Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1994, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.12.1994, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 521 hugun á sjúkraskrám varpar aðeins ljósi á lyfja- notkun afmarkaðra sjúklingahópa. Sölutölur eru ekki ábyggilegur mælikvarði á notkun háþrýstingslyfja þar sem ýmis þessara lyfja eru einnig notuð vegna annarra sjúkdóma. Óljóst er að hve niiklu leyti má byggja á skoðana- könnunum meðal lækna. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að kanna notkun háþrýstingslyfja og árangur háþrýstingslyfjameðferðar í hópi roskinna karla á íslandi. Með úrtaki Hjartaverndar fæst örugg leið til að varpa ljósi á raunverulega notkun háþrýstingslyfja í þessum hópi. Efniviður og aðferðir Til rannsóknar var boðið öllum körlum sem fæddir voru l.,4.,7. og svo framvegis, hvers mánaðar á árunurn 1907-1921 og búsettir voru á Reykjavíkursvæðinu 1. desember 1967 (1). Sjötti áfangi hóprannsóknar Hjartaverndar hófst í apríl 1991 og lauk rannsókn á körlum í febrúar 1994 en rannsókn á konum er ólokið. Alls voru 1145 karlar á aldrinum 70-84 ára á lífi árið 1991. Af þeim mættu 834 til rannsóknar árin 1991-1994. í þýðinu var B hópur sem hafði komið í alla áfanga hóprannsóknarinnar síðan 1967 og F hópur sem aldrei hafði áður mætt og var því viðmiðunarhópur. í þessari rannsókn voru þó báðir hóparnir skoðaðir sem einn. Þrjú hundruð og ellefu tóku ekki þátt í rannsókn- inni. Af þeim náðist ekki í 94 þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og 217 afþökkuðu af ýmsum ástæðum. Þar af voru 58 of veikir til að geta komið til rannsóknar og 159 tilgreindu aðrar ástæður. Þátttakan er því 72,8% sem telst vera vel viðunandi enda var um að ræða roskna einstaklinga. Af 834 körlum reyndust 429 ann- að hvort hafa sögu um háþrýsting eða höfðu háan blóðþrýsting við mælingu á rannsóknar- stöðinni og var það sá hópur sem rannsókn þessi beinist að. Við komuna voru fengnar upplýsingar um almennt heilsufar, byggðar á stöðluðum spurn- ingalista og skoðun var framkvæmd. Þeir sem svöruðu játandi einni eða fleiri af eftirfarandi spurningum voru teknir inn í rann- sóknarhópinn: 1. Hefur þú einhvern tíma leitað læknis vegna háþrýstings eða gruns um háþrýsting? 2. Ert þú nú undir læknishendi vegna háþrýstings? 3. Tekur þú reglulega inn lyf við háþrýst- ingi? Auk þess voru athuguð sérstaklega svör við eftirfarandi spurningum: 1. Hefur þú einhvern tíma leitað læknis vegna kransæðastíflu eða gruns um kransæða- stíflu? 2. Hefur þú legið á sjúkrahúsi eða heilsuhæli vegna hjartasjúkdóms? 3. Ert þú nú undir læknishendi vegna krans- æðasjúkdóms? 4. Ert þú nú undir læknishendi vegna annars hjartasjúkdóms? 5. Verður þú móður við gang á jafnsléttu með fólki á þínum aldri? Blóðþrýstingsmælingar voru gerðar á öllum. Blóðþrýstingur var mældur tvívegis með 10 daga millibili. í fyrra skiptið voru þátttakendur fastandi á lyf og fæðu frá kl. 22 kvöldið áður og var mæling framkvæmd af hjúkrunarfræðingi. í seinna skiptið voru þátttakendur ekki fastandi og var mæling framkvæmd af lækni. Þeir töldust hafa háþrýsting sem náðu eftir- farandi viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar. 1. Slagþrýstingur > 160 mm Hg og/eða lag- þrýstingur 95 mm Hg í báðum mælingunum. 2. Blóðþrýstingur náði ekki þessum mörk- um, en einstaklingurinn var á blóðþrýstings- meðferð. Hjá sjö þátttakendum kom í ljós að lagþrýst- ingur var ranglega skráður. Hjá 25 þátttakend- um vantaði einhverjar blóðþrýstingsmælingar. Við tölfræðiútreikninga var tekið tillit til þessa. Markhópinn mynduðu því þeir karlar sem höfðu háþrýsting samkvæmt spurningalista og/ eða mælingum, alls 429 þátttakendur. Gögn þeirra sem töldu sig taka reglulega inn háþrýst- ingslyf voru könnuð sérstaklega. Lyfjategund var skráð ásamt skammtastærð og skammta- tíðni. Sérlyfin voru flokkuð samkvæmt núm- erakerfi sérlyfjaskrár 1994. Fullnægjandi upp- lýsingar um tegundir háþrýstingslyfja vantaði hjá níu körlum. Engin meðferð var veitt á rannsóknarstöð- inni. Einstaklingum sem reyndust hafa háþrýsting var bent á að leita til heilsugæslu- læknis. Við tölfræðiútreikninga var notað t-próf stúdents. Niðurstöður Af 429 körlum með háþrýsting höfðu 220 (um 51%) blóðþrýsting yfir viðmiðunarmörk- um Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Há-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.