Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 62
570 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 sjúklinganna fóru í hjartalost og af þeim dóu tveir. Heildardánartala var tveir af 23 og er það lágt miðað við birtar niðurstöður. Annar sjúklingurinn var með alla áhættuþætti fyrir kransæðasjúkdóm og hinn hafði NYHA stig 4. Prátt fyrir það að átta sjúklingar höfðu NYHA stig 4 fyrir aðgerð þá deyr aðeins einn. Ályktun: Lítil hætta er á bráðri CABG í kjölfar PTCA. Ef aðgerð er þvinguð þá eru horfur góðar og flestir vinnufærir sjúklingar hverfa til fyrra lífs. 44. Faraldsfræði slasaðra í umferðarslysum í Reykiavík 1974-1993 Brynjólfur Mogensen, Helgi Sigvaldason, Ingibjörg Richter* Slysa- og bæklunarlækningadeild Borgarspítalans, *tölvudeild Borgarspítalans Inngangur: Umferðarslys eru ein helsta orsök bæklunar og ótímabærs dauða. Um helming alls kostnaðar, eða um 5 milljarða, á hverju ári má rekja til afleiðinga umferðarslysa. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði umferðarslysa í Reykjavík og látna á Islandi vegna umferðarslysa síðastliðin 20 ár. Efniviður: Gerð var leit í gagnabanka slysadeildar Borgarspítalans að öllum Reykvíkingum sem höfðu komið á deildina 1974-1993 vegna áverka eftir um- ferðarslys. Upplýsingar um látna í umferðarslysum á Islandi voru fengnar frá Umferðarráði og Hagstofu Islands. Upplýsingar um fjölda bifreiða í Reykjavík voru fengnar frá Umferðarráði. Niðurstöður: Slösuðum vegna umferðarslysa í Reykjavík fækkaði frá tímabilinu 1974—1976 til 1983- 1985 um 13% hjá körlum og 11% hjá konum. Tíðnin fór úr 13,4/1000 í 11,7/1000 hjá körlum og úr 9,8/1000 í 8,7/1000 hjá konum. Tíðnin jókst aftur í 15,7/1000 hjá körlum eða 34% og í 13,7/1000 hjá konum eða 57% á tímabilinu 1986-1991. Ekki átti sér stað nein tíðni- breyting á slösuðum tímabilið 1992-93. Hæst tíðni slasaðra fyrir bæði kynin á sér stað á aldrinum 15-19 ára eða 43,3/1000 hjá körlum og 30/1000 hjá konum. Aldurshópurinn 20-24 ára kemur þar næst á eftir. Á tímabilinu fækkaði innlögnum á sjúkrahús um 44% niður í 2,3/10000 hjá körlum og 1,6/10000 hjá konum. Fækkunin átti sér stað á fyrri hluta tímabilsins en hélst óbreytt seinni hlutann. Á þessum 20 árum hef- ur fjöldi bifreiða í Reykjavík næstum því tvöfaldast. Á árinu 1993 slösuðust 76% í bifreiðaslysum, 12% í reiðhjólaslysum, 6% voru gangandi og mótorhjóla- slys voru 4%. Algengustu áverkarnir voru brot 10%, sár 20%, mar 18%, tognanir 49% og kviðar-, brjóst- hols- og höfuðáverkar 3%. Á tímabilinu 1974-1993 dóu 499 í umferðarslysum, eða að meðaltali 25 á ári. Tíðni látinna í umferðar- slysum hefur lækkað á síðustu árum. Umræða: Látnum og alvarlega slösuðum í um- ferðinni hefur fækkað á síðastliðnum 20 árum en nokkur fjölgun hefur orðið á minna slösuðum. Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir allt að tvöföldun á bifreiðaeign á sama tímabili. Algengustu áverkarnir eru tognanir, mar og brot. 45. Háþrýstivatnssprautu- áverki á olnboga Brynjólfur Mogensen Bæklunarlækningadeild Borgarspítalans Inngangur: Afleiðingar háþrýstisprautuáverka geta verið mjög alvarlegar. Áverkarnir eru fátíðir en algengastir á höndum. Lýst er óvenjulegum áverka á olnboga. Sjúkratilfelli: Þrjátíu ára maður var að vinna með háþrýstivatnsdælu við að hreinsa salt af rörum. Hann fékk vatnsgeislann eitt augnablik á vinstri olnboga. Vatnsgeislinn skemmdi ekki fötin en skar þriggja cm þverlægt sár utanvert yfir vinstri olnboga. Sárið náði inn í olnboga og hafði geislinn skorið í gegnum hlið- arliðbandið utanvert og sært brjóskið á geislung- shöfðinu. Framhandleggurinn var örlítið spenntur en ekki teikn um yfirþrýsting í vöðvahólfum. Sárið var hreinsað og saumað eftir að búið var að leggja inn kera. Sýklalyf voru gefin í stuttan tíma og olnbogi hafður í gipsspelku í 14 daga. Við lokaeftirlit var geta olnbogans og handleggsins í góðu lagi en vantaði 2° upp á fulla réttigetu. Maðurinn hafði skaddað sig á vinstri hendi nokkrum mánuðum áður með sama háþrýstivatnsdælutækinu og hlotið meðal annars varanlegt mein er vatnsgeislinn skar í sundur fingur- taug. Ályktun: Mikil aðgát skal höfð við notkun á háþrýstidælum þar sem ekki þarf nema augnabliks misvísun á geislanum til þess að orsaka alvarlegan áverka. 46. A-V fistill eftir magaaðgerð — Sjúkratilfelli Tómas Guðbjartsson, Tómas Jónsson, Sigurður V. Sigurjónsson, Einar Oddsson, Jónas Magnússon Handlækninga-, lyfja- og röntgendeild Landspítal- ans, læknadeild Háskóla íslands Sjötíu og fjögurra ára maður var lagður inn á bráðamóttöku Landspítalans vegna tveggja vikna sögu um dreifða kviðverki og þaninn kvið. Auk þess var nokkurra mánaða saga um vaxandi mæði við áreynslu. Þrjátíu og tveimur árum áður hafði hann gengist undir hlutabrottnám á maga (B^) vegna skeif- ugarnarsárs. Að öðru leyti var hann hraustur. Við komu var sjúklingur þjáður af verkjum en lífsmörk eðlileg. Kviður var verulega þaninn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.