Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 22
534 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 skýrslukort slysadeildar á læknir að krossa í reit þar sem spurt er hvort hinn meiddi eða áverkavaldur hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einungis var krossað í þessa reiti í rúmlega 40% tilvika og eru ástæður þess ekki þekktar. Umræða Með því að kanna fjölda sjúklinga sem koma á slysadeild Borgarspítalans með ofbeldis- áverka ætti að fást góð mynd af ofbeldi í Reykjavík, þar sem deildin er eina slysadeildin í borginni. Einnig vísar lögreglan í Reykjavík öllum fórnarlömbum og kærendum ofbeldis á slysadeildina (1). Um 1980-82 átti sér stað veruleg fækkun á ofbeldisáverkum. Ekki hefurfundist nein skýr- ing á þessari breytingu. Engin breyting varð á skráningarformi á slysadeild. Frá þeim tíma hefur ofbeldisáverkum fjölgað marktækt hjá báðum kynjum. Þeir urðu flestir hjá körlum í lok tímabilsins eða 19,8/1000 en hjá konum var fjöldinn svipaður og í upphafi eða 7,0/1000. I Noregi er skráð heildartíðni 4,1/1000 (4) og í Bandaríkjunum 9,1/1000 (5), þessar tíðnitölur eru ekki aldursleiðréttar og því ekki saman- burðarhæfar við okkar rannsókn. Einhver munur gæti verið milli landanna vegna mis- munandi skráningar þar sem um 15,9% sjúk- linga með ofbeldisáverka eru lagðir inn á spít- ala í Noregi (6) en rétt undir 6% í Reykjavík. Ofbeldisáverkar eru mun algengari meðal karla en kvenna, hlutfallið var 2,8 í lok tíma- bilsins. Kynjahlutfallið hjá þolendum ofbeld- isáverka í Reykjavík er svipað og í Noregi, þar sem það er 2,37. Sú niðurstaða að rúmlega 40% kvenna sem verða fyrir ofbeldisáverkum verða fyrir þeint heima hjá sér gefur tilefni til frekari rannsókna og vekur upp spurningar um það hvort þær verða fyrir ofbeldi af völdum maka eða sam- býlismanns. Um helmingur ofbeldisáverkanna verður um helgar og stór hluti á veitingahúsi. Gæti það bent til þess að áfengi konti við sögu. I þessari rannsókn var ekki hægt að fá neina marktæka mynd af því hverjir voru undir áhrif- um, gefur það tilefni til ítarlegri rannsókna. Hjá báðum kynjum hefur orðið tvöföldun á ofbeldisáverkum sem eru það alvarlegir að leggja þarf sjúklinginn inn á spítala. Þetta bendir til þess að fullyrðingar lögreglu um aukningu alvarlegs ofbeldis (1) séu réttar og gefur það tilefni til áframhaldandi rannsókna, til dæmis á því hvort afleiðingar ofbeldis hafi breyst og þess vegna þurfi að leggja fleiri inn á sjúkrahús. Erfitt er að benda á leiðir til úrbóta meðal annars vegna þess að lítið er vitað um þann sem veldur ofbeldinu en þessar niðurstöður gefa eingöngu upplýsingar um þolandann. Þó er vit- að að börn, sem verða fyrir ofbeldi eða van- rækslu í æsku, eiga frekar á hættu að verða þolendur eða gerendur ofbeldis (8,9). 1 Bandaríkjunum hafa ntargar rannsóknir beinst að eðli og orsökum ofbeldis og forvörn- um gegn ofbeldi. Þar hafa yfirvöld að mestu gefist upp á forvörnum og beita helst hörðum viðurlögum sem fælingu gegn ofbeldisglæpum (10). Þar hefur einnig verið sýnt fram á tengsl ofbeldis við fátækt, atvinnuleysi, kynþáttahat- ur, áfengisneyslu og eiturlyfjamisnotkun (11,12). Ekki er vitað um kostnað vegna ofbeldis og afleiðinga ofbeldisáverka í íslensku þjóðfélagi. Telja má þó líklegt að um talsverðan kostnað sé að ræða ef hafður er í huga gífurlegur kostn- aður Bandaríkjamanna. Kostnaður þeirra árið 1988 vegna ofbeldis var metinn á 143,8 mill- jarða Bandaríkjadala (13). Allur samanburður er mjög erfiður en verðugt rannsóknarefni. Þegar meta skal á hvaða hóp leggja beri áherslu í forvarnarstarfi sést að strax við 10-14 ára aldur meiðast töluvert margir vegna of- beldis og raunar fleiri en á aldrinum 30-34 ára. Þar sem aðeins lítill hluti meiðist vegna ofbeld- is í skólurn (6-9%) virðist ganga vel að halda aga í reykvískum skólum og forða þar með börnum og unglingum frá því að meiða hvert annað þrátt fyrir að í skólum og sérlega í frí- mínútum sé mikill fjöldi barna samankominn á litlu svæði. Þess vegna verður að byrja á forvörnum strax við tíu ára aldur með fræðslu um tilgapgs- leysi og afleiðingar ofbeldis, en ljóst er að flest börn fá mikla fræðslu um hið gagnstæða með kvikmyndum, sjónvarpsþáttum (1) og tölvu- leikjum. Konur verða fyrir um 40% ofbeldisáverka í heimahúsum. Slíkt þyrfti að vera hægt að fyrir- byggja, með aukinni fræðslu beggja kynja sem meðal annars miði að því að kvenfólk eigi ekki að láta bjóða sér ofbeldi, heldur leita úrbóta svo ofbeldið endurtaki sig ekki og þá kannski með enn alvarlegri afleiðingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.