Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 24
536 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Háþrýstingur aldraðra — breytt viðhorf til meðferðar Þorkell Guðbrandsson Guðbrandsson Þ Hypertension in the elderly — changing attitudes toward treatment Læknablaðið 1994; 80: 536-9 Raised blood pressure in the elderly is a frequent finding and is not a benign occurence. It should not be viewed as a normal or inevitable consequence of aging. Recent major intervention trials against hy- pertension in the elderly have showed clear benefits from actively lowering elevated arterial pressure in this group of patients and also in those with isolated systolic hypertension. This review emphasises the importance of antihypertensive treatment in the el- derley and underlines the strategies and problems in the care of elderly patients with hypertension. Inngangur Háþrýstingur er algengur kvilli meðal aldr- aðra. Jafnt hjá öldruðum sem yngri er sterkt samband milli hækkaðs blóðþrýstings og hættu á því að fá heilaáföll og hjartasjúkdóma (1). A síðari árum hefur orðið töluverð viðhorfs- breyting varðandi meðferð háþrýstings aldr- aðra og eru læknar að hverfa frá þeirri aftur- haldssemi um meðferð, sem var einkennandi um áratuga skeið. Vegna þessa er ekki úr vegi að velta fyrir sér nokkrum atriðum um háþrýst- ing aldraðra og meðferð hans. Frá lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Skýrgreiningar Ekki eru allir samdóma um það, hvað sé háþrýstingur hjá öldruðum. I fyrstu greininni sem skrifuð var á íslandi um hækkaðan blóð- þrýsting og birtist í Læknablaðinu fyrir 65 ár- urn, taldi höfundurinn, Helgi Tómasson, að slagbilsháþrýstingur væri aldur sjúklings inínus 5 plús 100 og gruna bæri hlébilsháþrýsting ef gildið mældist 90, en sjúklegt teldist ef gildið mældist 100 mm kvikasilfurs eða þar yfir (2). Viðurkenndar skýrgreiningar háþrýstings, eins og til dæmis skýrgreining Heilsustofnunar Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðlegra háþrýst- ingssamtaka nota ekki aldursviðmiðun (3,4). í skýrgreiningu Heilsustofnunarinnar á háþrýst- ingi eru mörkin sett við 160 og/eða 95 mm kvikasilfurs. Áður fyrr vakti það áhyggjur háþrýstingslækna, hversu margir aldraðir töld- ust hafa háþrýsting samkvæmt þessari skýr- greiningu. Sumir töldu að hækkandi blóðþrýst- ingur væri liður í eðlilegum öldrunarbreyting- um og hætta væri á ofmeðhöndlun þessa aldurshóps. Því var leitast við að gera skýr- greiningar fyrir nokkra aldurshópa, það er við- miðunarmörkin voru hækkuð fyrir aldraða. Frá þessu hefur nú verið horfið og þarf því oftar en áður að takast á við mat á blóðþrýst- ingsgildum hjá öldruðum. Tilhneigingar gætir til að setja aldraða undir einn hatt, en breyti- leiki ástands þeirra er mikill og oft meiri en hjá yngri einstaklingum. Þar að auki er tímaskeið öldrunar býsna langt og eykur það að sjálf- sögðu á breytileikann. Skifta mætti öldruðum til frekari glöggvunar í yngri hóp (65-74 ára), eldri hóp (75-84 ára) og háaldraða (85 ára og eldri), en þeir síðastnefndu gætu þurft sérstaka umfjöllun. Algengast er að ráðleggingar varðandi með- ferð séu miðaðar við ákveðnar tölur eða mörk, til dæmis 160/95, enda þótt í raun sé vitað að einstaklingar þola háþrýsting misvel. Raun- hæfara væri ef til vill, að við skýrgreiningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.