Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1994, Side 7

Læknablaðið - 15.12.1994, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 519 um, þó að þar á megi finna einstaka undan- tekningar. Hún hefur þetta í huga við ritstjórn- armeðferðina og ætlar með henni að bæta greinarnar og gera þær aðgengilegri fyrir les- endur. Höfnun handrita sem berast til Læknablaðs- ins, það er að segja að ritstjórnin segi höfundi beint að þetta vilji hún ekki birta í blaðinu, kemur ekki oft fyrir. Vegna þess hvað maður- inn á erfitt með að aðskilja gagnrýni á verk og ádeilu á eigin persónu leitast ritstjórn við að setja tilmælin um breytingar á innsendum handritum fram á þann hátt að höfundum verði ljóst að tilgangurinn er að bæta og skýra efnið og auðvelda þeim sem við eiga að taka, lesendunum. Að endingu er reynt að líta yfir og lagfæra málfar og réttritun eftir ástæðum, en fyrir birt- ingu fá höfundar próförk frá prentsmiðju til yfirlestrar. Nú spyrja ef til vill einhverjir hvort þessi ferill handrita og vangaveltur ritstjórnar um greinarnar sé uppfinning hennar sjálfrar eða sérviska hennar, eða farvegur fyrir flaum valdafýsnar. Því er til að svara að svo er ekki heldur er ritstjórnin hér að herma eftir þeim vinnureglum sem hafðar eru hjá læknablöðum erlendis. Menn geta verið ósammála um þenn- an metnað ritstjórnarinnar en innan hennar ríkir einhugur um málið. Eitt atriði er þó frá- brugðið hjá Læknablaðinu því sem gerist við erlend læknatímarit, nefnilega að ritstjórnin leggur sig í framkróka við að laga og bæta greinarnar þannig að birtingarhæfar verði. Sum virt læknatímarit birta einn fjórða hluta af innsendum greinum (1). Samkvæmt munnleg- um upplýsingum frá norska læknablaðinu hafnar ritstjórn þess um einum þriðja hluta innsendra greina. Læknablaðið hafnar ekki svo stórum hluta innsendra greina. Tekið skal fram að það sem ræður höfnun greina er ekki eingöngu mat á gæðum þeirra heldur ræður þar miklu hvort rúm er í blöðunum til birtingar eða hvort efnið hæfir tilteknu blaði. Því hefur verið haldið fram að ritdómar hæfra sérfræðinga á greinum sem birtast um læknisfræði, sé ein mikilvægasta gæðastjórnun í vísindum (2). Á síðustu árum hafa menn hafið rannsóknir á þessu gæðaeftirliti með það að markmiði að gera það virkara og betra. Það er hlutverk ritstjórnarinnar að fylgjast með hvernig þróun verður og þekking vex á þessu sviði. HEIMILDIR 1. Northridge ME, Susser M. Editorial: The paper route for submissions to the journal. Am J Public Health 1994; 84: 717-8. 2. Rennie D. Guarding the guardians: a conference on edi- torial peer review. JAMA 1986; 256: 2391-2. Vilhjálmur Rafnsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.