Læknablaðið - 15.12.1994, Page 71
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
577
heilsugæslustöð og þeir. Yfir-
leitt er gert ráð fyrir að allir hefji
nám í handleiðsluhópnum sam-
tímis.
Námskeið
Til að hljóta sérfræðiviður-
kenningu verður að ljúka sam-
tals 400 námskeiðstímum eftir
ákveðnum reglum. Af þessum
400 námskeiðstímum verða 300
klukkustundir að skiptast á milli
undirstöðunámskeiða (grunn-
kurs að minnsta kosti 120
klukkustundir) og sérnám-
skeiða (emnekurs um 180
klukkustundir). Peir 100 nám-
skeiðstímar sem eftir eru nýtast
til annarra námskeiða sem eru
viðurkennd til sérnáms í heimil-
islækningum. Fagfundir heima í
héraði eða námskeið sem ekki
eru sérstaklega ætluð heimilis-
læknum allt að 50 klukkustund-
ir eru viðurkennd sem hluti af
námskeiðstímanum. (Sjá nánar
Den norske lægeforening, Ár-
bok 1992-93, bls. 177, Mál-
beskrivelse og gjennomförings-
plan for almennmedisin bls. 7-
11). Á hverju ári gefur Norska
læknafélagið úr „Kurskatalog“,
þar sem er að finna skrá yfir nær
öll námskeið sem haldin eru.
Að auki eru flest námskeið aug-
lýst í norska læknablaðinu.
Námskeiðsgjöld. ferðir og uppi-
hald er greitt af norska læknafé-
laginu eftir ákveðnum reglum.
a) Undirstöðunámskeiðin eru
fjögur talsins og að lágmarki 30
klukkustundir hvert. Mikill
áhugi er á þessum námskeiðum
og því best að sækja um þátt-
töku strax og þau eru auglýst.
Þótt sérnámskeið og önnur
námskeið séu mismunandi eftir-
sótt er ráðlagt að sækja sem
fyrst um þátttöku til þess að
tryggja sér aðgang.
b) Sérnámskeið. Gert er ráð
fyrir um það bil 180 klukku-
stundum í þátttöku í sérnám-
skeiðum. Unnt er að velja á
milli 25 mismunandi námskeiða
en þau skulu vara í 15 til 30
klukkustundir.
c) Önnur námskeið. Þetta eru
námskeið sem eru viðurkennd
til sérnáms í heimilislækning-
um. Pegar þau eru auglýst er
tekið fram í hvaða flokki þau
eru. Heimilt er að nýta allt að 50
klukkustundir af þessum 100
klukkustundum fyrir fagfundi
heima í héraði eða námskeið
sem ekki eru ætluð til náms í
heimilislækningum.
Árlega veita flest sveitarfélög
læknum tveggja vikna launað
leyfi til að sækja námskeið. I
mörgum tilfellum er hægt að
semja um launalaust leyfi til að
sækja námskeið ef áhugi er fyrir
hendi. Peir sem starfa sam-
kvæmt sérstökum ráðningar-
samningum (driftsavtale) eru
án launa á námskeiðstímanum.
Viðhaldsmenntun
Heimilislækningar eru eina
sérgreinin í Noregi sem krefst
þess að sérfræðiréttindi séu
endurnýjuð. Það þarf að gera á
fimm ára fresti. Til að geta end-
urnýjað þessi réttindi þarf að
uppfylla ákveðin skilyrði um
viðhaldsmenntun. (Sjá Den
norske lægeforening, Árbok
1992-93, bls. 177 og Málbeskri-
velse og gjennomföringsplan
for allmennmedisin bls. 11-12).
Samfélagslækningar
Víða er hægt að leggja stund á
sérnám í samfélagslækningum
samhliða sérnámi í heimilis-
lækningum. Samfélagslækning-
ar eru fimrn ára nám sem skipt-
ist í aðalgrein sem tekur fjögur
ár og hliðargrein sem tekur eitt
ár og á námstímanum er þriggja
til fjögurra mánaða nám við há-
skólana í Osló eða Tromsö.
Nánari upplýsingar um nám-
ið er að finna í Den norske læg-
eforening, Árbok 1992-93, bls.
191-3.
Lokaorð
Hér hefur verið greint frá
helstu atriðum varðandi upp-
byggingu sérnáms í heimilis-
lækningum í Noregi.
Eins og fyrr hefur verið
minnst á er unnt að finna ítar-
legri upplýsingar í „Den norske
lægeforening, Árbok 1992-93“,
í bæklingunum „Málbesrivelse
og gjennomföringsplan for all-
mennmedisin og Praktiske ferd-
igheter i allmennmedisin".
Nýjustu og sennilega gagn-
legustu upplýsingar um sérnám-
ið er að fá hjá þeim kollegum
sem stunda eða hafa stundað
sérnám í heimilislækningum í
Noregi. Sérnámskandídatar eru
því hvattir til að leita upplýsinga
og leiðsagnar hjá þeim.
I maí síðastliðnum var stofn-
að félag íslenskra lækna, sem
stunda sérnám í heimilislækn-
ingum í Noregi og upplýsingar
um stjórnarmenn þess er að
finna á skrifstofu L.í. og L.R.
einnig á síðunni „okkar á milli“
hér í blaðinu.
Noregi, október 1994
Kristján Oddsson
Universitetet i Tromsö
Institutt for samfunnsmedisin
Neðangreind fylgirit eru í
gagnabanka FUL.
1. Den norske lægeforening,
Árbok 1992-1993.
2. Den norske lægeforening,
Málbeskrivelse og gjennom-
föringsplan for allmennmed-
isin.
3. Den norske lægeforening,
Praktiske ferdigheter i all-
mennmedisin.