Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 54
562 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 23. Kviðsjáraðgerðir við sárrofí í maga og skeifugörn — Þrjú tilfelli af Landspítalanum Tómas Jónsson Landspítalinn Aðgerðum vegna sárasjúkdóms í maga og skeifu- görn hefur fækkað þegar á heildina er litið en bráðar aðgerðir vegna fylgikvilla ein sog blæðinga og sárrofs eru enn algengar. Með tilkomu kviðsjár hafa opnast möguleikar á að beita henni við sárrof. Nú hafa verið gerðar þrjár aðgerðir af höfundi, sem allar hafa gengið vel og er aðgerðinni lýst og reifuð framtíðin í þeim efnum. 24. Krabbamein í gallgöngum 1984-1993 á Landspítalanum — Aftursýn faraldsfræðileg rannsókn Ragnhildur Steinbach, Bjarni Agnarsson, Jónas Magnússon Þessi æxli eru mikilvæg að því leyti að þau valda mjög slæmum einkennum en eru yfirleitt mjög hægt vaxandi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að gera grein fyrir fjölda og eðli sjúklinga með krabbamein í gallgöngum sem valda stíflum. Athugaðar voru sjúkraskýrslur sjúklinga sem lögðust inn á Landspítalann frá 01.01.1984 til ársloka 1993 með greininguna krabbamein í gallgöngum. Reyndust þetta 15 sjúklingar. Hjá einum þeirra vant- aði nákvæma vefjagreiningu og hann því ekki tekinn með. Fjórtán sjúklingar voru þannig með staðfesta greiningu. Meðalaldur þessara sjúklinga var 71 ár, sá elsti var 87 ára, sá yngsti 56 ára. Allir sjúklingarnir greindust vegna einkenna sem leiddu til áframhald- andi rannsókna. Flestir þessara sjúklinga voru með einkenni stíflugulu en aðeins einn sjúklingur hafði einkenni um megrun og lystarleysi eingöngu. Meðal- tímalengd einkenna var einnig mjög stutt, rúmar tvær vikur. Gerð var ómskoðun hjá öllum sjúkling- unum en tölvusneiðmynd ekki nema hjá tveimur og gaf það ekki neinar sérstakar viðbótarupplýsingar í þeim tilfellum. ERCP var einnig aðeins gert hjá litl- um hópi sjúklinganna. Prettán sjúklinganna reynd- ust með adenocarcinoma en einn sjúklingur var með carcinoid æxli. Reyndist einn sjúklingur með æxli í proximal hluta gallganga, tveir sjúklinganna voru með æxli í miðhluta gallganganna, en langflestir reyndust með æxli í distal hluta, það er við caput pancreas og ampulla vateri eða 11 sjúklinganna. Flestir sjúklinganna voru teknir til aðgerðar, einn sjúklingur fékk enga meðferð sökum aldurs. Þrettán sjúklingar fóru þannig í aðgerð og níu þeirra til með- ferðar en líknandi aðgerð var gerð hjá fjórum þeirra og tveir sjúklingar voru geislaðir. Enginn þeirra fékk cytostatica. Whipple-aðgerð var gerð hjá sjö sjúkl- inganna. Hjá einum var gert brottnám á æxli í chol- edochus og hjá öðrum brottnám á æxli í ductus hepa- ticus. Einn sjúklingur dó eftir Whipple-aðgerð. Allir þessir sjúklingar eru dánir nema einn (< fimm ár) og var líftími stuttur, eða að meðaltali eitt ár og rúmir tveir mánuðir. Krabbamein í gallgöngum er ekki mjög algengt og þetta eru tiltölulega fáir sjúklingar. Sjúklingar voru með áberandi stutta sögu um einkenni fyrir grein- ingu. Helsta aðgerðin við krabbamein distalt f gall- göngum er Whipple-aðgerð og f þessu efni eru ekki nema þrír sjúklingar með staðsetningu æxlisins meira proximalt. Líftími eftir aðgerð er mjög stuttur. 25. Non-seminoma krabbamein í eistum íslenskra karla 1971-1990 — Greining, stigun og lífshorfur — Klínísk rannsókn á 43 tilfellum Reynir Björnsson1*, Tómas Guðbjartsson2), Guð- mundur V. Einarsson2*, Kjartan Magnússon3), Sig- urður Björnsson3) ‘’Læknadeild Háskóla Islands, 2)þvagfæraskurðdeild Landspítalans, 3)krabbameinslækningadeild Land- spítalans Krabbamein í eistum eru langflest seminoma eða non-seminoma (NS) og eru þau síðarnefndu tæpur helmingur tilfellanna. Erlendis hafa lífshorfur sjúkl- inga með NS batnað mikið síðustu tvo áratugina í kjölfar öflugri lyfjameðferðar. Ekki eru til upplýs- ingar um lífshorfur sjúklinga með NS hér á landi en nýgengi krabbameins í eistum hefur verið lágt á ís- landi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna með hvaða hætti NS sjúklingar greinast hér á landi, lífs- horfur þeirra og stigun. Einnig að meta lífshorfur sjúklinga eftir að farið var að beita nýrri og kröftugri lyfjameðferð við NS á síðari hluta áttunda áratugar- ins. Gerð var afturskyggn klínísk rannsókn á öllum sem greindust með NS krabbamein í eistum (ICD-7 178) á fslandi frá 1. janúar 1971 til 31. desember 1990, samkvæmt Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags ís- lands. Frekari upplýsingar voru fengnar úr sjúkra- skrám. Alls greindust 43 karlar á tímabilinu, meðal- aldur tæp 26 ár, bil 17^16 ár. Skráð voru upphafsein- kenni og tímalengd einkenna. Öll æxlin voru flokkuð eftir vefjagerð og eftir 1978 voru allir sjúklingarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.