Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 71
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 577 heilsugæslustöð og þeir. Yfir- leitt er gert ráð fyrir að allir hefji nám í handleiðsluhópnum sam- tímis. Námskeið Til að hljóta sérfræðiviður- kenningu verður að ljúka sam- tals 400 námskeiðstímum eftir ákveðnum reglum. Af þessum 400 námskeiðstímum verða 300 klukkustundir að skiptast á milli undirstöðunámskeiða (grunn- kurs að minnsta kosti 120 klukkustundir) og sérnám- skeiða (emnekurs um 180 klukkustundir). Peir 100 nám- skeiðstímar sem eftir eru nýtast til annarra námskeiða sem eru viðurkennd til sérnáms í heimil- islækningum. Fagfundir heima í héraði eða námskeið sem ekki eru sérstaklega ætluð heimilis- læknum allt að 50 klukkustund- ir eru viðurkennd sem hluti af námskeiðstímanum. (Sjá nánar Den norske lægeforening, Ár- bok 1992-93, bls. 177, Mál- beskrivelse og gjennomförings- plan for almennmedisin bls. 7- 11). Á hverju ári gefur Norska læknafélagið úr „Kurskatalog“, þar sem er að finna skrá yfir nær öll námskeið sem haldin eru. Að auki eru flest námskeið aug- lýst í norska læknablaðinu. Námskeiðsgjöld. ferðir og uppi- hald er greitt af norska læknafé- laginu eftir ákveðnum reglum. a) Undirstöðunámskeiðin eru fjögur talsins og að lágmarki 30 klukkustundir hvert. Mikill áhugi er á þessum námskeiðum og því best að sækja um þátt- töku strax og þau eru auglýst. Þótt sérnámskeið og önnur námskeið séu mismunandi eftir- sótt er ráðlagt að sækja sem fyrst um þátttöku til þess að tryggja sér aðgang. b) Sérnámskeið. Gert er ráð fyrir um það bil 180 klukku- stundum í þátttöku í sérnám- skeiðum. Unnt er að velja á milli 25 mismunandi námskeiða en þau skulu vara í 15 til 30 klukkustundir. c) Önnur námskeið. Þetta eru námskeið sem eru viðurkennd til sérnáms í heimilislækning- um. Pegar þau eru auglýst er tekið fram í hvaða flokki þau eru. Heimilt er að nýta allt að 50 klukkustundir af þessum 100 klukkustundum fyrir fagfundi heima í héraði eða námskeið sem ekki eru ætluð til náms í heimilislækningum. Árlega veita flest sveitarfélög læknum tveggja vikna launað leyfi til að sækja námskeið. I mörgum tilfellum er hægt að semja um launalaust leyfi til að sækja námskeið ef áhugi er fyrir hendi. Peir sem starfa sam- kvæmt sérstökum ráðningar- samningum (driftsavtale) eru án launa á námskeiðstímanum. Viðhaldsmenntun Heimilislækningar eru eina sérgreinin í Noregi sem krefst þess að sérfræðiréttindi séu endurnýjuð. Það þarf að gera á fimm ára fresti. Til að geta end- urnýjað þessi réttindi þarf að uppfylla ákveðin skilyrði um viðhaldsmenntun. (Sjá Den norske lægeforening, Árbok 1992-93, bls. 177 og Málbeskri- velse og gjennomföringsplan for allmennmedisin bls. 11-12). Samfélagslækningar Víða er hægt að leggja stund á sérnám í samfélagslækningum samhliða sérnámi í heimilis- lækningum. Samfélagslækning- ar eru fimrn ára nám sem skipt- ist í aðalgrein sem tekur fjögur ár og hliðargrein sem tekur eitt ár og á námstímanum er þriggja til fjögurra mánaða nám við há- skólana í Osló eða Tromsö. Nánari upplýsingar um nám- ið er að finna í Den norske læg- eforening, Árbok 1992-93, bls. 191-3. Lokaorð Hér hefur verið greint frá helstu atriðum varðandi upp- byggingu sérnáms í heimilis- lækningum í Noregi. Eins og fyrr hefur verið minnst á er unnt að finna ítar- legri upplýsingar í „Den norske lægeforening, Árbok 1992-93“, í bæklingunum „Málbesrivelse og gjennomföringsplan for all- mennmedisin og Praktiske ferd- igheter i allmennmedisin". Nýjustu og sennilega gagn- legustu upplýsingar um sérnám- ið er að fá hjá þeim kollegum sem stunda eða hafa stundað sérnám í heimilislækningum í Noregi. Sérnámskandídatar eru því hvattir til að leita upplýsinga og leiðsagnar hjá þeim. I maí síðastliðnum var stofn- að félag íslenskra lækna, sem stunda sérnám í heimilislækn- ingum í Noregi og upplýsingar um stjórnarmenn þess er að finna á skrifstofu L.í. og L.R. einnig á síðunni „okkar á milli“ hér í blaðinu. Noregi, október 1994 Kristján Oddsson Universitetet i Tromsö Institutt for samfunnsmedisin Neðangreind fylgirit eru í gagnabanka FUL. 1. Den norske lægeforening, Árbok 1992-1993. 2. Den norske lægeforening, Málbeskrivelse og gjennom- föringsplan for allmennmed- isin. 3. Den norske lægeforening, Praktiske ferdigheter i all- mennmedisin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.