilfella á fyrra tímabilinu og 47% á því síðara, og fleygskurðir jukust úr 24% í 52% á sama tíma. Sjúkdómsstig breyttist verulega milli tímabila. Þannig fjölgaði in- situ meinum úr 6% í 19%, og meinum á stigi I úr 32% í 42%. Samfara kembileit á brjóstakrabbameini hef- ur þannig orðið fækkun á brottnámsaðgerðum og niðurfærsla á sjúkdómsstigi við greiningu. Sjálfs- greiningum hefur fækkað, en aldur þess sjúklinga- þýðis sem rannsóknin náði til hefur ekki breyst. 31. Húðbeðsbrjóstnám og tafarlaus endursköpun með púða við útbreitt brjóstakrabbamein Kristinn P. Benediktsson, Leif Perbeck Huddinge sjukhus, Svíþjóð Inngangur: Skurðaðgerð gegn brjóstakrabba- meini miðar að því að fjarlægja sjúkan kirtilvef, en húð ásamt geirvörtu má oftast skilja eftir. Hjá um það bil þriðjungi sjúklinga þarf að nema brott allan kirtilinn, og er þá víðast hvar venja að taka með alla húð yfir honum (fullnaðarbrjóstnám). Á Huddinge sjúkrahúsi í Suður-Stokkhólmi hefur síðan í desem- ber 1988 vaxandi hluti slíkra sjúklinga í staðinn geng- ist undir húðbeðsbrjóstnám, fengið að halda húð og geirvörtu og um leið fengið brjóstið endurskapað. Fyrstu 220 aðgerðirnar af þessu tagi voru fram- kvæmdar innan ramma framskyggnrar könnunar og verða efniviður doktorsritgerðar flytjanda. Kynntar verða frumniðurstöður könnunarinnar. Tilgangur: Að kanna hvort húðbeðsbrjóstnám og tafarlaus endursköpun með púða sé nothæf og full- nægjandi aðgerð við útbreitt brjóstakrabbamein. Efniviður: Tvöhundruð og tuttugu konur með út- breitt brjóstakrabbamein á mismunandi stigi og ým- ist ífarandi eða staðbundið en án íferðar í húð eða geirvörtu. Aðferð: Húðbeðsbrjóstnám með frystiskurði frá kirtilleifum undir geirvörtu og innsetningu púða undir húð eða vöðva. Geisla-, hormóna- og lyfja- meðferð samkvæmt gildandi reglum „Onkologiskt Centrum" í Stokkhólmi. Konunum fylgt eftir í tvö til sjö ár (meðalfylgitími 48 mán.) og gerðar ýmsar kannanir á fylgikvillum aðgerðarinnar, sermismynd- un og hýðisherpingu umhverfis púða, tilfinningu og blóðrás í brjósti og áhrifum geislunar á blóðrásina. Tíðni ítrekana og eftirlifun metin með samanburði við aðrar konur með brjóstakrabbamein, sem geng- ist hafa undir fullnaðarbrjóstnám á öðrum sjúkra- húsum á Stokkhólmssvæðinu á sama tímabili. Frumniðurstöður (meðalfylgitími 30 mán. (6-64): ítrekanir (loco-regional recurrence) 10% (meðal geisiaðra sjúklinga 0%) Meinvörp 6% Eftirlifun 98% Hýðisherping 15% (aðgerðarkrefjandi 5%) Igerðir og sermisgúlar 6% Ánægðir sjúklingar (útlit brjósts gott eða frábært) 84% Umræða: Við brjóstakrabbamein án íferðarí húð eða geirvörtu er húðbeðsbrjóstnám og tafarlaus end- ursköpun með púða að öllum líkindum jafnvígt full- naðarbrjóstnámi hvað varðar tíðni ítrekana og eftir- lifun. Fylgikvillar aðgerðarinnar eru tiltölulega væg- ir og sjaldgæfir. Aðgerðin gefur oftast gott útlit og kann að draga verulega úr neikvæðum áhrifum brjóstnáms á sálarlíf sjúklinga. 32. Parathyroidea-aðgerðir á Landakotsspítala 1973-1994 Elín Stefánsdóttir, Helgi ísaksson, Guðjón Lárus- son, Sigurgeir Kjartansson Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna árangur skurðaðgerða vegna ofstarfsemi í kalkkirtlum sem gerðar voru á Landakotsspítala á tímabilinu 1973- 1994. Kannaðar voru sjúkraskrár þeirra 42 sjúklinga sem gengust undir þessa skurðaðgerð á fyrrnefndu tímabili. Kynjahlutfall var einn karl á móti 3,3 kon- um. Méðalaldur var 62,8 ár. Allir sjúklingarnir fengu sjúkdómsgreininguna hyperparathyroidismus primarius. Tveir sjúklingar höfðu greinst með MEN typu I. Þau einkenni sem oftast leiddu til sjúkdóms- greiningar voru slappleiki (31%) og nýrnasteinar (19%). I 19% tilvika greindist sjúkdómurinn vegna tilviljunar. Algengustu einkennin voru slappleiki og þreyta (50%), obstipation (40%), magabólgur eða maga-/skeifugarnarsár (38%) og nýrnasteinar (33%). Geðræn einkenni fundust hjá 30% sjúklinga. Aðeins 4% sjúklinga voru einkennalausir. Fundvísi ómskoðunar á hálsi var 27%, technetium-thallium frádráttarskanns 33% og truncus thyrocervicalis angiografiu 83%. Kalkvakaóhóf var staðfest með vefjagreiningu hjá öllum sjúklingum. Góðkynja kirtilæxli (adenoma) greindist hjá 88,4%, þar af tvöföld adenoma hjá sjö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.